Glópagullskerfi Menntamálaráðherra: LÍN frumvarpið

Nýútkomið frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna virðist vera glópagull. Það er mín niðurstaða eftir að hafa skoðað þetta í dag með opnum hug og von um að það gæti eitthvað gott komið frá þessu ráðuneyti. Þó það sé boðið upp á 65.000 kr í styrk óháð því hvort viðkomandi taki sér framfærslulán eður ei, þá er margt annað sem þarf að athuga.

Það er komið hámark á því hversu mikið einstaklingur getur fengið í lán. 15 milljónir. Ofan á það leggst 65.000 kr styrkur í allt að 40 mánuði. Þetta 15 milljóna króna hámark er ákveðið án þess að taka tillit til fjölskylduaðstæðna, þ.e. fjölda barna á framfærslu námsmanns eða dýr skólagjöld. 

Til að setja þetta í samhengi þá eru skólagjöldin í Cambridge til þess að fara í efnaverkfræði eða tölvunarfræði £24,069 sem eru 4,4 milljónir íslenskra króna. Það þarf engan sérstaka hæfileika í stærðfræði til þess að sjá að íslenskir stúdentar muni eiga eftir að eiga erfitt með að fjármagna skólagjöld að fullu fyrir mikilsvirta skóla á borð við Harvard og Cambridge frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hvað kemur í staðinn? Einkareknir námslánasjóðir? Bankalán?

Verðtrygging og vextir

Lánin verða verðtryggð. Þar að auki  eru 2,5% vextir og 0,5% vaxtaálag. Eins og staðan er núna er 1% vextir á námslánum og skuldabréfið lokast þegar stúdentinn er búinn með nám. Með breytingunum þá mun verða til eitt skuldabréf á hverja útborgun, sem þýðir að við lok 180ECTS BA gráðu verður stúdent með 6 skuldabréf. Við lokun skuldabréfs þá byrjar það að safna vöxtum. Þannig, eftir fyrstu önnina í háskóla þá byrjar klukkan strax að tifa og fyrsta útborgunin upp á kannski hálfa milljón safnar vöxtum þangað til að stúdent hefur lokið námi og byrjar að borga af námslánunum sínum. Það eru þrjú og hálft ár á fyrsta skuldabréfið, þrjú ár á annað skuldabréfið og svo koll af kolli. 

Á fyrsta skuldabréfinu, gefum því þægilega tölu upp á hálfa milljón og vextir samtals upp á 3% þá er mánaðarleg vaxtasöfnun 1.250 kr.. Það þarf ekki að byrja að borga á fyrsta skuldabréfinu fyrr en eftir 42 mánuði og á þeim tíma safnast vextir ofan á höfuðstólinn, upp á samtals 52.500 kr. Næsta skuldabréf safnar vöxtum í 36 mánuði, eða 45.000 kr. og svo koll af kolli. Samkvæmt mínum frumstæðu útreikningum þá hefur bæst við höfuðstólana 202.500 kr í ógreidda vexti miðað við að á sex mánaða fresti í þrjú ár fái námsmaður 500.000 kr. í námslán og byrji að borga af láninu ári eftir útskrift. borgað er af skuldabréfunum samhliða, ekki þannig að það sé byrjað að borga af einu í einu heldur er einn reikningur sendur út þar sem þetta er allt saman: 6 lán upp á 500 þúsund sem bera 3% vexti, samtals upp á 3 milljónir og samtals uppsafnaðir vextir upp á 200 þúsund. Og svo er byrjað að borga af því. 

Afborgarnirnar eiga að vera jafngreiðslur. Það kemur ekki skýrt fram í frumvarpinu hversu háar afborganirnar eiga að vera — en reikni maður dæmið þá er hugsanlega verið að ræða um 30-40 þúsund krónur á mánuði fyrir fimm ára háskólanám. Fimm ára háskólanám er núna skilyrði fyrir ýmis störf í samfélaginu sem borga ekki hálfa milljón á mánuði eftir skatt í laun. Það er því há greiðslubyrði fyrir fólk sem er með útborgað 200-250 þúsund á mánuði eftir skatt eftir fimm ára háskólapróf að greiða 30 þúsund á mánuði eða um 15% af heildarútgjöldum. Verði þetta að veruleika þarf að semja um sérstakar hækkanir á launamarkaði sem tekur til greina það að stúdentar sem útskrifast með 3-5 ára háskólapróf og eru ekki með tekjutengdar afborganir á lánum sínum hafi meiri og dýrari greiðslubyrði heldur en áður. 

Það vekur að auki athygli að viðmiðun útreikninga á blaðsíðu 32 er reiknað með því að viðkomandi hafi hálfa milljón á mánuði ári eftir að hafa útskrifast með master í einhverju. Er það raunveruleikinn á Íslandi í dag?

Glópagull eða styrkur?

Styrkurinn virðist því vera glópagull. Það kemur út á sléttu þar sem vaxtagreiðslurnar hækka úr 1% upp í 3%, lánið byrjar að safna vöxtum um leið og lánið er greitt út og safnar vöxtum allan lánstímann og allan afborgunartímann. Fyrir fólk sem ætlar í langt nám þá er þetta allt að tíu ár af uppsöfnuðum vöxtum. Fimm ár fyrir þá sem ætla að taka bachelor og master. 

