Posts Tagged ‘Stjórnarskrá’

Beðið um afstöðu forsætisráðherra til stjórnarskrárbreytinga

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra í tilefni af þeim orðum sem menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lét falla í þinginu í fyrradag. Hér má horfa á umræðurnar í heild, en þær tóku u.þ.b. 6 mínútur. Í lok ræðu sinnar bar Birgitta upp eftirfarandi spurningar: Í fyrsta […]

Nánar »

Enga samninga við útgerð nema þjóðareign verði tryggð í stjórnarskrá

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins í dag og krafðist þess að þjóðareign á auðlindum yrði tryggð í stjórnarskrá áður en samningar verða gerðir við útgerðarmenn um nýtingu fiskveiðiauðlinda þjóðarinnar. Hér fyrir neðan má hlusta og horfa á ræðuna. Forseti. Ég hef verið að rýna léttilega í upplýsingar um hið nýja kvótakerfi. […]

Nánar »

Mælt fyrir tilllögu um að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012

Þann 20. október síðastliðinn lagði Birgitta Jónsdóttir, ásamt öðrum þingmönnum Pírata, fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi álykti að fara skuli að vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána 20. október 2012. Í dag mælti Jón Þór Ólafsson fyrir tillögunni á Alþingi. Í ræðu Jóns Þórs segir meðal annars: Þjóðin […]

Nánar »

Alþingi virði þjóðarviljann frá 20. október 2012

Í dag eru tvö ár frá því kjósendur lýstu afstöðu sinni til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkurra spurninga um stjórnarskrármál. Af þessu tilefni leggja þingmenn Pírata fram í dag, tilllögu til þings-ályktunar um að Alþingi álykti að fara beri að skýrum vilja meiri hluta kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 og skorar á forsætisráðherra […]

Nánar »

Helgi Hrafn bendir á ábyrgð forsætisráðherra

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi sérstakrar umræðu, í þinginu í dag, um Stjórnarráð Íslands með Bjarna Benediktsson til andsvara. Áherslur Árna Páls voru; Forsendur þess að brjóta upp innanríkisráðuneytið og afleiðingar þess fyrir stjórnfestu; ábyrgð formanns flokks á að tryggja að ráðherrar axli pólitíska ábyrgð. Helgi Hrafn tók þátt í umræðunni af hálfu Pírata. […]

Nánar »

Píratar standa með verkfallsréttinum

Það er skylda þingmanna Pírata að standa vörð um, efla og vernda borgararéttindi. Verkfallsrétturinn á stoð í ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi og í dag (og fram í nóttina) standa Píratar sína plikt í þinginu, til verndar mannréttinum. Þingmennirnir munu standa vaktina fram eftir kvöldi, því ræða á frumvarp innanríkisráðherra um lög á […]

Nánar »

Birgitta ræddi við Sigmund Davíð um forseta Íslands

Birgitta Jónsdóttir ræddi við forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag og spurði hann hvor færi með utanríkisstefnuna, ríkisstjórnin eða forseti Íslands. Samræða Birgittu og forsætisráðherra var áhugaverð í marga staði. Forseti. Mig langaði að heyra álit hæstv. forsætisráðherra á mjög svo misvísandi utanríkisstefnu sem hér er við lýði. Ég átta mig ekki alveg á því hver […]

Nánar »

Jón Þór í Minni skoðun

Jón Þór Ólafsson var í minni skoðun í dag og fór yfir fréttir vikunnar ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Rætt var um ríkisútvarpið, stöðu mála í þinginu, skuldaniðurfellingu, stöðu mála á Krímskaga, utanríkispólitik forseta Íslands og utanríkisráðherra og stöðu og framtíð íbúðalánasjóðs. Hjá Jóni Þór voru áhrif og réttindi almennra borgara efst á […]

Nánar »

Málflutningur Birgittu Jónsdóttur í umræðu um ESB

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar í dag, um umræður á Alþingi um stöðu aðildarviðræðna við ESB, er rétt vekja athygli á því um hvað málflutningur Birgittu Jónsdóttur snérist í raun. Birgitta vék sérstaklega að tvennu og hvorttveggja varðar vinnubrögð þingsins og ríkisstjórnarinnar. Annars vegar um þjóðar-atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Þar vék Birgitta sérstaklega að því að henni þætti eðlilegt […]

Nánar »