Rafrænt Einelti

Í gegnum tíðina hefur einelti talist hluti af mannlegum raunveruleika, ein af þeim þrautum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni án þess að teljast sérstakt samfélagsmein sem þyrfti að taka á. Á síðustu áratugum hefur þessi skoðun breyst og nú telst einelti í skólum vera mjög alvarlegt vandamál sem krefst lausnar. Með nýrri tækni hefur birtingarmynd eineltis þróast í miskunnarlaust skrímsli sem ekki er að finna neina einfalda lausn á.

Internetið hefur skapað fjölmarga kosti fyrir fólk og hefur í raun gjörbylt samfélaginu okkar en það hefur einnig sínar slæmu hliðar: rafrænt einelti og ofbeldi. Samfélagsmiðlar, farsímar og vefsíður eru oft notuð, sérstaklega af ungu fólki, til að leggja jafnaldra í einelti. Ólíkt hefðbundnu einelti þá er ekki hægt að flýja rafrænt einelti með því að hlaupa heim, eða ganga í burtu frá árásaraðilanum. Gerendur eineltis eiga möguleika á að sækja á fórnarlömbin án þess að þurfa að horfast í augu við þau og sjá tilfinningaleg viðbrögð þeirra. Þegar viðbrögð eru persónulega sýnileg gefa þau gerandanum tækifæri til að átta sig á því að hann hefur gengið of langt og að athugasemdir hans hafa sært.

Ímyndið ykkur hversu auðvelt það er fyrir annars góðviljaða krakka að ganga hreinlega of langt í „hrekknum“ vegna þess að þeir hafa enga leið til þess að meta skaðann fyrr en um seinan. Þetta er gífurlega skaðlegt fyrirbæri, ekki bara fyrir þolendur heldur einnig fyrir gerendur eineltisins sem vakna upp við vondan draum þegar þeir hafa valdið einhverjum verulegum skaða.

Það er augljóslega brýn nauðsýn að fræða komandi kynslóðir um rétta notkun á internetinu, notkun sem stuðlar að virðingu, skilningi og ábyrgð, en þar sem eplið fellur sjaldan langt frá eikinni velti ég því fyrir mér hvort við, sem hönnuðir og þátttakendur í samfélaginu, berum ekki hluta af þessari ábyrgð. Eins og á öðrum stöðum í samfélaginu er lögð rík áhersla á samkeppni í skólakerfinu okkar. Er „survival of the fittest“-stefnan að leiða okkur í átt að þeirri virðingu, skilningi og ábyrgð sem við erum að sækjast á eftir?

Samkeppni í skólastofunum myndar stéttaskiptingu milli gáfaðra og „tossa“, vinsælla og óvinsælla, „kennarasleikja“ og ólátabelgja, skapar ferli sem gerir krökkum erfitt fyrir að skilja hvert annað. Afbrýðissemi á leikvellinum og inni í skólastofunum er oftar en ekki drifkraftur eineltis – ýmist ástæða til að niðurlægja aðra eða upphefja sig. Alltaf er þetta kapphlaup um viðurkenningu annarra sem tekur á sig birtingarmynd „Like“ á Facebook eða ögrandi „snapchat“-mynda. Ef markmiðið er að skapa hvata innan skólakerfisins til að efla samvinnu og samkennd þá virðist það vera frekar borðleggjandi að samkeppnin vinni ekki með okkur heldur virki frekar til að draga fram verstu einkenni í eðli barnanna okkar.

Posted in Uncategorized

Loforðin, ágiskun?

Forsætisráðherra sagði nýlega stjórnarandstöðuna  ”vera bara á móti” (http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP22698) tillögum um leiðréttingu á forsendubresti. Einhverjir í stjórnarandstöðunni eru víst tilbúnir til þess að ljúga um hvað leiðréttingartillögunar þýða meira að segja.  Hvort sem það er rétt eða ekki þá er það mjög áhugaverð fullyrðing.

Sigmundur Davíð er einnig mjög viss um tillögur stjórnarinnar, er viss um réttmæti og þvíumlíkt. Ef satt skal segja þá vona ég að honum takist ætlunarverk sitt. Annað væri verulega leiðinlegt, ekki bara fyrir stjórnina – heldur fyrir vel flesta landsmenn. Þess vegna langar mig að segja, svona áður en þessar tillögur koma allar í ljós – að hvernig það er borgað fyrir þessa leiðréttingu skiptir öllu máli. Ef kröfuhafar gömlu bankanna borga fyrir brúsann, eins og kosningaloforðið kveður um – alvöru frábært. Ef peningarnir koma úr ríkiskassanum, af þínum og mínum skattpeningum – kaldhæðnislega frábært.

