Helgi Hrafn

Ég fæddist 22. október 1980 í Reykjavík. Hef starfað við forritun og kerfisstjórnun í næstum því 14 ár fyrir ýmis fyrirtæki og viðskiptavini. Áhugamaður um allt sem varðar mannskepnuna og hennar hætti, sérstaklega tungumál og trúarbrögð. Ég er mikið fyrir að prófa að búa í öðrum löndum og hef nú búið í þremur, þ.e. á Íslandi, Finnlandi og Kanada. – Þau koma til með að verða þó nokkuð mikið fleiri í framtíðinni, leyfi örlögin.

Ég hef dundað mér við að læra ýmislegt, þar á meðal hin ýmsu tungumál svosem þýsku, frönsku og klassíska arabísku, mannkynssögu, alþjóðastjórnmál (sérstaklega mið-austurlönd), eðlisfræði, einstaka stærðfræðiþraut og allt sem varðar mannkyn og vísindi.

 

Ég er Pírati vegna þess
að síðan sirka um aldamótin 2000 hefur ágangur ýmissa ríkisstjórna og stórfyrirtækja gegn upplýsingafrelsi gengið svo langt umfram velsæmis- og skynsemismörk að ekki verður lengur við unað.

Internetið er það besta sem hefur komið fyrir mannkyn síðan prentvélin var fundin upp, en nú er raunverulega hætta á því að þau tækifæri sem internetið býður upp á verði skemmd með nær algeru skilningsleysi núverandi yfirvalda á þessum nýja heimi, upplýsingaöldinni.

Yfirlit yfir þingstöf Helga Hrafns

Videoblogg Helga Hrafns

helgihrafn@althingi.is