 Það sem þetta glópagull mun hugsanlega gera er að vera meiri hvati fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu til þess að búa lengur hjá foreldrum sínum. Þessi styrkur mun því helst gagnast fólki á höfuðborgarsvæðinu sem býr við öruggar heimilisaðstæður. Þannig mun þetta mismuna fólki út frá því hvar þar býr og hvernig fjölskyldu hagir þeirra eru. Þeir sem munu njóta mest góða af þessum styrkjum eru nefnilega stúdentar sem eiga gott bakland – efri og millistéttarfjölskyldur og á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri, finni stúdent þar nám við hæfi. Þessi styrkur verður góður vasapeningur fyrir þá sem þurfa ekki að taka lán til þess að sjá fyrir framfærslu.

Hinir, sem þurfa að sækja skólann um langan veg og/eða geta ekki búið í foreldrahúsum. Þeir sem þurfa að fullorðnast hratt, eru fullorðnir og eru sjálfstæðir munu þurfa að taka námslán – hinir ekki og þar af leiðandi munu ekki þurfa að fara út í lífið með námslánabyrðina. Ég hygg þetta muni koma verulega illa fyrir nýstúdenta sem koma utan að landi.

Leysir ekki helstu vandamál stúdenta

Stærsta vandamál stúdenta til þess að standa sjálfstæðum fótum í núrverandi kerfi er að námslánin eru greidd út eftir á. Á hinum Norðurlöndunum þá er styrkurinn eða lánið greitt út í hvejrum mánuði. Á bls. 28 í frumvarpinu er rakið hversu mikið ‘óhagræði’ það hafi verið af því að greiða út námslánin fyrirfram vegna þess að það var of erfitt að endurheimta ofgoldin námslán, hinsvegar þá hafa hin norðurlöndin tekist að gera það án þess að það hafi verið eitthvað þvílíkt vesen.

Eins og staðan er í dag þá eru nemendur að sækja í námsmannayfirdrætti með tilhlítandi kostnaði og lenda svo í útistöðum við bankann ef þeir falla í kúrs eða fá ekki námslánin eins og vera ber. Frumvarp þetta gerir hinsvegar ráð fyrir að “námenn [fái] greiddan vaxtastyrk vegna þessa óhagræðis sem það hefur í för með sér”. Það sem þetta er að búa til er tilgangslaus peningamyndum í formi útgáfu skuldabréfa hjá bönkunum. Það er alveg hægt að greiða þetta út jafnt og þétt – ég hugsa að það hefði jákvæð áhrif á námsframvindu hjá stúdentum þar sem það eykur fjármagnsöryggi stúdenta yfir námstímann. Ef tilgangurinn með námslánum er að gefa bönkum eitthvað rúm til þess að græða á þeim, þá er uppi einhver misskilningur með tilgang lánasjóð íslenskra námsmanna hjá ráðamönnum vor.

Einkavæðing námslánakerfisins?

Þetta frumvarp menntamálaráðherra er á heildina litið mjög slæmt. Þarna er verið að auka vaxtabyrði námsmanna, þarna er verið að gera frekari takmörk á hversu hátt lán námsmenn geti fengið yfir námstímann og þannig takmarka barnafjölskyldur eða einstæða foreldra með börn á framfærslu að stunda nám. Þarna er verið að takmarka möguleikana á því að geta farið í góða háskóla sem eru oftar en ekki dýrir. Þarna er verið að búa til glópagulls styrkjakerfi sem lántakandinn sjálfur borgar fyrir með vaxtafyrirkomulaginu.

Posted in Uncategorized

Vodafone lekinn: Ábyrgð, skyldur og sök

Við erum ekki örugg og nýjasti lekinn frá Vodafone sýnir það glögglega. Þarna var gögnum 70,000 manns lekið og það án neins yfirlýsts tilgangs frá þeim sem lak. Við eigum það til að kenna innbrotsþjófnum um þegar svona lagað kemst upp, en við þurfum hinsvegar að skoða heildarmyndina. Já, innbrotsþjófurinn, eða hakkarinn, átti aldrei að byrja á því að brjótast inn en með því að brjótast inn sýndi hann að hann þurfti rétt svo að brjóta glugga til þess að aflæsa hurðinni og stela dýrum gersemum.

Það sem lak voru annarsvegar yfirlit um skilaboð og hinsvegar lykilorð notenda.

Hver sendi hverjum hvað? Ekki nóg með að við vitum að Jón og Gunna voru að tala saman, við vitum hvað þau voru að tala um. Það eru heilmiklar upplýsingar fólgnar í því að skoða hverjir tala saman þótt við vitum ekki hvað samtalið snýst um, svo þegar verið erum komin með upplýsingar um innihald samtalsins þá erum við komin á allt annað stig

Ekki nóg með að samskipti fólks eru nú aðgengileg öllum heldur einnig lykilorð.