Þess vegna vona ég, fyrst Sigmundur er svona viss í sinni sök, að við fáum öll að sjá hvaðan peningarnir koma. Að við fáum að sjá öll þau gögn sem leiddu til þessarar ákvörðunar Sigmundar og félaga í stjórninni. Ekki vegna þess að ég efast um túlkun þeirra á gögnunum, heldur til þess að koma í veg fyrir að ég nýti röng gögn til þess að gagnrýna eða styðja ákvörðunina. Til þess að koma í veg fyrir að ég ljúgi (óvart) af því að ég hef einfaldlega ekki öll gögn málsins. Til þess að koma í veg fyrir að ég þurfi einfaldlega að giska á hvort þau hafi rétt fyrir sér eða ekki.

Semsagt, ég kem til með að gagnrýna leiðréttingartillögurnar ef þær:

 1. Eru ekki greiddar af kröfuhöfunum
 2. Ef ég fæ ekki aðgang að öllum gögnum málsins

Ef ég fæ aðgang að öllum gögnum málsins þá er hægt að skoða mjög vel hvort gagnrýni mín er á rökum/gögnum reist. Þá sést berlega hvort ég er að giska eða ljúga. Getur Sigmundur sannfært mig um að hann sé ekki að giska eða ljúga? Kemur í ljós.

Það er ekkert að fara að gerast (nema þegar það gerist)

Nýlega fór í gegnum Alþingi frumvarp sem gaf Hagstofu Íslands auknar heimildir til söfnunar persónuupplýsinga. Upp komu raddir um að þeim gögnum gæti verið misbeitt eða lekið en það var sussað á það með þeim svörum að í fyrsta lagi væru gögnin dulkóðuð og í öðru lagi að engin ástæða væri til að ætla að það fagfólk sem eru embættismenn Íslands myndi stunda slíkt. Svona til að þagga niður í áhyggjunum var síðan bætt inn refsiákvæði upp á tveggja ára fangelsisvist fyrir það að misnota þessar upplýsingar.

Varðandi dulkóðunina þá er þar um að ræða einfalda skráarflokkun, þar sem upplýsingar fá annað gildi – en ef lykillinn lekur með upplýsingunum eða ef nógu mikið af þeim kemst í rangar hendur má gefa sér að hægt sé að lesa úr þeim með einföldum samanburði við aðrar upplýsingar sem orðið hafa fyrir sömu skráarflokkun. Það er hins vegar erfitt að koma með gagnrýni á öryggi þessarar dulkóðunar vegna þess að öryggiskerfi Hagstofunar eru ekki opinn hugbúnaður og lítið liggur fyrir um öryggismálin þar opinberlega almennt. Máske að þau séu samt klúðursminni en bókhaldskerfi ríkisins

Annað er það að persónuupplýsingar eru skyndilega lekanlegar! Svo virðist að ef persónuupplýsingar geta verið notaðar sem pólitískt útspil þá sé lítil hindrun til staðar gegn því að slíkt gerist, jafnvel þótt sá sem lekur þeim geti hlotið allt að þriggja ára fangelsisvist sem refsingu.

Þegar allsherjarnefnd ræddi þessi mál fékk hún til sín ýmsa álitsgjafa og var meðal annars aðili sendur frá Seðlabankanum. Þau hjá Seðlabankanum töldu þessa söfnun fyrirtaks framtak, nefndarmönnum var tjáð að slíkar upplýsingar mætti nota til viðamikils fjármálaeftirlits og jafnvel meira til. Auðvitað er þetta ekki tilgangurinn með þessum lögum en það er gott að hafa svona bak við eyrað, að þegar upplýsingum hefur verið safnað á annað borð verða alltaf til aðilar sem eru áfjáðir í að komast í þær.

Lekinn varðandi Evelyn Glory Joseph og Tony Omos var heldur klaufalegur og frekar áberandi hvernig að honum var staðið. Ég myndi ætla að fólk læri af mistökum sínum og næst þegar það á að misnota persónugögn þá munu ummerki þess vera ósýnilegri og betur gætt að öryggi þeirra sem sitja á bak við tjöldin og misnota stöðu sína…

…nema að eitthvað gerist.

TAFTA – Hvað getum við gert?

Trans-Atlantic Free Trade Agreement væri hægt að skammstafa sem TAFTA. Hinsvegar, þá minnir þessi skammstöfum óþarfalega mikið á ACTA. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá gekk ACTA ekkert sérstaklega vel og var hafnað í Evrópuþinginu eftir mikil mótmlæi víðsvegar um Evrópu, sér í lagi Póllandi. TAFTA gengur líka undir öðru nafni, Transatlantic Trade and Investment Partnership, TTIP. Það er engin tilviljun að TTIP er skammstöfunin og nafnið sem stjórnmálamenn vilja nota um þetta, og þeir sem eru fylgjandi TAFTA, þar sem nafnið er jákvætt. “Partnership” er jákvætt orð, “investment” er jákvætt orð, TTIP sem skammstöfun er frábrugðin ACTA. Nafnið er heldur ekki eins lýsandi og “transatlantic free trade agreement”. Hvað þýðir “investment Partnership”? Hvað þýðir “trade partnership”? Þarna er verið að leika sér með orð til þess að blekkja óþjálfað augað og sannfæra fólk um að þetta sé “gott” og jákvætt.

