Posts Tagged ‘Tjáningarfrelsi’

Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu í dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði […]

Nánar »

Píratar og Björt framtíð vilja öfluga uppljóstraravernd

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir mæltu í kvöld fyrir frumvarpi Bjartar framtíðar og Pírata um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Flokkarnir tveir hafa átt ánægjulegt og gott samstarf um þetta frumvarp sem sem flokkarnir leggja nú fram í sameiningu eftir að hafa endurbætt það töluvert frá því það var lagt fram á síðasta kjörtímabili. […]

Nánar »

Miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir eru fyrstu flutningsmenn frumvarps Bjartrar framtíðar og Pírata til heildarlaga um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að uppljóstrarar njóti bæði efnahaglegrar og félagslegrar verndar sem og verndar gegn málsóknum. Gerður er greinarmunur á svokölluðum innri og ytri uppljóstrunum, en skilyrði fyrir ytri […]

Nánar »

Guðlastið komið til nefndar

Í gærkvöldi mælti Helgi Hrafn fyrir frumvarpi þingflokks Pírata um afnám refsinga fyrir guðlast. Með frumvarpinu er lagt til að 125. gr. almennra hegningarlaga falli brott en ákvæðið er svohljóðandi:  Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 […]

Nánar »

Afnám refsingar fyrir guðlast

Frumvarp þingflokks Pírata um afnám refsingar fyrir guðlast var dreift á Alþingi í dag. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði sem leggur bann við guðlasti verði fellt brott úr almennum hegningarlögum. Umrætt ákvæði er í 125. gr. almennra hegningarlaga og er svohljóðandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs […]

Nánar »

Áhugavert samtal um mörk tjáningarfrelsis

Helgi Hrafn Gunnarsson mælti í dag fyrir frumvarpi um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í umræðu um málið á Alþingi í dag áttu Helgi Hrafn og Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins áhugavert samtal um tjáningarfrelsið og mörk þess. Eftir ræðu Helga Hrafns, spurði Valgerður meðal annars um nafnlausar athugasemdir á netinu og um mörk móðganna og eineltis. […]

Nánar »

Afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta var lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki rætt. Er það nú lagt fram að nýju óbreytt. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Ísland ætlaði að vera til fyrirmyndar í tjáningarfrelsi en er til skammar

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í gær til að ræða tjáningarfrelsismál og meiðyrði. Ræða hans var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Ég vil gera að umtalsefni þá staðreynd að alþjóðleg samtök blaðamanna, International Press Institute, hafa fordæmt aðstoðarmann hæstv. innanríkisráðherra fyrir það að krefjast fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim háttvirta blaðamanni Jóni Bjarka Magnússyni […]

Nánar »

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […]

Nánar »