Lykilorðin að “mínum svæðum” á Vodafone síðunni voru geymd ódulkóðuð á einum stað. Það er eins og að setja alla peningana í eitt bankahólf og læsa með hjólalás þar sem þarf bara þrjár tölur til þess aflæsa. Lykilorð eru dýrmæt, því fólk á það til að nota sömu lykilorðin fyrir allt. Þetta er hluti af mannlegu hliðinni þegar það kemur að tölvuöryggi: Við getum gert tæknina eins örugga og hægt er, en ef fólk notar sama lykilorðið allstaðar þá eru allar dyr opnar, komist lykilorðið í hendur óprúttina aðila. Þetta þarf ekki að vera hakkari, þetta getur líka verið vinur eða fjölskyldumeðlimur sem vill hnýsast.

Ábyrgðin liggur ekki bara á fólki um að vita hvernig það eigi að haga lykilorðamálum. Það er ekki innbrotsþjófinum að kenna að hann þurfti bara að brjóta einn glugga til þess að stela þessum verðmætum. Vodafone átti aldrei að geyma mikið af þessum gögnum til þess að byrja með. Ekki nóg með það, heldur áttu þessi gögn ekki að vera ódulkóðuð, á einum stað.

Við skulum ekki vera svo bjartsýn að ætlast til þess að við getum búið til kerfi sem ekki er hægt að brjótast inn í. Það á jafnt við um hús sem tölvur. Það eina sem við getum gert er að búa til veggi sem er erfitt að komast framhjá. Kerfin okkarf þurfa að vera þannig að ekki allt gullið sé geymt á sama stað og aðeins einn lykil þurfi til þess að nálgast allt saman. Með því að dulkóða lykilorðin þá þarf lykil fyrir hvert lykilorð, sem þýðir að innbrotsþjófurinn þarf að eyða tíuþúsund sinnum meiri tíma í það að brjótast inn. Hann þarf tíuþúsund sinnum sterkari tölvur til þess að keyra öflugari forrit en ef hann þarf bara að komast í gegnum eina dulkóðun eða einn vegg.

Það er ábyrgð Vodafone að reisa múra í kringum okkar viðkvæmustu upplýsingar, að geyma ekki öll verðmætin á sama stað og sjá til þess að það sé erfitt og tímafrekt að brjótast inn. Löggjafinn á ekki að setja gagnageymslulög sem líti gagn er af. Ef ástæða er til setningu slíkra laga þarf að vera gulltryggti að þeim sé framfylgt þannig að friðhelgi einkalífsins sé í hávegum haft. Við þurfum að vera fullviss um að slík gögn séu bara geymd eins lengi og þörf sé á og eins lítið af upplýsingum og mögulegt er geymd.

Ef ekki er hægt að tryggja friðhelgi einkalífsins, ef ekki er hægt að sanna að gögnum sé eytt á fullnægjandi hátt og geymd á eins öruggum stað og kostur er á, þá á ekki að safna þessum upplýsingum saman til þess að byrja með.

Mannlega hliðin verður alltaf sú sama. Við getum prédikað að fólk eigi ekki að nota sama lykilorðið allstaðar. Þrátt fyrir það, þá eiga lykilorðin að vera geymd á öruggum stað — þetta er ekki fólkinu að kenna.

Það að innbrotsþjófurinn gat komist svona léttilega í gegn er fyrst og fremst Vodafone að kenna. Já, hann átti aldrei að brjótast inn í fyrsta lagi, en þá hefði kannski verið gott að læsa aðeins betur á eftir sér. Hafa tvo lása í stað eins og ekki búa til hurðir þar sem einungis þarf að brjóta þunnt gler til þess að smeygja hendinni inn og aflæsa.

Sökudólgurinn hérna er ekki bara innbrotsþjófurinn, heldur líka Vodafone fyrir að tryggja ekki öryggi viðskiptavina sinna betur og ríkið sem krefst þess að gögn séu geymd að óþörfu án fullnægjandi fyrirmæla.

Posted in Uncategorized

TAFTA – Hvað getum við gert?

Trans-Atlantic Free Trade Agreement væri hægt að skammstafa sem TAFTA. Hinsvegar, þá minnir þessi skammstöfum óþarfalega mikið á ACTA. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá gekk ACTA ekkert sérstaklega vel og var hafnað í Evrópuþinginu eftir mikil mótmlæi víðsvegar um Evrópu, sér í lagi Póllandi. TAFTA gengur líka undir öðru nafni, Transatlantic Trade and Investment Partnership, TTIP. Það er engin tilviljun að TTIP er skammstöfunin og nafnið sem stjórnmálamenn vilja nota um þetta, og þeir sem eru fylgjandi TAFTA, þar sem nafnið er jákvætt. “Partnership” er jákvætt orð, “investment” er jákvætt orð, TTIP sem skammstöfun er frábrugðin ACTA. Nafnið er heldur ekki eins lýsandi og “transatlantic free trade agreement”. Hvað þýðir “investment Partnership”? Hvað þýðir “trade partnership”? Þarna er verið að leika sér með orð til þess að blekkja óþjálfað augað og sannfæra fólk um að þetta sé “gott” og jákvætt.