TAFTA er að öllum líkindum mjög slæmur samningur. Afhverju er ég að fullyrða það? Í fyrsta lagi þá hafa samningaviðræður farið fram undir luktum dyrum innan framkvæmdaráðsins. Við vitum ekki hvað er verið að ræða um, á hvaða forsendum er verið að ræða þetta, hvaða gögn liggja fyrir, hvernig heimildavalið er og svo mætti lengi telja. Gagnsæi við samningaviðræðurnar er því lítið sem ekkert, sem aftur á móti hefur valdið því að einstaka starfsmenn framkvæmdaráðsins hafa lekið út upplýsingum og gögnum varðandi ferlið. Wikileaks birti eina útgáfu af samningnum á síðu sinni en það er ekki hægt að segja með vissu á hvaða stigi þessi útgáfa er, en hinsvegar þá gefur þetta til kynna hvernig samningsaðilar eru að hugsa. Er þetta endanlegi samningurinn? Nei. Þetta á eftir að fara í gegnum umræður í framkvæmdaráðinu, svo verður þtta sent til Evrópuþingsins þar sem þetta fer í umræður þar, síðan í kosningar þar. Núna er ég bara að tala um Evrópusambandshliðina á þessum samningi, enda hef ég lítið vit á því hvernig Bandaríska hliðin á þessu virkar.

Það er ekki enn sem komið er hægt að fullyrða neitt um samninginn sjálfan fyrir utan það að gagnrýna vinnulagið. Píratar eru að mæla fyrir auknu gagnsæi í stjórnkerfinu — það þýðir einmitt að svona samningar eiga ekki að vera skrifaðir baki luktum dyrum fjarlægra stofnana. Ástæðan er einföld: Við þurfum að geta veitt stjórnmálamönnum aðhald á öllum stigum ferlisins, ekki bara þegar það kemur að því að segja já eða nei. Lýðræði snýst um svo miklu meira en það.

.Hvað getum við gert? Mjög takmarkað þangað til að við vitum almennilega hvað er í gangi. Þetta sem lak hjá WL er ekki endanlega útgáfan af þessu.

Það sem er hægt að gera er eftirfarandi:
1. Þrýsta á fólkið sem er að vinna innan framkvæmdaráðsins (EC) að hætta að vinna á þessu eða leka upplýsingum líkt og hefur gerst.
2. Þrýsta á framkvæmdastjóra evrópusambandsins um að slíta þessum viðræðum, sér í lagi eftir Snowden lekana.
3. Þrýsta á European council um að stöðva þessa samningaviðræðu af sömu ástæðum og að ofan.
4. Bíða eftir því að þetta kemur út og fer fyrir Evrópuþingið, fer í umræðu eftir umræðu þangað til að þeir kjósa um þetta, gera Evrópuþingmennina hrædda  með því að mótmæla og láta þá hafna þessu.
5. Ganga í Evrópusambandið svo við gætumg ert eitthvað af þessum fjórum punktum sjálf, á okkar ráðamenn og þingmenn sem væru að vinna fyrir okkur.

Það er fólk að vinna að þessu. Ef þú vilt styrkja NGOs sem eru að lobbýa í Evrópusambandinu gegn þessu þá mæli ég með EDRi, La Quadrature du Net og Access Now. Allt eru þetta samtök sem berjast fyrir réttindum fólks í raunheimum og vefheimum, fyrir copyright reform, gagnsæi og friðhelgi einkalífsins. Þau hafa verið að fylgjast eins mikið með TAFTA og hægt er.

Á meðan við erum ekki í Evrópusambandinu þá er mjög takmarkað sem við getum gert pólitískt innan kerfisins. Hinsvegar, þá getum við stutt við bakið á samtökum sem eru að veita stjórnmálamönnunum okkar aðahald. Já, okkar þótt þeir séu í Evrópusambandinu, þeirra lög koma okkur líka við.

Góðar stundir.

Posted in Uncategorized

Why Pirates?

Piracy has been perceived as a problem ever since the invention of the printing press and the first audio and/or video recording device. In those days data transfers were limited to our ability to transfer physical objects, and copies were limited to the number of available physical objects, and copying was limited to physical or mechanical labor, in other words;
the general availability and accessibility of data in any form was at best severely limited.

However those technologies were the first steps towards ending data scarcity.

Today data transfers are not dependent on physical objects per say except for the usage of a large global intricate network that has the ability to transmit data both in large quantities and high quality and is accessible to anyone anywhere at anytime, ushering in an age of data abundance.

Data is now freely available to all. That fact alone has caused a collision with a legal framework that is based on data scarcity. The problem is that the legal framework is being protected and its validity is argued by using data scarcity era economic principles which are inherently flawed as they do not acknowledge the current technological and social reality and thus try to revert the technological and social development in order to fit with their principles by introducing artificial restrictions and limitations to perpetuate data scarcity.

