Píratar í Kópavogi

Ímyndum okkur samfélag þar sem maður getur tekið upp fartölvuna sína eða snjallsímann og fengið á skjáinn, á einfaldan hátt, stöðu sveitafélagsins í máli og myndum. Flett yfir bókhaldið, athugað stöðu verkefna, skoðað áætlanir, kostnað og fleirra sem tengist rekstri bæjarfélagsins. Sent inn hugmyndir, rætt um kosti og galla þeirra, mögulegar útfærslur og kosið um einstök málefni. Með öðrum orðum: Verið virkur þáttakandi í opnu og lýðræðislegu samfélagi. Ef þetta er eithvað sem þér lýst vel á, þá eru miklar líkur á að þú getir kallað þig Pírata.

Orðið Pírati er tiltölulega nýtt hugtak á Íslandi, en Píratar eru ekki bara stjórnmálaflokkur heldur samheiti yfir ákveðna hugmynd og afstöðu, til dæmis þá afstöðu að lýðræði er ekki eitthvað sem þú mátt iðka einu sinni til tvisvar á fjögurra ára fresti, heldur veruleiki sem fólk býr við. En til þess að breyta lýðræðinu þannig að það virki bara á fjögurra ára fresti yfir í raunverulegt lýðræði, þar sem allir geta tekið þátt, þá þurfum við að breyta pólitíkinni.

Staðreyndin er sú að við lifum við allt annan veruleika en við gerðum fyrir tíu til tuttugu árum síðan. Við lifum á tímum þar sem upplýsingar eru alls staðar, það er hægt að tala við nánast hvern sem er og lesa hvað sem er með tæki sem passar í buxnavasa. Við lifum á upplýsingaöld, á tímum þar sem fólk getur gert nánast hvað sem er ef viljinn er fyrir hendi, en það sem hefur vantað hingað er stjórnmálaafl sem endurspeglar þennan veruleika. Framtíðin er núna og það er kominn tími til þess að skila valdinu til fólksins. Það er kominn tími til þess að innheimta hið lýðræðislega lán sem valdhafar og embættismenn hafa tekið sér. Við erum þegar byrjuð á vettvangi Alþingis, en nú er komið að nærsamfélaginu, á sveitarstjórnarstiginu.

Það mun ekkert breytast með pólitík nema fólkið taki þátt og lykilinn að því eru lýðræðisumbætur, þær eru fyrsta skrefið. Lýðræðisumbætur geta þýtt algert gagnsæi í fjárhag sveitarfélagsins, aukið aðgengi fólks að ákvarðanatöku og forgangsröðun í málefnum þess. Lýðræðisumbætur fela það í sér að skipta út innantómum loforðum fyrir vel rökstuddan málflutning. Lýðræðisumbætur fela það í sér að treysta íbúum og koma fram við þá eins og fullorðið fólk. Með slíkum umbótum fylgir af sjálfsögðu ábyrgð, en ábyrgð er forsenda þess að við getum þroskast sem vel upplýst samfélag og gefur okkur verkfærin til að takast á við verkefni framtíðarinnar.

Posted in Uncategorized

Why Pirates?

Piracy has been perceived as a problem ever since the invention of the printing press and the first audio and/or video recording device. In those days data transfers were limited to our ability to transfer physical objects, and copies were limited to the number of available physical objects, and copying was limited to physical or mechanical labor, in other words;
the general availability and accessibility of data in any form was at best severely limited.

However those technologies were the first steps towards ending data scarcity.

Today data transfers are not dependent on physical objects per say except for the usage of a large global intricate network that has the ability to transmit data both in large quantities and high quality and is accessible to anyone anywhere at anytime, ushering in an age of data abundance.

Data is now freely available to all. That fact alone has caused a collision with a legal framework that is based on data scarcity. The problem is that the legal framework is being protected and its validity is argued by using data scarcity era economic principles which are inherently flawed as they do not acknowledge the current technological and social reality and thus try to revert the technological and social development in order to fit with their principles by introducing artificial restrictions and limitations to perpetuate data scarcity.

Thus effectively working against the the technological and social development of the human race, and doing so by vilifying all and any participation in the data abundance society as piracy and their participants as Pirates.

Posted in Uncategorized

Ég er Tecnocrati, því að mér finnst að hlutir eiga að virka.