TAFTA er að öllum líkindum mjög slæmur samningur. Afhverju er ég að fullyrða það? Í fyrsta lagi þá hafa samningaviðræður farið fram undir luktum dyrum innan framkvæmdaráðsins. Við vitum ekki hvað er verið að ræða um, á hvaða forsendum er verið að ræða þetta, hvaða gögn liggja fyrir, hvernig heimildavalið er og svo mætti lengi telja. Gagnsæi við samningaviðræðurnar er því lítið sem ekkert, sem aftur á móti hefur valdið því að einstaka starfsmenn framkvæmdaráðsins hafa lekið út upplýsingum og gögnum varðandi ferlið. Wikileaks birti eina útgáfu af samningnum á síðu sinni en það er ekki hægt að segja með vissu á hvaða stigi þessi útgáfa er, en hinsvegar þá gefur þetta til kynna hvernig samningsaðilar eru að hugsa. Er þetta endanlegi samningurinn? Nei. Þetta á eftir að fara í gegnum umræður í framkvæmdaráðinu, svo verður þtta sent til Evrópuþingsins þar sem þetta fer í umræður þar, síðan í kosningar þar. Núna er ég bara að tala um Evrópusambandshliðina á þessum samningi, enda hef ég lítið vit á því hvernig Bandaríska hliðin á þessu virkar.

Það er ekki enn sem komið er hægt að fullyrða neitt um samninginn sjálfan fyrir utan það að gagnrýna vinnulagið. Píratar eru að mæla fyrir auknu gagnsæi í stjórnkerfinu — það þýðir einmitt að svona samningar eiga ekki að vera skrifaðir baki luktum dyrum fjarlægra stofnana. Ástæðan er einföld: Við þurfum að geta veitt stjórnmálamönnum aðhald á öllum stigum ferlisins, ekki bara þegar það kemur að því að segja já eða nei. Lýðræði snýst um svo miklu meira en það.

.Hvað getum við gert? Mjög takmarkað þangað til að við vitum almennilega hvað er í gangi. Þetta sem lak hjá WL er ekki endanlega útgáfan af þessu.

Það sem er hægt að gera er eftirfarandi:
1. Þrýsta á fólkið sem er að vinna innan framkvæmdaráðsins (EC) að hætta að vinna á þessu eða leka upplýsingum líkt og hefur gerst.
2. Þrýsta á framkvæmdastjóra evrópusambandsins um að slíta þessum viðræðum, sér í lagi eftir Snowden lekana.
3. Þrýsta á European council um að stöðva þessa samningaviðræðu af sömu ástæðum og að ofan.
4. Bíða eftir því að þetta kemur út og fer fyrir Evrópuþingið, fer í umræðu eftir umræðu þangað til að þeir kjósa um þetta, gera Evrópuþingmennina hrædda  með því að mótmæla og láta þá hafna þessu.
5. Ganga í Evrópusambandið svo við gætumg ert eitthvað af þessum fjórum punktum sjálf, á okkar ráðamenn og þingmenn sem væru að vinna fyrir okkur.

Það er fólk að vinna að þessu. Ef þú vilt styrkja NGOs sem eru að lobbýa í Evrópusambandinu gegn þessu þá mæli ég með EDRi, La Quadrature du Net og Access Now. Allt eru þetta samtök sem berjast fyrir réttindum fólks í raunheimum og vefheimum, fyrir copyright reform, gagnsæi og friðhelgi einkalífsins. Þau hafa verið að fylgjast eins mikið með TAFTA og hægt er.

Á meðan við erum ekki í Evrópusambandinu þá er mjög takmarkað sem við getum gert pólitískt innan kerfisins. Hinsvegar, þá getum við stutt við bakið á samtökum sem eru að veita stjórnmálamönnunum okkar aðahald. Já, okkar þótt þeir séu í Evrópusambandinu, þeirra lög koma okkur líka við.

Góðar stundir.

Posted in Uncategorized

Rick Falkvinge & censorship

I was baffled by the blogpost of Rick Falkvinge, the notorious “leader” advocating for Christian Engström as the leader of the forthcoming European Parliamentarian election. And what’s his biggest reason? Falkvinge gets his daily bread from Engströms. I was baffled by his audacity to mention that the fact that HE got his money from Engströms pocket was the biggest reason why people should choose Engström. This is not pirate way to go. Pirates should not make decisions based on where the money comes from, but who is the most qualified.

Pirates advocate that censorship is bad. However, Rick deleted few comments and critizism on his blog, mine included and left the following note:

 

Rick Falkvinge
November 4, 2013 – 20:13
(If you want to campaign for the other candidate, use your own damn blog. A number of rude comments deleted.)

Since I greatly believe that political critizism should never be censored in order to encourage an open debate, I here publish my comment to Falkvinge:

” However, only one of them funds my keynoting, writing, and evangelizing that gives ripples worlwide, and that’s Christian Engström.”
Seriously. This is bad pirate politics. In fact, this is horrendous politics. You want Engström on the top because he pays you money. You want him on top because he is the access for your own financial stability.
That’s not how we should select the top candidate as pirates. It is not about money, it is not about gender, haircolour, skincolour or what movies you prefer. This is about who is dong the best politics. And Amelia has been way more successful, being one of the youngest MEP to take seat in the parliament and has, in incredible short time worked towards real pirate values, understanding what should be the limits of technology within a moral framework. How far should one go.

