TAFTA – Hvað getum við gert?

Trans-Atlantic Free Trade Agreement væri hægt að skammstafa sem TAFTA. Hinsvegar, þá minnir þessi skammstöfum óþarfalega mikið á ACTA. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá gekk ACTA ekkert sérstaklega vel og var hafnað í Evrópuþinginu eftir mikil mótmlæi víðsvegar um Evrópu, sér í lagi Póllandi. TAFTA gengur líka undir öðru nafni, Transatlantic Trade and Investment Partnership, TTIP. Það er engin tilviljun að TTIP er skammstöfunin og nafnið sem stjórnmálamenn vilja nota um þetta, og þeir sem eru fylgjandi TAFTA, þar sem nafnið er jákvætt. “Partnership” er jákvætt orð, “investment” er jákvætt orð, TTIP sem skammstöfun er frábrugðin ACTA. Nafnið er heldur ekki eins lýsandi og “transatlantic free trade agreement”. Hvað þýðir “investment Partnership”? Hvað þýðir “trade partnership”? Þarna er verið að leika sér með orð til þess að blekkja óþjálfað augað og sannfæra fólk um að þetta sé “gott” og jákvætt.

TAFTA er að öllum líkindum mjög slæmur samningur. Afhverju er ég að fullyrða það? Í fyrsta lagi þá hafa samningaviðræður farið fram undir luktum dyrum innan framkvæmdaráðsins. Við vitum ekki hvað er verið að ræða um, á hvaða forsendum er verið að ræða þetta, hvaða gögn liggja fyrir, hvernig heimildavalið er og svo mætti lengi telja. Gagnsæi við samningaviðræðurnar er því lítið sem ekkert, sem aftur á móti hefur valdið því að einstaka starfsmenn framkvæmdaráðsins hafa lekið út upplýsingum og gögnum varðandi ferlið. Wikileaks birti eina útgáfu af samningnum á síðu sinni en það er ekki hægt að segja með vissu á hvaða stigi þessi útgáfa er, en hinsvegar þá gefur þetta til kynna hvernig samningsaðilar eru að hugsa. Er þetta endanlegi samningurinn? Nei. Þetta á eftir að fara í gegnum umræður í framkvæmdaráðinu, svo verður þtta sent til Evrópuþingsins þar sem þetta fer í umræður þar, síðan í kosningar þar. Núna er ég bara að tala um Evrópusambandshliðina á þessum samningi, enda hef ég lítið vit á því hvernig Bandaríska hliðin á þessu virkar.

Það er ekki enn sem komið er hægt að fullyrða neitt um samninginn sjálfan fyrir utan það að gagnrýna vinnulagið. Píratar eru að mæla fyrir auknu gagnsæi í stjórnkerfinu — það þýðir einmitt að svona samningar eiga ekki að vera skrifaðir baki luktum dyrum fjarlægra stofnana. Ástæðan er einföld: Við þurfum að geta veitt stjórnmálamönnum aðhald á öllum stigum ferlisins, ekki bara þegar það kemur að því að segja já eða nei. Lýðræði snýst um svo miklu meira en það.

.Hvað getum við gert? Mjög takmarkað þangað til að við vitum almennilega hvað er í gangi. Þetta sem lak hjá WL er ekki endanlega útgáfan af þessu.

Það sem er hægt að gera er eftirfarandi:
1. Þrýsta á fólkið sem er að vinna innan framkvæmdaráðsins (EC) að hætta að vinna á þessu eða leka upplýsingum líkt og hefur gerst.
2. Þrýsta á framkvæmdastjóra evrópusambandsins um að slíta þessum viðræðum, sér í lagi eftir Snowden lekana.
3. Þrýsta á European council um að stöðva þessa samningaviðræðu af sömu ástæðum og að ofan.
4. Bíða eftir því að þetta kemur út og fer fyrir Evrópuþingið, fer í umræðu eftir umræðu þangað til að þeir kjósa um þetta, gera Evrópuþingmennina hrædda  með því að mótmæla og láta þá hafna þessu.
5. Ganga í Evrópusambandið svo við gætumg ert eitthvað af þessum fjórum punktum sjálf, á okkar ráðamenn og þingmenn sem væru að vinna fyrir okkur.

Það er fólk að vinna að þessu. Ef þú vilt styrkja NGOs sem eru að lobbýa í Evrópusambandinu gegn þessu þá mæli ég með EDRi, La Quadrature du Net og Access Now. Allt eru þetta samtök sem berjast fyrir réttindum fólks í raunheimum og vefheimum, fyrir copyright reform, gagnsæi og friðhelgi einkalífsins. Þau hafa verið að fylgjast eins mikið með TAFTA og hægt er.

Á meðan við erum ekki í Evrópusambandinu þá er mjög takmarkað sem við getum gert pólitískt innan kerfisins. Hinsvegar, þá getum við stutt við bakið á samtökum sem eru að veita stjórnmálamönnunum okkar aðahald. Já, okkar þótt þeir séu í Evrópusambandinu, þeirra lög koma okkur líka við.

Góðar stundir.