Posts Tagged ‘Vímuefni’

Fíkniefnastefna Pírata orðin að ályktun Alþingis

Þau merku tíðindi eru orðin að Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu. Meðal helstu stefnumála Pírata fyrir alþingiskosningar sl. vor var endurskoðun refsistefnu í vímuefnamálum. Við höfum nú náð þeim áfanga að Alþingi felur nú heilbrigðisráðherra að skipa stýrihóp til að endurskoða stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki […]

Nánar »

Píratar á Eldhúsdegi

Birgitta var fyrsti ræðumaður Pírata í eldhúsdagsumræðum í kvöld.  Birgitta setti vinnulag Alþingis í forgrunn og hrósaði þingheimi fyrir góðan árangur að á þessu þingi er verið að slá met í fullnaðarafgreiðslu þingmannamála. Elsku þjóðin mín. Stundum velti ég fyrir mér hverjir hlusta á eldhúsdagsumræður. Ætli fólkið sem þarf að lifa með afleiðingum gjörða okkar […]

Nánar »

Fréttir af þingflokki

Fréttir af þingmönnum hér á síðunni hafa verið stopullar að undanförnu, og er þar meðal annars um að kenna löngu páskafríi þingsins seinnipart aprílmánaðar. Það er helst að frétta af okkur hér í þinginu er að tillaga um nýja stefnu í vímuefnamálum er til umfjöllunar í velferðarnefnd og leggja þingmenn Pírata allt kapp á að […]

Nánar »

Loksins komst fíkniefnastefnan á dagskrá

Birgitta Jónsdóttir mælti nú í kvöld fyrir þingsályktunartillögu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Um er að ræða eitt af stóru stefnumálum Pírata og því mikið gleðiefni að málið sé loksins komið til nefndar. Málið verður til umfjöllunar í velferðarnefnd og þingflokkur Pirata hvetur áhugamenn um stefnumótun í vímuefnamálum til að […]

Nánar »

Stefnumótun í vímuefnamálum

Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um mótun heildstæðrar stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Ásamt þingmönnum Pírata eru þingmenn úr öllum flokkum skráðir flutningsmenn tillögunnar. Þingsályktunartillagan: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að innleiða nýja stefnu í vímuefnamálum þar sem horfið verði […]

Nánar »

Ræður Pírata í umræðu um stefnu í vímuefnamálum

Helgi Hrafn Gunnarsson var frummælandi í sérstakri umræðu um stefnumótun í vímuefnamálum, á Alþingi í dag. Hægt er að horfa á umræðuna í heild sinni hér. Ræður Pírata eru hér fyrir neðan: Fyrri ræða Helga Hrafns Gunnarssonar: Ræða Birgittu Jónsdóttur: Síðari ræða Helga Hrafns Gunnarssonar: Að lokum er Jón Þór Ólafsson í óundirbúnum fyrirspurnum í […]

Nánar »

Sérstakar umræður um stefnumótun í vímuefnamálum

  Á morgun, miðvikudag, fara fram sérstakar umræður á Alþingi um stefnumótun í vímuefnamálum. Þingflokkur Pírata átti frumkvæði að umræðunni og verður Helgi Hrafn Gunnarsson frummælandi og beinir máli sínu til heilbrigðisráðherra. Helstu áherslur í umræðunni á morgun verða árangur og afleiðingar refsinga fyrir neyslu ólöglegra vímuefna, mannréttindavernd og þjónusta fyrir vímu-efnaneytendur; og framtíðarstefnumótun í vímu- og fíkniefnamálum. Þingmenn […]

Nánar »

Birgitta í vikulokunum

Birgitta var í vikulokunum á laugardag og ræddi meðal annars um fíkniefnastefnu Pírata. Þáttinn er hér að finna.

Nánar »

Um refsiþorsta yfirvalda

Helgi Hrafn fór í störf þingsins í dag og var mikið niðri fyrir um refsiþorsta yfirvalda gagnvart þolendum refsistefnu í fíkniefnamálum.

Nánar »