Ásta Guðrún

Ég er fædd 5. febrúar 1990 í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi. Ég stúderaði klassísk mál í Menntaskólanum í Reykjavík þaðan sem ég útskrifaðist árið 2010. Ég kláraði BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014, með stuttu stoppi við Háskólann í Tehran og Háskólanum í Varsjá.

Fyrir utan allt námið, þá hef ég komið víða við. Ég var í starfsnámi hjá skrifstofu þingmanns á Evrópuþingi, hef unnið hjá The Tactical Technology Collective í Berlín við gerð vefsíðu um upplýsingaöryggi fyrir blaðamenn og minnihlutahópa. Nú síðast vann ég með The Democratic Society að lýðræðisumbótum innan Evrópusambandsins. Fyrir utan það þá var ég kosningastjóri Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2014 og hef verið virk í ungliðastarfi Ungra Pírata.

Ég er Pírati vegna þess að þær breytingar sem hafa orðið á undanförnum áratugum eru hvorutveggja hraðar og miklar. Það að standa vörð um mannréttindi og borgaraleg réttindi á þeim umbrotatímum sem við erum að ganga í gegnum er nauðsynlegt.

Yfirlit yfir þingstörf Ástu.

Ásta bloggar.

astah@althingi.is