Thus effectively working against the the technological and social development of the human race, and doing so by vilifying all and any participation in the data abundance society as piracy and their participants as Pirates.

Posted in Uncategorized

Ég skil! Skuldaskil.

Ég hitti Jón Gnarr og Unni Margréti Arnardóttur í ráðhúsinu í september sl. og sagði þeim í punktastuttu máli frá nokkrum hugmyndum sem ég hef um aukinn stuðning borgarinnar við skuldara.

Hér að neðan eru punktarnir sem ég hripaði niður fyrir borgarstjórann og verkefnisstjórann. Það er vont að vera skuldari – og enn verra þegar líka stendur yfir glíma við sjúkdóma og/eða aðra erfiðleika sem þvælast fyrir skuldaskilum.

Hugmyndir um sérstakan stuðning við skuldara sem eru:

► með skerta ákvarðanagetu, minni, athygli, framkvæmdagetu, hreyfigetu eða einfaldlega skítblankir

 

Til dæmis vegna þess að þeir eru:

• heimilislausir

• fíklar

• fatlaðir

• útlenskir

• með athyglisbrest

• geðsjúkdóma

• á einhverfurófi

•aldraðir

• fátækir

• atvinnulausir

• með þungt heimili

• eina fyrirvinnan

• með dyslexíu

• með síþreytu/vefjagigt, aðra sjúkdóma eða raskanir sem valda þreytu, heilaþoku, frestunaráráttu og/eða hreyfierfiðleikum

• kokteill af þessu

 

Skuldasvið borgarinnar: Starfsmenn sem taka hlýlega á móti fólki og fara yfir kringumstæður ef þurfa þykir (sum smærri mál hægt að leysa í símtölum, sms, email, facebook …)

 og bjóða lausnir, til dæmis:

 

• mentor (skipulagstæki og tól, og/eða áframhaldandi mannlegan stuðning, svo sem markþjálfun)

• niðurfellingu dráttarvaxta og/eða lögfræðikostnaðar

• niðurfellingu skulda

• lengri tíma til að borga skuldir

• að skuldari borgi með samfélagsþjónustu

• námskeið í skuldaskilum

 

 

Skuldari leggur sitt af mörkum eins og honum framast er unnt svo sem að standa við nýtt samkomulag, mæta í endurhæfingu, vera jákvæð/ur gagnvart tillögum …

 

Fyrirbyggjandi:

1.      Jákvæðar, styðjandi áminningar: gsm/facebook/heimasími/tölvupóstur/bréf/heimsókn

2.      Lengri greiðslufrestur áður en álögur koma til, og fleiri áminningar.

—-

Jón og Unnur tóku ágætlega í þetta og mér heyrðist Jón ekki síst spenntur fyrir hugmyndinni um að greiða niður skuldir með samfélagsþjónustu. Ég er auðvitað hrifin af henni líka og myndi óska fyrir eigin hönd að ég fengi markþjálfa með loftpressu inn á heimilið til að bora inn í mig skuldaskipulag. Þrátt fyrir góðan ásetning og mikinn greiðsluvilja (orð sem var rifjað upp á fundi nýverið við mikla en blendna kátínu) á ég enn í vandræðum með að borga skuldirnar mínar á réttum tíma. Þótt það sé oft vegna “slæmrar lausafjárstöðu” þá er athyglisbrestur líka algengur sökudólgur. Á endanum sit ég svo uppi með himinháar bílastæðasektir og annað skuldakyns í leikhúsi fáránleikans. Það kemur loks að því að þetta reddast reddast ekki lengur og þá eru góð ráð (allt of) dýr. Ég vona innilega að hugmyndirnar mínar rati lengra. Yfir til þín, Jón.

Posted in Uncategorized

Píratar og tekjur listamanna

Nýlega gagnrýndi Svavar Knútur Pírata fyrir að hafa skoðanir á því hvernig tónlistarmenn eigi að afla sér tekna þar sem Píratar eru, upp til hópa, ekki atvinnutónlistarmenn, og hafa því ekki forsendur til að vera að vasast í því hvernig þessi hópur fer að því að afla sér tekna. Hann segir að það fólk sem lifir og hrærist í þessum iðnaði og hefur hvað mestra hagsmuna að gæta í honum sé það fólk sem skilur þessi mál hvað best því það þarf að reyna þau á eigin skinni. Þetta er að mestu leyti frekar sanngjörn gagnrýni og upp til hópa hafa Píratar verið frekar sammála þessu viðhorfi. Með einni mikilvægri undantekningu þó: við viljum ekki að tekjur listamanna séu notaðar sem afsökun fyrir því að netinu sé stjórnað af gerræði, sem við erum algjörlega sannfærð um að sé í raun eina leiðin til að bregðast við ólöglegri stafrænni afritun og dreifingu ef fara á þá leið. Það þyrfti sumsé að fara alla leið með þetta og slíkt gengur hreinlega ekki. Vandinn er bara sá að um leið og við Píratar tökum þessa afstöðu erum við krafin um að finna lausn á þeim vanda sem er ólögleg afritun og dreifing. Þetta er vandamál sem hefur verið til staðar frá upphafi stafrænna verka og það er enn engin haldbær lausn í sjónmáli þó Píratar séu allir að vilja gerðir.