Hvernig lætur þú klukku virka? Ekki viss,  þetta er voðalega einfalt, ekkert vesen þannig, maður einfaldlega gerir það ekki. Klukkan tifar með eða án nokkurar afskipta, ef hún er hönnuð til þess. En ef þú ætlar að búa til klukku eða gera við klukku þá er það allt annað mál. Fyrst þarf að skilgreina; Vitum við hvernig við gerum klukku? Hvert er markmiðið með klukkunni? Við hvað miðast klukka? Getum við notað þekkingu og getu okkar til þess að uppfylla markmiðið? Ef að svarið við síðustu spurningunni er “já” þá er rökréttast að búa til eithvað sem er einfalt í notkun, sem virkar fyrir sem flesta og í sem lengstan tíma því að það er þemað sem þessi tiltekni hlutur einkennist af; það vill engin klukku sem virkar bara í stutta stund, eða af og til.
Þetta er það sem mér finnst vanta þegar það er verið að hanna samfélag, og já það er verið að því meira eða minna daglega, við köllum það bara öðru nafni, eða pólitík. Nema hvað pólitík er ekki miðuð út frá hagsmunum samfélagsins til lengri tíma, heldur snýst hún um að koma hagsmunum einstakra hópa á framfæri með það að markmiði að ná fram sértækum lausnum fyrir hvern hóp fyrir sig, oft á tíðum með málamyndunum sem gagnast þeim aðilum sem semja um slíkt. Oftar en ekki á kostnað þeirra sem standa utan samningana. Og svo þurfa allir að láta þetta virka einhvernveginn. Hin pólitíska klukka væri ef til vill illlæsileg og ópraktísk, en það er allt í lagi þar sem hún mundi standa í stað megnið af tímanum þar sem enginn (allavega sem fólk nennir að hlusta á) berst fyrir því að láta apparatið virka í heild sinni. En þá vantar lika eitt. Hvert er markmiðið? Humm hvernig væri best að samfélag virkaði, án þess að það sé sérstaklega krafist yfirsýnar eða sérsktaks átaks til þess að hlutir virki. Einfalt, þannig séð. Lífshamingja.
Lífshamingja gæti verið fjöður gangverks samfélagsins og markmið safélagsins gæti verið að búa til og viðhalda aðstæðum sem stuðla að lífshamingju. Allt í lagi. Þá er spurningin: Vitum við hvernig við getum gert haminngjumiðað samfélag? Svarið er já, í dag er aragrúi af upplýsingum og rannsóknum sem sýna fram á hvað eykur hamingju fólks. Við hvað miðast samfélagið að því gefnu að markmiðið sé lífshamingja? Það miðast við fólk, einfalt. Getum við notað okkar þekkingu og getu til þess að uppfylla markmiðið? Svarið er Já, Klárlega!
Ef þú hefur lesið svo langt þá hefur þú eflaust hugsað annað hvort  “þetta meikar sens” eða “hvaða útópíska kjaftæði er þetta?” “er ekki allt í lagi með þig?” eða eithvað álíka. Jæja þetta er kanski útópískt en ekkert meira útópískt en að eiga lazy boy hægindastól (nema hvað að sá stóll er hugarástand frekar en hlutur). Og nei, það er ekki alltí lagi með mig, mér finnst samfélagið klikkað, og mer finnst það klikkun að vera heill á geði í klikkuðu samfélagi. En nóg með það hvar var ég, já lausnir, þær koma alltaf í lokin ef þær koma yfirleitt, nota bene að ég er í framboði þannig að það er lúxus lesning ef það er lausn í lokin. Og þegar ég segi: Lausn, þá meina ég tillaga, það er víst ekki gott að segja lausn í pólitík.  En já, lausnin er einföld; lýðræði! Þá meina ég alvöru lýðræði ekki þetta sem er niðursoðið í dós og geymt í 4 ár sem fólk svo man ekki hvað er og hendir svo… Ég meina ferskt, lífrænt ræktað lýðræði með alvöru bragði, þú veist þessum keim af ákvörðunartökurétti og með þennan sterka gegnsæja lit. Mig langar í svoleiðis.
Því að ólíkt klukku þá er samfélag lifandi, það er sjálfdrifið, fólk er markmiðsleitandi verur sem reynir að uppfylla grunnþarfir til þess að öðlast lífshamingju. Þess vegna skiptir máli að við höfum lýðræði sem endurspeglar einstaklinga hverju sinni og þar að leiðandi samfélagið í heild og þess vegna er ég ekki bara tecnocrati heldur líka Pírati, því Píratar vilja láta samfélagið virka og þeir vita hvernig. Þeir gera það einfaldlega með því að hlusta á fólk vinna með fólki, gefa fólki það sem það þarf til að samfélagið starfi eðlilega án þess að krefjast séstakra afskipta. Því að þegar allt er á botninn hvolft þá snýst þetta ekki um meiri eða minni ríkisafskipti, heldur að búa til samfélag þar sem fólki líður vel.

