Posts Tagged ‘upplýsingar’

Upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra

Ásta Guðrún Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingflokks Pírata um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð sem gerir ráð fyrir að refsivert verði fyrir ráðherra að gefa Alþingi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum í máli sem Alþingi hefur til meðferðar og […]

Nánar »

Píratar og Björt framtíð vilja öfluga uppljóstraravernd

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir mæltu í kvöld fyrir frumvarpi Bjartar framtíðar og Pírata um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Flokkarnir tveir hafa átt ánægjulegt og gott samstarf um þetta frumvarp sem sem flokkarnir leggja nú fram í sameiningu eftir að hafa endurbætt það töluvert frá því það var lagt fram á síðasta kjörtímabili. […]

Nánar »

Framkvæmd upplýsingalaga og upplýsingastefnu

Birgitta Jónsdóttir ræddi framkvæmd upplýsingalaga við forsætisráðherra á fyrirspurnafundi á Alþingi í gær. Birgitta spurði meðal annars hvers vegna ráðherra hafi ekki enn gefið Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga í samræmi við 3. mgr. 13. gr. laganna og hvenær hann hygðist gefa umrædda skýrslu. Þá spurði Birgitta hvort mörkuð hefði verið upplýsingastefna til fimm ára eins og […]

Nánar »

Afnám gagnageymdar

Píratar hafa lagt fram frumvarp um afnám gagnageymdar. Samkvæmt 3. mgr. 42. gr. laga um fjarskipti er fjarskiptafyrirtækjum gert skylt að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu sakamálarannsókna. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, jafnframt því að upplýsa um […]

Nánar »

Birgitta um gögn Víglundar og pólitískar skotgrafir

Birgitta kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í gær og sagði meðal annars: Mig langaði að fara aðeins yfir umræðu sem hefur átt sér stað um þau gögn sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent á okkur þingmenn og hafa verið í umræðunni í samfélaginu. Af einhverjum ástæðum hefur verið ákveðið að gera þetta að pólitísku […]

Nánar »

Frumvarp um sannleiksskyldu ráðherra

Jón Þór Ólafsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingflokks Pírata um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð sem gerir ráð fyrir að refsivert verði fyrir ráðherra að gefa Alþingi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum í máli sem Alþingi hefur til meðferðar […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Jón Þór óskar upplýsinga fyrir vinnslu fjárlaga o.fl.

Jón Þór Ólafsson beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgang að  ópersónugreinanlegum upplýsingum og gögnum sem liggja til grundvallar  skuldaleiðréttingunni; aðgengi almennings að skilmálum Landsbankabréfsins og i þriðja lagi spurði Jón Þór um aðgengi þingmanna að upplýsingum til að geta unnið breytingartillögu við tekju- og útgjaldafrumvörpin sem ráðherra hefur lagt fram. Fyrirspurn Jóns Þórs var svohljóðandi: […]

Nánar »

Ísland ætlaði að vera til fyrirmyndar í tjáningarfrelsi en er til skammar

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í gær til að ræða tjáningarfrelsismál og meiðyrði. Ræða hans var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Ég vil gera að umtalsefni þá staðreynd að alþjóðleg samtök blaðamanna, International Press Institute, hafa fordæmt aðstoðarmann hæstv. innanríkisráðherra fyrir það að krefjast fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim háttvirta blaðamanni Jóni Bjarka Magnússyni […]

Nánar »

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […]

Nánar »