Sumir segja ólöglega afritun og dreifingu vera þjófnað. Sú afstaða er skiljanleg en þó ekki alveg rétt. Þegar afritunin á sér stað missir afritarinn ekki sitt eintak og verður ekki fyrir þeim missi að hans eintak hverfi í hendurnar á öðrum. Ætlunin með að nefna þetta er ekki að gera lítið úr þeim skaða sem þetta getur valdið heldur að benda á eðlislægan mun á afritun annars vegar og þjófnaði hins vegar. Skaðinn sem getur orðið af þessu athæfi er tekjuskerðing listamannsins í formi minnkandi sölu. Önnur hegðun sem getur valdið tekjuskerðingu höfundar og framleiðsluaðila er lánveiting. Þegar einn aðili lánar öðrum hlut þá koma aðilarnir þar í veg fyrir líklega sölu á svipuðum muni. Lánveiting er samt einnig ólík afritun í eðli sínu, vegna þess að lánveitandi missir tímabundið yfirráð yfir vörunni á meðan hún er í láni. Þó svo að lánveiting sé algeng og samfélagslega viðurkennd hegðun þá þýðir það ekki að hún sé nauðsynlega í eðli sínu siðferðislega réttlætanleg. Það er meira að segja auðveldlega hægt að rökstyðja að svo sé ekki. Ástæða þess að það hefur aldrei komið til tals að banna lánveitingar er tvíþætt. Fyrst og fremst er það vegna þess að slíku banni væri ógerlegt að framfylgja nema að litlu leyti. Í öðru lagi myndu nauðsynlegu ráðstafanirnar sem settar væru til að framfylgja slíku banni fela í sér óásættanleg inngrip í friðhelgi einkalífsins. Það er eitt að fylgjast með sínum eigin eigum og passa upp á þær en það er allt annar handleggur að fylgjast með öllu samfélaginu. Hið síðara yrði að gera á netinu til að sporna gegn afritun rétt eins og það yrði að gera það úti í raunheimunum til að sporna gegn lánveitingum. Það má setja ólöglega afritun einhvers staðar á milli lánveitinga og þjófnaðar en öll þessi athæfi geta verið tekjuskerðandi fyrir framleiðandann.

Píratar hafa verið duglegir við að nefna það að markaðurinn hefur getað aðlagast nýrri tækni hingað til og þrátt fyrir að viðskiptalandslagið sé í mótun er staðan ekki sú að listamenn séu að verða fyrir skerðingu í víðara samhengi. Það eru að þróast nýir viðskiptahættir og þó að þeir séu ekki gallalausir þá voru þeir gömlu það ekki heldur. Þróunin sýnir samt að fólk eyðir jafn miklu nú – ef ekki meiru – en það gerði áður í afþreyingarefni.

Margir listamenn eiga erfitt með að sætta sig við þessa þróun; með að horfa upp á  að það er fólk sem er að gera hluti sem mögulega valda þeim tekjuskerðingu. Ég get vel skilið að þeim finnist það sárt að einstaklingar borgi þeim ekki en njóti samt afraksturs vinnu þeirra. Ég gæti líka skilið ef skóflugerðarmaður væri sár yfir því að fólk stundaði það í stórum stíl að kaupa skóflur og lána þær oft til annarra. Þrátt fyrir það myndi ég aldrei vilja leyfa skóflugerðarmanninum að setja örflögu á allar skóflur til að hann gæti passað upp á skóflunotkunina hjá öðrum. Það væri aðgerð sem ég myndi berjast gegn. Ég er samt ekki með neinar hugmyndir um hvernig eigi að koma í veg fyrir lánveitingar. Skóflusala er ekki mín sérfræðiþekking og því best að ég tjái mig ekkert um hana. Sumir myndu benda á að ef fólk fær lánaða skóflu eykur það líkurnar á því að það kaupi sér skóflu sjálft seinna. Ég þykist ekkert vera ofar skóflusalanum í heimspeki eða siðferði eða betri viðskiptamaður en hann. Það eina sem ég er að segja er að þrátt fyrir mögulegan tekjumissi er fáránlegt að fylgjast með öllum skóflum.

 

Rick Falkvinge & censorship

I was baffled by the blogpost of Rick Falkvinge, the notorious “leader” advocating for Christian Engström as the leader of the forthcoming European Parliamentarian election. And what’s his biggest reason? Falkvinge gets his daily bread from Engströms. I was baffled by his audacity to mention that the fact that HE got his money from Engströms pocket was the biggest reason why people should choose Engström. This is not pirate way to go. Pirates should not make decisions based on where the money comes from, but who is the most qualified.