I’m sorry Rick. We don’t need you. The Pirate movement has grown and your input, however charming it is, is not needed if you want to do politics in the name of money and fame.

Swedish Pirates, please step up in your game. This is not cool.

Posted in Uncategorized

Open letter to the Swedish Pirate Party

Dear Swedish Pirate Party. I’m just going to start off by saying that I’m not unbiased. I had the chance to work for Amelia last spring and summer in the European Parliament and it was far from being just sunshine and lollipops, rainbows and unicorns. It was, however, inspiring. The sheer understanding Amelia had of how the political structure of the European Parliament works and all the philosophical questions on morals when it comes to political decisions and law making in the time of the Internet.

Amelia is badass. Not only because she is completely different from all the other politicians working within the European Parliament. A young woman, being the boss with unconventional ideas on how the things should be done. I know it from my experience in politics that it’s hard. When I’ve attended panels on copyright I have gotten remarks like “Oh, are you the one? I didn’t expect someone like you…” I can imagine that Amelia has had to hear the same. Over and over and over again.

But seriously guys, my friends in the Swedish Pirates. Vote for Amelia in the 1st place, not only because she deserves it, but because the world needs it. I am being overtly dramatic and that’s because I can. It will be crucial to have someone like her to make sure that the political decisions on Internet matters will be somewhat well made. The people in the European Union institutions are trying to regulate computers – which only understand 1 and 0s, as humans. Amelia has a rare competence and understanding of both technology and law. We need it.

Amelia had the courage to tell the Internet Governence Forum to Fuck off. She topped evil things like ACTA. She has been trying to do her best when it comes to electronic signatures that it’ll not be completely messed up. Same goes with your medical files. She is trying to make sure that laws on surrounding technology means that the technical limits are within our moral limits.

I want to see Amelia as a top candidate for the upcoming EU elections. Why? Because I believe she is better. I believe that you are making a mistake by overlooking her immense competence. And for what reason? Because it’s safer to have a middle aged man in number one? Fuck safe. We don’t need safe anymore. We need someone with courage.

Posted in Uncategorized

Hvers virði er list ef enginn má sjá né heyra?

Það hefur valdið mörgum hugarangri hver staða Pírata er gagnvart höfundarétti og listamönnum. Það er rétt, að Pírata hreyfingin var stofnuð á sama tíma og allt írafárið var í kringum The Pirate Bay árið 2006 en til þess að gera langa sögu stutta, þá voru stofnendur the Pirate Bay sakfelldir fyrir að stela verkum að andvirði tugi milljóna dollara og sæta fangelsisvistar fyrir það að auðvelda fólki að deila skrám sín á milli. Maður spyr sig hvar réttlætið liggi í þessu máli, en það er önnur saga sem verður látið liggja milli hluta hér.

Hinsvegar, þá er þetta bara dæmi um mun stærra vandmál, um samskipti stórra fyrirtækja sem einoka markaðinn þegar það kemur að afþreyingarefni, efnahagsleg hugmyndirnar um “copyright” – er stafrænt afrit af efni jafn mikils virði og eintak á geisladisk? Hver á að græða og hvernig? Á höfundurinn ævarandi réttindi til þess að græða á verkum sínum, eða eru það risastór plötufyrirtæki eins og Universal studios sem bera þessi réttindi? Af hverju er verið að gera ömmur og afa, unglinga og hinn meðal-Jón að glæpamönnum fyrir það eitt að nálgast afþreyingarefni?

Eru Píratar að styðja það að sjá til þess að arðræna listamenn lífsviðurværi sínu með því að stuðla að því að allir fái aðgang að ókeypis efni, þegar þeim sýnist, hvernig sem þeim sýnist?Þetta eru góðar spurningar, en til þess að skilja svörin við þessum spurningum, þá þarf að athuga heildarmyndina. Heildarmyndin inniheldur sögu höfundaréttar, afritunarréttar og eignarréttar og heimspekinnar sem liggur þar að baki, en til þess að gera þetta allt sem læsilegast þá mun ég ekki fara út í smáatriði hér.

Finnst okkur í lagi að dreifa efni og sækja efni í óþökk höfundar? Í sjálfu sér þá finnst okkur það ekki í lagi. Við teljum að höfundur eigi að hafa stjórn á verkum sínum, hvernig þau eru gefin út og hvenær. Hinsvegar, þá er pottur brotinn í núverandi höfunarréttarkerfi. Hverjir eru það sem hafa völdin á því hvort að efni sé gefið út eða ekki? Útgáfufyrirtækin. Réttur höfundarins eru lítil þegar hann hefur skrifað undir útgáfusamning. Þetta hefur mikil áhrif á til dæmis útbreiðslu fræðigreina, en fræðimenn sem skrifa í lærð rit þurfa oft að afsala sér ýmsum réttindum, en til að mynda þá hafa þeir ekki rétt á því að dreifa eintökum af greininni sinni til nemenda sinna, þýða greinarnar yfir á önnur tunugmál eða breyta, án þess að þeir séu að brjóta höfundarréttarlög.

