Posts Tagged ‘Stjórnmálaflokkar’

Viljum við að öllu sé lekið?

Að gefnu tilefni þykir þingmönnum Pírata mikilvægt að árétta að vantrauststillaga þingflokksins snýst um annað og meira en leka minnisblaðs úr ráðuneyti innanríkisráðherra. Ef svo væri hefði tillagan verið borin upp miklu fyrr. Eins og þegar hefur komið fram er vantraustið fyrst og fremst tilkomið vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem undið hefur upp á sig jafnt […]

Nánar »

Píratar óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Píratar hafa óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um meintar ástæður brotthvarfs Stefáns Eiríkssonar úr starfi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Svohljóðandi bréf var sent til nefndarinnar fyrir stundu. Á málefnasviði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru m.a. málefni stjórnarráðsins í heild sbr. 8. tl. 1. mgr. 13. gr. þingskaparlaga. Þá hefur nefndin skv. sama ákvæði, […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um upplýsingaöflun stjórnmálaflokka

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til innanríkisráðherra, sem varða upplýsingasöfnun stjórnmálaflokka um kjósendur. Önnur fyrirspurnin varðar afhendingu Þjóðskrár á kjörskrárstofnum til stjórnmálaflokka og er svohljóðandi: Af hversu miklum tekjum hefur Þjóðskrá Íslands orðið á seinustu 15 árum vegna fyrirmæla ráðuneytisins um að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofna, límmiða og önnur gögn endurgjaldslaust í stað […]

Nánar »

Píratar á Eldhúsdegi

Birgitta var fyrsti ræðumaður Pírata í eldhúsdagsumræðum í kvöld.  Birgitta setti vinnulag Alþingis í forgrunn og hrósaði þingheimi fyrir góðan árangur að á þessu þingi er verið að slá met í fullnaðarafgreiðslu þingmannamála. Elsku þjóðin mín. Stundum velti ég fyrir mér hverjir hlusta á eldhúsdagsumræður. Ætli fólkið sem þarf að lifa með afleiðingum gjörða okkar […]

Nánar »

Fréttir af þingflokki

Fréttir af þingmönnum hér á síðunni hafa verið stopullar að undanförnu, og er þar meðal annars um að kenna löngu páskafríi þingsins seinnipart aprílmánaðar. Það er helst að frétta af okkur hér í þinginu er að tillaga um nýja stefnu í vímuefnamálum er til umfjöllunar í velferðarnefnd og leggja þingmenn Pírata allt kapp á að […]

Nánar »

Umræða um skuldaleiðréttinguna hófst í dag

Umræða um ‘framsóknarhluta’ skuldaleiðréttingarmála stjórnarinnar hófst í dag. Jón Þór Ólafsson tók þátt i umræðunni og lagði út af kosningaloforðum Framsóknarflokksins frá því fyrir kosningar. Jón Þór lagði mat á efndir þeirra loforða eftir því frumvarpi sem liggur fyrir og ræddi væntingar kjósenda flokksins. Í myndskeiðinu má sjá ræðu Jóns Þórs og andsvör Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, […]

Nánar »

Svavar Kjarrval í tilraunaskyni

Erkipíratinn Svavar Kjarrval hefur hafið störf hjá þingflokki og verður hjá okkur um mánaðartíma. Um ólaunaða lærlingsstöðu er að ræða og er tilraunaverkefni þingflokks. Gangi verkefnið vel kann vel að vera að öðrum áhugasömum og duglegum Pírötum verði boðið að koma til starfa hjá þingflokki og taki þátt í starfi þingflokksins, afli upplýsinga, rýni í […]

Nánar »

Vilja stjórnarherrarnir sumarþing?

Að þessu spurði Jón Þór Ólafsson á bloggsíðu sinni 19. mars sl.: Mér er sagt að í reglubók Davíðs Oddssonar, sem var einn klárasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar, sé klausan: “Því minna sem þingið kemur saman því betra fyrir stjórnvöld.” Klárlega. Því flestar heimildir þingmanna til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu er aðeins hægt að beita þegar þingið […]

Nánar »

Af hverju eykst fylgi Pírata?

Birgitta Jónsdóttir var á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun og sagði frá störfum sínum, meðal annars í Alþjóðaþingmanna-sambandinu. Hún ræddi friðhelgismálin og sagði frá þeim áhrifum sem twittermálið hennar hefur haft, ályktun Sameinuðu þjóðana um friðhelgi einkalífs í hinum stafræna heimi og lýsti áhyggjum af fyrirhuguðum netsíum á Íslandi. Birgitta ræddi einnig um […]

Nánar »

Jómfrúarræða Björns Leví

Í dag flutti Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður Pírata, sína fyrstu ræðu á Alþingi, í sérstakri umræðu um stöðu framhalds-skólans. Hér má lesa ræðu Björns Leví og fyrir neðan hana er myndskeiðið.      Virðulegi Forseti, Ég var grunnskólanemandi í nokkrum verkföllum, ég var framhaldsskólanemandi í verkfalli, ég var grunnskólakennari í verkfalli. Frá 1977 hafa verið […]

Nánar »