Pirates advocate that censorship is bad. However, Rick deleted few comments and critizism on his blog, mine included and left the following note:

 

Rick Falkvinge
November 4, 2013 – 20:13
(If you want to campaign for the other candidate, use your own damn blog. A number of rude comments deleted.)

Since I greatly believe that political critizism should never be censored in order to encourage an open debate, I here publish my comment to Falkvinge:

” However, only one of them funds my keynoting, writing, and evangelizing that gives ripples worlwide, and that’s Christian Engström.”
Seriously. This is bad pirate politics. In fact, this is horrendous politics. You want Engström on the top because he pays you money. You want him on top because he is the access for your own financial stability.
That’s not how we should select the top candidate as pirates. It is not about money, it is not about gender, haircolour, skincolour or what movies you prefer. This is about who is dong the best politics. And Amelia has been way more successful, being one of the youngest MEP to take seat in the parliament and has, in incredible short time worked towards real pirate values, understanding what should be the limits of technology within a moral framework. How far should one go.

I’m sorry Rick. We don’t need you. The Pirate movement has grown and your input, however charming it is, is not needed if you want to do politics in the name of money and fame.

Swedish Pirates, please step up in your game. This is not cool.

Posted in Uncategorized

Samsláttur Hönnu Birnu

Það er algengt í stjórnmálum að tvennu sé slegið saman – einu góðu, og einu slæmu – í þeim tilgangi að rugla alla umræðu, afvegaleiða skynsama hugsun, og flækja mál. Stundum, en þó ekki alltaf, kemur slíkur samsláttur til af því að þeir sem að samslættinum stóðu gerðu sér ekki grein fyrir því að um tvennt aðskilið væri að ræða. Ég veit ekki hvort um vísvitandi verk eða slys hafi verið að ræða í tilfelli margrædda frumvarpsins hennar Hönnu Birnu, en mér var kennt að ég ætti aldrei að gruna fólk um illsku þegar heimska er fullnægjandi skýring.

Frumvarpið sem um ræðir inniheldur ekki nema þrjár greinar. Sú þriðja er formsatriði varðandi gildistöku, og eru því greinarnar í raun tvær sem skipta máli. Það sem frumvarpið gerir er líka tvennt – en þó ekki þannig að það sé hægt að segja að önnur greinin geri eitt og hin greinin annað. Sjáið til:

Fyrsta greinin bætir eingöngu einu orði við upptalningu: orðið “kynvitund” er skeytt inn í 180. grein almennu hegningarlaganna á eftir orðinu “kynhneigð”. Þetta er gert vegna þess að þrátt fyrir að allir eigi að njóta verndar í öllu samkvæmt lögum, þá virðast lögskýrendur hafa einstakt lag á því að túlka “allir” og “allt” á hátt sem nær ekki yfir allt, og því hefur myndast hefð í kringum það að telja til þau atriði sem við viljum alls ekki að þau undanskilji þegar mikið liggur við. Það er bæði sjálfsagt og gott að bæta kynvitund þar inní – þó fyrr hefði verið.

[Athugasemd bætt við korteri seinna: Már Örlygsson benti mér réttilega á að stóra breytingin sem 2. greinin leggur til felst í málfarsmuninum á “hæðist að” og “ræðst að með háði”. Það er rétt hjá honum – ég er greinilega farinn að ryðga í íslenskunni á því að vera svona lengi í útlandinu. Þessi málfarsmunur er einn og sér nægur til að réttlæta allar breytingarnar sem ég legg til fyrir neðan…]

Þá er það önnur greinin. Annars vegar skeytir hún sama orðinu, “kynvitund” inn í 233. gr. a., í lögunum – sem er stórfínt með nákvæmlega sömu rökum: það að lögskýrendum er ekki treystandi til að skilja hugtakið “allir”. Gott og vel. Hinsvegar, sem er verra, skiptir greinin út orðunum:

 • “Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.”

fyrir orðin:

 • “Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.”

Þar sem enginn ágreiningur ríkir um upptalninguna ætla ég að taka upptalninguna út í hvoru tilvikinu fyrir sig:

 • “Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna [UPPTALNING] sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.” 
 • “Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna [UPPTALNING], eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.”

Skoðum nú hver munurinn er með því að feitletra og undirstrika öll mikilvægu orðin í nýju útgáfu greinarinnar sem koma ekki fram í núverandi grein:

 • “Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum (1) eða annars konar tjáningu (2), svo sem með myndum eða táknum (3), vegna [UPPTALNING], eða breiðir slíkt út (4), skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.”