Píratar eru ekki ókeypisflokkur. Við viljum færa völdin frá stórum útgáfufyrirtækjum sem hafa sveltandi listamenn og fræðimen í sínum klóm og bjóða upp á fjölbreyttari höfundarréttarleyfi. Creative commons er dæmi um það, en það er annar valkostur sem höfundar geta nýtt sér við útgáfu, annað en hinn hefðbundni höfundaréttur sem til að mynda áskilar einkaleyfi til innheimtu gjalds á útgefnu efni til collective rights mannagement companies.

Viljum við að höfundar geti dreift verkum sínum eins og þeim lystir? Já. Það þýðir líka að við styðjum þann valkost að höfundar geti takmarkað dreifingu á efninu, en það er þá á þeirra ábyrgð. Að sama skapi, þá er það kannski svo að höfundar vilji deila verkum sínum með fleira fólki, en vegna útgáfusamningsins sem skrifaður var undir, þá er það bannað. Við viljum að listamaðurinn fái að velja sér það útgáfuleyfi sem honum hentar hverju sinni, og stundum já, þá mun það þýða að hægt verði að hlaða niður verkum ókeypis.

Við þurfum að spurja okkur þeirra spurninga, til hvers er list? Er hún til þess að stórfyrirtæki nái að græða? Er það til þess að halda samtökum myndrétthafa gangandi? Er það til þess að sjá til þess að allir þessir lögmenn fái vinnu við það að lögsækja saklausa einstaklinga fyrir það að hlaða niður einhverri b-mynd?

List sem enginn má sjá, fræði sem enginn má læra og tónlist sem enginn má heyra – er það einhvers virði?

 

Posted in Uncategorized

Draumurinn um lýðræðið

Ein af mínum uppáhalds minningum er þegar ég horfði á sólarupprásina, borðandi banana á Immam square í Esfahan. Þetta var sumarið 2011, þegar ég fór í langferð um Tyrkland, Íran og Georgíu.

immam

Það var einhver undursamleg friðsæld á torginu. Ekki sálu að sjá, en eftir því sem sólin steig hærra á loft, komu konur og menn á stjá, til að stunda morgunleikfimi eða fá sér göngutúr við bakka gosbrunnsins. Borgin var að vakna, sólin hitaði þurrt eyðimerkurloftið eftir því sem leið á og lyktin af mengun og grasi barst fyrir vitum okkar.

Á þeim tíma hafði ég aðeins verið tvær nætur í Íran. Þetta var fyrsti dagurinn sem ég sá renna upp sem var eðlilegur. Fólk sem var að lifa lífinu og ræða um mál líðandi stundar. Það var einhvernveginn allt svo eðlilegt. Afslappað miðað við hasarinn á strætum Tehran.

Green RevolutionNúna, fyrir skömmu sendi vinur minn mér þessa mynd. Þetta er torgið þar sem ég sá Esfahan vakna árla morguns, þar sem sólin byrjaði hægt og rólega að kyssa vanga bæjarbúa þar sem þeir fóru í morgungönguna. Þessi mynd er tekin 2009, þegar græna byltingin svokallaða átti sér stað í kringum kosningarnar í Íran þar sem fólk flykktist út á götu og reyndi að breyta einhverju. Það reyndi að fá það lýðræði sem það á skilið, sem því var lofað með byltingunni 1979.

Fólk þarna átti drauma og átti von, eitthvað sem er erfitt að finna nú til dags í Íran. Þarna tóku milljónir manns sig saman um það að standa saman og flykkjast út á götu í nafni máttar lýðsins. Það var ekki nóg.

Sumarið 2011 var ég á ferðinni í Íran í fyrsta skiptið. Fólk spurði okkur hvað væri að frétta af ástandinu í Egyptalandi, hvernig málum væri háttað eftir Arabavorið. Það eygði að það væri ekki svo langt í land með að þau, líka, gætu orðið eins og Evrópa eða Ameríka, með lýðræðislega stjórn og ríkisstjórn sem þau þyrfti ekki að hræðast. Það var von.

Nú í sumar var stemningin önnur meðal Írana. Vonleysisleg depurð ríkti þegar heimsmálin voru rædd. Arabavorið hafði bara skilað af sér annarri ógnarstjórn á borð við Khomeini. Öfgar í nafni trúar voru stöðugleiki miðað við borgarastyrjöld.

Sættum okkur ekki við öfgar í nafni trúar til þess að fá ímyndaðan stöðugleika. Nýtum atkvæði okkar, það kerfi sem við búum við og sjáum til þess, í sameiningu, öll sem eitt að uppgjör hrunsins er ekki búið. Við þurfum breytingu. Við þurfum að nýta okkur lýðræðið, mæta á kjörstað, kjósa og ekki velja öfgar í nafni trúar um að töfralausnir séu mögulegar. Það eru ekki til neinar töfralausnir.

Ég ætlaði aldrei að taka þátt í stjórnmálum. Ég ætlaði aldrei að láta hafa mig út í þessa dellu, vitleysu og málefnaleysi sem stjórnmál eru, sér í lagi á Íslandi, að mér fannst. En ég hef skipt um skoðun.

Það eru forréttindi að búa í samfélagi eins og á Íslandi. Þegar við tölum um kúgun, mismunun eða ójafnrétti þá get ég ekki annað en hugsað um það hversu mikið vesen það var að passa að hárið værið hulið með hijab fyrstu dagana áður en það komst upp í vana. Það að missa sjálfstæðið vegna þess að ég var allt í einu kona, en ekki manneskja.