Posted in Uncategorized

Við erum öðruvísi :)

Við Píratar höfum lent svolítið í því að vera á gráu svæði almennrar skilgreininga á hvað við erum og hvað við erum ekki. Við erum á vissan hatt að blanda saman ýmsum stjórnmálahugmyndum og stefnum og líka búa til nýjar, það er voðalega erfitt að segja til um hvað er hvað þegar eitthvað er byggt á mörgum mismunandi hlutum. Stjórnmálastefnur, hvort sem er hægri/vinstri eða hvað annað sem fólk vill kalla það, eru samansafn af hugmyndum og nálgunum. Það sem Píratar gera er að skoða hverja stefnu og hugmynd fyrir sig og velja það besta, okkur tekst það með samvinnu, vandaðri upplýsingaöflun og gagnrýnni hugsun, sauma þetta allt saman með þeim hugmyndum og heimspeki sem hafa sprottið upp og orðið til með tímanum og tækninni. Hugmyndir á borð við húmanisma og samvinnu einstaklinga, sú hugmyndafræði kristallast í þeirri nálgun að það þarf að vinna með fólki ef við ætlum að ná árangri, hvort sem það sé sem samfélag eða sem einstaklingar. Tæknin hefur gert okkur kleift að sjá skýrar hvað við getum gert sem hópur fólks, hvað við getum gert sem einstaklingar, hvar geta eins endar og annars byrjar  og aukið þannig árangur.
Við erum einstaklingar sem saman mynda samfélag. Án einstaklinga er ekkert samfélag, það er engin uppbygging, engin þróun. Án samfélags hefur einstaklingur hvorki hlutverk né öryggi og fær ekki útrás fyrir því sem hann eða hún hefur fram að færa. Samfélag er framlenging á okkur sem einstaklingum og út af því getum við ekki lagt áherslu á eitt á kostnað hins án þess að það komi niður á bæði einstakingnum og samfélaginu.
Þröngt skilgreindar stefnur eiga ekki lengur við í upplýstu samfélagi og sértækar aðgerðir gagnast ekki lengur í síbreytilegu samfélagi. Þess vegna er frelsi einstaklingsins svo mikilvægt, að hann hafi svigrúm til þess að móta samfélagið að þeim veruleika sem við búum við hverju sinni. Og þess vegna er svo mikilvægt að samfélagið hlúi að einstaklingnum,  til að hann geti uppfært samfélagið að nýjum veruleika án þess að þurfa að fórna sér við það að uppfylla ábyrgð sína gagnvart samfélaginu. Þess vegna er mikilvægt að samfélagið uppfylli sína ábyrgð. Við þurfum að geta treyst samfélagi og einstaklingum og með því að veita þeim það traust og þau verkfæri til þess að sinna skyldum sínum og ábyrgð þá getum við hjálpast að að búa til veruleika sem við viljum öll.
Þetta er ekki ný hugmynd en hennar tími er kominn. Við eigum það inni hjá okkur að treysta okkur sjálfum  til þess að við getum í eitt skipti fyrir öll stigið skrefinu lengra, brotið okkur úr viðjum þröngra skilgreininga og takmarkaðra lausna. Við eigum það inni hjá okkur að reisa seglin hátt og sigla rösklega, ákveðið og með höfuðið hátt inní framtíðina, á vit ævintýra og tækifæra, í leit að fjársjóðum æskunnar með áttavita visku fortíðar, með ævintýraþrá Pírata.

Posted in Uncategorized

Eru bankarnir heilagir?

Lánamál eru ofarlega í hugum margra í komandi kosningum og hafa ýmis framboð lagt vinnu við að reyna að rétta skuldastöðu heimilanna í landinu. Hinsvegar virðist það vera útfært á þann veg að það sé einskonar náttúrulögmál að bankarnir fái allt sem fólk skuldar þeim. Svosum allt fínt og flott, nema hvað að árið 2008 varð hrun. Það varð forsendubrestur á markaðnum eins og hann leggur sig, að mestu leyti einmitt vegna bankanna eða öllu heldur bankakerfisins. En það er ekki vinsælt að kenna þeim um, ekki á meðan fólk var í stríðum straumum að kaupa flatskjái og nýja ristavél og hvað eina, það var ekki eins og einhver hafi varað við þessu, allavega enginn sem var vert að hlusta á. Ég meina, þeir voru með fullt hús stiga frá flottum fyrirtækjum, og tæplega enskumælandi bankastjórar voru í gríð og erg að monta sig við erlendar stafrófs sjónvarpstöðvar um íslenska efnahagsundrið, sem virtist vera óháð öllum hefðbundum lögmálum. En síðar kom í ljós að það var útaf því að þeir fóru ekki eftir neinum hefðbundum reglum. Tóku lán til þess að kaupa fyrirtæki, lán hjá sjálfum sér til að kaupa í sjálfum sér til þess að auka eiginfjárstöðu og verðmæti á markaðnum. Svo tóku þeir lán fyrir þeim lánum og koll af kolli. Mjög sniðugt, ef þú værir að spila Monopoly og markmiðið væri ekki að vinna heldur að tapa með stíl.