Fyrir utan þessi fjögur atriði, sem eru ný, stendur allt sem var í upprunalegu greininni eftir með hér um bil sömu merkingu, þó röðin sé aðeins önnur. Athugið að öll greinin á við um öll atriðin í upptalningunni, ekki bara kynvitundinni. Það er að segja, þetta snýst ekki um kynvitund lengur – enda hefur nákvæmlega enginn lýst andstöðu við því að bæta kynvitund við í upptalningunni.

Veltum nú fyrir okkur hvað felst í þessum fjórum atriðum.

“Ummæli” eru orð sem eru sögð eða skrifuð. Ummæli eru vernduð sem hluti af tjáningarfrelsi, enda hafa vestræn samfélög orðið að læra mjög erfiðar lexíur um hvað gerist þegar ákveðin ummæli eru bönnuð. Ef þið munið, fyrir svona tíu árum, þegar það komst í tísku um tíma að tala um að hlutir væru “gay”, eins og það væri á einhvern hátt slæmt, þá vitið þið að a) oft myndast málhefðir í samfélaginu sem eru ekki byggðar á upplýstri afstöðu fólks, og b) oft notar fólk orð á hátt sem gæti hugsanlega verið móðgandi eða háðugt án þess að það sé ætlunin. Það sem meira er: samfélagið okkar hefur þróast frá notkun orða á þennan hátt ekki með boðum og bönnum, heldur einmitt með upplýstri umræðu og gagnrýni. Ef ákveðnar tegundir ummæla eru bannaðar þá er hætt því því að gagnrýni á það sem er slæmt í samfélaginu verði óvart útrýmt í leiðinni.

“Annars konar tjáning” er gríðarlega víðfemt, og getur falið í sér allt frá leiklist, kvikmyndum og skáldsagnarskrifum að ljósmyndum, gagnagrunnum, myndskreytingum, og svo framvegis. Þetta myndi þýða að bækur á borð við Tinni í Kongó eftir Georges “Herge” Remi, Narníubækurnar eftir C.S. Lewis, og bókin Enders Games eftir Orson Scott Card, sem nú hefur verið gerð kvikmynd eftir, ættu allar að teljast ólöglegar. Í rauninni nær þetta lengra en bækur: ef einhver gæti hugsanlega móðgast á grundvelli upptalningarinnar yfir hvaða menningarverki sem er, þá myndi það teljast lögbrot samkvæmt þessari nýju grein.

“Að breiða slíkt út” tek ég fyrir á undan táknunum, því hér kemur fjölmiðlun við sögu. Oft er það gert með vondum hug að breiða út háð og róg, en í mörgum tilfellum er það breitt út með það að markmiði að draga athygli að kjánaskap þeirra sem bjuggu róginn til eða hófu háðið. Þótt heiðvirður dómsstóll myndi nú aldrei taka sér það fyrir hendi að túlka svona lög á hátt sem kæmu illa niður á fjölmiðlum, þá hafa dómar í meiðyrðamálum undanfarin ár sýnt að ef til vill eru heiðvirðir dómsstólar ekki jafn algengir og við vildum.

“Myndir eða tákn” eru enn ein útvíkkunin á þessu. Tákn eru notuð mjög víða í samfélaginu, og hafa djúpan sess í huga okkar allra – hvort sem það eru (haka)krossar utan á byggingum, gulir þríhyrningar með rauðum ramma á götuhornum, eða blá doppa á krana, þá eru merkingar af öllum toga allsstaðar í kringum okkur, og þær upplýsa okkur á ótal vegu um hvað megi þar finna. Sum tákn merkja góða hluti í okkar huga, sum tákn merkja vonda hluti. En mjög mörg tákn eru merkingarbær. Þá er spurningin: Segjum sem svo að stofnaður yrði félagsskapur fólks á Íslandi sem héldi því fram að íslenska væri eina rétta tungumálið og að öll önnur tungumál væru óæðri, sem og fólkið sem þau mál tala. Hér væri greinilega um að ræða þjóðrembingslega hreintungustefnu sem ætti undir niðri ýmislegt skylt við nasisma, enda væri þjóðerni flestra einmitt ástæða smánunar hér. En gott og vel. Segjum nú sem svo að þessi félagsskapur býr sér til merki: fálki við bláan himinn, svona voðalega íslenskt eitthvað. Þetta merki er notað í fréttum um þennan hóp (úbbs – útbreiðsla! Þá er vont að starfa hjá fjölmiðli!) og fólk fer að tengja fálkann góða við smánun á til að mynda Bretum, sem tala að öllu jöfnu ekki íslensku, og eru því augljóslega óæðri kynstofn. Þá allt í einu skapast það vandamál að fálkatáknið á bláa grunninum verður ólöglegt. Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn þá?!

Vandamálin við 2. grein þessa frumvarps eru ótrúlega mörg, og þau koma öll til af því að verið er að reyna að setja upp girðingar í kringum það hvernig fólk talar – og þar með, hvernig fólk hugsar. Reynslan hefur þó sýnt að besta leiðin til að skapa réttlátt samfélag, laust við róg, háð, smánun eða ógnir, er ekki að reyna að banna og refsa, heldur að upplýsa. Það er vissulega erfiðara að upplýsa fólk en að slengja því bara í steininn, en sem betur fer höfum við undanfarið ekki miklað það of mikið fyrir okkur að útskýra fyrir náunganum að það sé frekar fáranlegt að hafa skoðanir sem byggjast á ótta og fávísi.