Það eru forréttindi að fá að búa í samfélag eins og á Íslandi. Það eru forréttindi að fá að hafa áhrif, fá að kjósa og fá kosningar sem eru heiðarlegar. Mér finnst vera heiður að fá að taka þátt í byggingu þess samfélags sem ég bý í.

Ég ætlaði aldrei að verða stjórnmálamaður. En hér er ég og ég mun gera mitt besta.

Posted in Uncategorized

Um feminisma og Pírata

Ég er Pírati og ég er feministi. Ég er ung kona að stíga mín fyrstu skref í stjórnmálum og hef gert svo undir flaggi Pírata og líkað það vel. Ég hef komið málum mínum á framfæri, það hefur verið hlustað á mig og borin virðing fyrir því sem ég hef fram á að færa. Ekki út af því að ég er stelpa eða strákur, heldur út af því að þannig virka Píratar. Við hlustum á hvort annað og berum virðingu fyrir því.

Það er ekki alltaf auðvelt að vera ung kona. Það þarf ekki mikið til þess að fólk grípi frammí fyrir mér eða hlusti einfaldlega ekki á það sem ég hef fram á að færa. Kalli rök mín barnaleg þótt þau byggi á rannsóknum fræðimanna eða einfaldlega brosa vingjarnlega og kinka kolli og hugsa “En sætt, hún hefur skoðanir”.

Innan Pírata þá hefur þetta aldrei verið vandamál. Innan Pírata er hlustað og málin rædd, ýmsar hliðar skoðaðar. Píratar bera gagnkvæma virðingu fyrir hvert öðru algjörlega óháð kyni.

Ég er líka feministi. Hinsvegar þá finnst mér erfitt að eiga í heiðarlegri samræðu um feminisma, hvað er jafnrétti og hvað er það að krefjast forréttinda.

Þrátt fyrir ákveðin vandamál í íslensku samfélagi varðandi stöðu kvenna þá hafa íslenskar konur það mjög gott. Að mínum dómi þá mun ekki skila neinum umtalsverðum árangri að  stilla fólki uppi við vegg og niðurlægja það opinberlega fyrir ummæli sín. Vandamál þarf að leysa, það að draga vandann fram í dagsljósið er vissulega mikilvægt skref en það er spurning hvernig það er gert. Hvernig er hægt að bæta stöðu kvenna og orðræðuna um konur í samfélaginu? Með því að draga fólk fyrir dómstól facebookslýðsins og niðurlægja?

Ég hef einnig orðið vör við að ég er af annarri kynslóð heldur en þær konur sem hafa verið í stjórnmálum þá þegar í meira en áratug. Mér finnst mjög mikilvægt að þakka þessum konum, rauðsokkunum og kvennahreyfingunni fyrir það að hafa verið sem ísbrjótar í Norður-Atlantshafi til þess að sjá til þess að konur fengju og gætu tekið þátt í málefnalegum stjórnmálum í borgarstjórn og á þingi. Þessar konur unnu gífurlega mikilvægt verk og það er þeim að þakka að Ísland er eins og það er í dag.

Mismunandi kynslóðir búa við mismunandi reynsluheim. Ísinn sem þær brutu var þykkur, en núna er þetta ekki mikið meira en þunn ísskel ofan á polli sem ég þarf að brjóta. Mitt aðgengi að málefnalegri umræðu er mun betra heldur en það var fyrir þrjátíu árum. Þess vegna, einmitt þess vegna þurfum við að breyta orðræðunni um stöðu kvenna innan pólitík. Ég verð ekki fyrir þessum sömu árásum fyrir kyn mitt þegar ég á í málefnalegri umræðu. Ég þarf ekki að standa upp á stól og öskra í megafón til þess að einhver einu sinni íhugi það að hlusta. Það þarf ekki að gefa mér auka svigrúm til þess að athafna mig. Þess þurfti kannski fyrir tuttugu árum, en nú er öldin önnur.

Samfélagið er búið að breytast og það er kominn tími til þess að halda áfram á sömu braut. Við munum ekki komast neitt áfram ef það er ennþá einblínt á sama gamla farið, hvað konur eigi erfitt uppdráttar og þurfi að leggja margfalt harðar að sér til þess að komast jafnlangt og karlmaður í sömu stöðu.

Eins og staðan er í dag, þá finnst mörgum karlmönnum og konum eins og kvennabaráttan sé ekki lengur jafnréttisbarátta heldur forréttindabarátta kvenna. Karlmenn þora varla að tjá sig um málefni kvenna sem og klám, barnaklám, barnapössun, þeirra eiga erfitt uppdráttar í störfum eins og hjúkrun og kennslu. Ef þetta er það sem jafnrétti snýst um, það að konur eigi að fá forskot og forréttindi innan ákveðinna stétta, þá get ég ekki verið sammála því.