Málið er að bankakerfið er hannað af bönkum fyrir banka, og það virkar mjög vel… fyrir banka. Restin er alls ekki í svo góðum málum. En viti menn, nýfrjálshyggjuflokkarnir, þessir sem einkavæddu bankana í den og komu meira og minna í veg fyrir að auðlindir væru nýttar í þágu almennings og hvað eina sniðugt, eru með fína lausn á þessum vanda. Það er í grunninn að láta ríkið borga, klikkað gæti virkað, þetta er allavega kúl, flott loforð, uhm við almenningur erum í vanda og lausnin er að við ríkið (almenningur) borga lánin, brilliant, í stað þess að borga lánin þá lánum við okkur pening til þess að borga lánin, æðislegt. En bíddu hvað með bankana? Af hverju eru þeir stikkfrí í þessu máli… af hverju er ekki bara fært niður lánin og láta þar við sitja? Byrjað uppá nýtt? Ég meina, hlutainnistæðukerfið byggir á því að þú getur lánað margfalt á við innistæðu. Í öðrum orðum, lánað pening sem er ekki til með því takmarki að fá hann til baka með vöxtum… sem eru heldur ekki til… og hvernig borgum við þá vextina… já auðvitað með lánum sillí mí. Það er ekki eins og að taka lán fyrir lánum væri slæmt, ég meina það virkaði 2007… ekki mikið eftir það en allavega þá, þannig að þetta hlýtur að vera ókei. Bankarnir hljóta að bjarga okkur þá næst fyrst að við björguðum þeim síðast er það ekki…

En hvað með að fara í rót vandans. Brjóta upp bankakerfið og minnka það. Málið er að bankarnir eru ekki of stórir, heldur er íslenskt samfélag of lítið. Þess vegna verður að minnka þá. Það verður að koma fram heildar endurskipulagning á bankakerfinu. Það þarf að hanna það að samfélaginu en ekki að bönkunum. Við þurfum kerfi sem stuðlar að verðmætasköpun en ekki að innantómum hagvexti, hagkerfi sem byggir á fólki og mannauð, ekki einhverjum tölvuleik sem á sér stað í kauphöllinni þar sem markmiðið er að fá eitthvað high score. Við þurfum Jákvæða Peninga, við þurfum að fá heildarinnistæðu bankakerfi sem vex í takt við samfélagið, ekki án þess eða þvert á það. Málið er að í dag er verið að halda uppi vitfirringu sem raunveruleika. Sem er að við verðum að borga bönkunum, annars gerist eitthvað hræðilegt, eins og átti að gerast með Icesave ef við borguðum ekki. Vondikallinn með ósýnilegu hendi markaðarins myndi hrifsa frá okkur allt sem… ja bara allt… sem er gott og fínt og flott… rökin eru u.þ.b svona allavega, allavega frá bönkunum séð.

En er ekki komið nóg…? Er ekki komið nóg af hræðsluáróðri, gylliboðum, gerfilausnum. Er ekki komið nóg af því að fæða fenrisúlfinn. Það tala allir um að fá lausn fyrir heimilin, en lausnin fyrir heimilin er ekki krónur og seðlar. Það er að geta lifað óttalaus og öruggur, óttalaus við að vera ekki numinn af brott af þínu eigin heimili og öruggur um að hafa áhyggjulausa framtíð. En það gerist ekki á meðan við höfum svona bankakerfi sem elur á ótta og óöryggi. Sem hreinlega sýgur lífið úr fólki og tryggir að fólk verði alla ævi skuldsett ef það vill eiga heimili. En málið er að bankakerfið er bara kerfi, bara eins og að spila nolo í félagsvist eða eitthvað álíka, þetta er ekki heilagur sannleikur, þetta er ekki eithvað sem er fest í stein að eilífu. Það eru til betri lausnir eins og ég bendi á hér að ofan. Það þarf ekki að borga bönkunum. Þeir þurfa að kyngja því að þeir tóku áhættu, þó að það þýði að þeir þurfi að loka útibúi eða tveim. Það er eðlilegt og ekkert að því. Það kannski verður til þess að þeir fari að hugsa sinn gang og fari að taka jákvæðan þátt í samfélaginu.

Posted in Uncategorized