Góðu fréttirnar eru að það er rosalega auðvelt að laga 2. gr. frumvarpsins þannig að enginn muni finna neitt athugavert við það. Skoðum 1. gr. aðeins aftur:

 • 1. gr. Í stað orðanna „trúarbragða eða kynhneigðar“ í 1. mgr. 180. gr. laganna kemur: trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.

Tillaga mín að því hvernig mætti breyta 2. grein þannig að hún gerði góðar og uppbyggilegar breytingar á 233. gr. a. væri:

 • 2. gr. Í stað orðanna „trúarbragða eða kynhneigðar“ í 233. gr. a laganna kemur: trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.

Einfalt, ekki satt?

Það er mjög mikilvægt að við gerum skýran greinarmun á því sem er gott og því sem er slæmt í svona frumvörpum. Ég vona að þeir taki það til sín sem hafa orðið fyrir því óláni að bíta samslátturinn í sig eins og um eitt hreint og ósmættanlegt mál væri að ræða.

Eitt að lokum:

Það er algjör tímaskekkja að hægt sé að fangelsa fólk fyrir skoðanir sínar. Sektir, kannski, hugsanlega. Bætur þá helst til þeirra sem hafa þurft að þola ósanngjörn ummæli, en samt ekki refsikenndar bætur, enda er slíkt barbaraháttur. Það merkilega við þetta frumvarp er að Hanna Birna bjó það ekki til – ráðherrar semja sjaldnast frumvörpin sín sjálf, þau panta bara frumvörpin frá starfsfólki sínu eða nefndum, og samþykkja svo að flytja þau ef þau eru nægilega góð. Hanna Birna er greinilega á því að það sé fínt að hefta tjáningarfrelsi fólks, en það er eitthvað skrýtið við það að nefndin sem bjó til þetta frumvarp hefur haft til umræðu að flytja meiðyrðalöggjöfina – sem þetta fellur jú undir – úr refsirétti, að tillögu Evrópuráðs m.a., yfir í skaðabótarétt. Hvers vegna er þá verið að gera þetta núna?

Kannski væri ágætis byrjun í því verki að bæta við nýrri 3. gr. við frumvarpið hennar Hönnu Birnu, sem orðast þá einhvernvegin svona:

 • 3. gr.
  a) orðin “eða fangelsi allt að 2 árum” í 233. gr., 233. gr a, 233. gr. b og 2. mgr. 236. gr. falla niður.
  b) orðin “eða fangelsi allt að 1 ári” í 234. gr. og 235. gr. falla niður.
  c) í stað orðanna “fangelsi allt að 2 árum” í 1. mgr. 236. gr. komur orðið “sektum.”

Þá erum við sko farin að tala um gott frumvarp!

Posted in Uncategorized

Open letter to the Swedish Pirate Party

Dear Swedish Pirate Party. I’m just going to start off by saying that I’m not unbiased. I had the chance to work for Amelia last spring and summer in the European Parliament and it was far from being just sunshine and lollipops, rainbows and unicorns. It was, however, inspiring. The sheer understanding Amelia had of how the political structure of the European Parliament works and all the philosophical questions on morals when it comes to political decisions and law making in the time of the Internet.

Amelia is badass. Not only because she is completely different from all the other politicians working within the European Parliament. A young woman, being the boss with unconventional ideas on how the things should be done. I know it from my experience in politics that it’s hard. When I’ve attended panels on copyright I have gotten remarks like “Oh, are you the one? I didn’t expect someone like you…” I can imagine that Amelia has had to hear the same. Over and over and over again.

But seriously guys, my friends in the Swedish Pirates. Vote for Amelia in the 1st place, not only because she deserves it, but because the world needs it. I am being overtly dramatic and that’s because I can. It will be crucial to have someone like her to make sure that the political decisions on Internet matters will be somewhat well made. The people in the European Union institutions are trying to regulate computers – which only understand 1 and 0s, as humans. Amelia has a rare competence and understanding of both technology and law. We need it.

Amelia had the courage to tell the Internet Governence Forum to Fuck off. She topped evil things like ACTA. She has been trying to do her best when it comes to electronic signatures that it’ll not be completely messed up. Same goes with your medical files. She is trying to make sure that laws on surrounding technology means that the technical limits are within our moral limits.

I want to see Amelia as a top candidate for the upcoming EU elections. Why? Because I believe she is better. I believe that you are making a mistake by overlooking her immense competence. And for what reason? Because it’s safer to have a middle aged man in number one? Fuck safe. We don’t need safe anymore. We need someone with courage.

Posted in Uncategorized