Ég er ung kona í stjórnmálum. Ég vinn fyrir aðra unga konu í stjórnmálum, Ameliu Andersdotter, sem kleif metorðastigann ótrúlega fljótt og varð Evrópuþingmaður Pírata 22 ára gömul. Við erum ekki á þeim stað í lífinu sem við erum núna út af því að okkur var gefið forskot. Við erum að vinna þá vinnu í dag út af því að samfélagið var tilbúið til að hlusta. Hlusta og sleppa því að pæla í því hvaða skálastærð við notuðum eða hvort buxurnar okkar væru aðeins og þröngar.

Ég bý við þau forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Ég er heppin að vera af þeirri kynslóð sem þarf ekki að standa í ströngu stríði við stjórnmálin til þess að það sé tekið mark á mér. Það eru ekki allir sem búa við þessi forréttindi, ekki á Íslandi né annarsstaðar í heiminum. Ég sé og finn af eigin reynslu að Píratar eru að byggja nýjar forsendur í stjórnmálum, stjórnmál sem snúast um staðreyndir, upplýsingar og málefnalega umræðu. Einmitt þessi grundvöllur hefur gert það að verkum að ég hef séð mig færa um að stíga fram á hið pólitíska svið og taka þátt.

Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í pólitík sem einhver brúða í gamanleikhúsi spunameistara ríkisins. Við þurfum að draga íslensk stjórnmál upp á hærra plan og það gerist ekki án ykkar þátttöku.

Posted in Uncategorized

Amelia Andersdotter Evrópuþingmaður kemur til Íslands

Það er sönn ánægja að tilkynna komu Ameliu Andersdotter, Evrópuþingmanns, til Íslands helgina 19.-21. apríl til þess að kynna sér störf íslenskra Pírata og veita þeim stuðning í kosningabaráttunni.

Amelia hefur reynt að gefa kjósendum sínum og öðrum áhugasömum innsýn inn í dagleg störf hennar innan Evrópuþingsins. Hún heldur út bloggi þar sem allir á skrifstofunni fá að tjá sig og vikulega eru gefin út heimildamyndbönd sem kallast “Exile6e” um daglegt líf í Evrópuþinginu. Einnig er streymt á hverjum fimmtudegi frá skrifstofunni, ýmist það sem var á döfinni þá vikuna eða hvernig lífið hjá hinum starfsmönnunum er. Fyrir utan það þá er hægt að finna Ameliu á TwitterFacebook og Instagram.

Amelia var kjörin á Evrópuþing fyrir hönd sænskra Pírata árið 2009 þegar hún var 22 ára gömul. Hún var þar með yngsti einstaklingurinn í sögunni til þess að vera kjörinn á Evrópuþing. Vegna Lissabon sáttmálans tafðist það um tvö ár að hún gæti hafið störf sín sem þingmaður og hefur hún því verið starfandi þingmaður síðan 2011. Amelia er annar tveggja pírata á Evrópuþingi og en þau sitja meðal Græningja á þinginu.

Amelia hefur mikið beitt sér fyrir endurskoðun á höfundaréttarlögum og fylgist grannt með þróun mála varðandi lagasetningar sem varða Internetið.

Það hefur verið sönn ánægja að fá að fylgjast með og aðstoða Ameliu og skrifstofuna hennar undanfarna viku og ég trúi því og treysti að íslenskir Píratar munu bjóða hana hjartanlega velkomna!

Posted in Uncategorized

Smakkdagar á Evrópuþinginu

Að vinna fyrir Evrópuþingmann er fjölbreytt starf. Annar vinnudagur minn fólst í því að koma “The External Office” eða skrifstofunni sem er ekki inni í sjálfu Evrópuþinginu í gott ásigkomulag. Það þýddi að ég fékk að vera innanhúsarkitektúr í einn dag! Frábært, fékk að raða í hillur og skipuleggja snúrur og ákveða hvar húsgögn ættu að vera og þrífa borð og gera eitthvað allt annað en að hlusta á pólitík. Frekar kúl.

Klósettið á skrifstofunni er alveg frekar… kjallaralegt. Klósettpappírinn alveg töluvert betri en sá sem er á Evrópuþinginu en útlitið er ekki alveg það besta, enda í kjallaranum. Það verður samt að hafa það. Alveg 5/10 mögulegum.

Þar sem Björn Leví, pírati sem er í 2. sæti fyrir Kragann var í Brussel þá var að sjálfsögðu ákveðið að hittast og fara í labbitúr um Evrópuþingið. Sjáið til, þriðjudagar eru smakk-dagar. Svona eins og mánudagar í stórverslunum, nema hvað að maturinn er aðeins betri. Við Mab og Björn Leví röltum um þingið á milli staða og fengum rauðvín, bjór, te, appelsínudjús, osta, brauð, samlokur, ólívur, eitthvað sem bragðaðist vel og var borið fram í silfurskeiðum og svo var líka í boði capraccio smökkun en röðin var of löng til þess að við nenntum að smakka þar.

Toppurinn var samt án efa lifrabólgu tékkið. Pælið í því, það er hægt að fara í lifrabólgu tékk á fyrstu hæð Evrópuþingsins, alveg ókeypis! Hvernig er hægt að neita fríðum ítölskum konum sem spurja “Do you want to try?” og reyna að lokka mann inn í eitthvað herbergi til þess að taka lifrarbólgupróf.

Það er aldrei að vita hvað gerist næst.

Posted in Uncategorized