Posts Tagged ‘Spilling’

Jón Þór spurði Bjarna Ben um hagsmunaskráningu þingmanna o.fl.

Jón Þór Ólafsson kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnatíma í gær og ræddi við Bjarna Benediktsson um siðareglur fyrir alþingismenn og ráðherra, frumvarp um hagsmunaskráningu þingmanna og sannleiksskyldu ráðherra. Jón Þór ræddi um kosti og galla siðareglna og spurði ráðherra meðal annars um viðhorf hans til þess hvort ákvæði siðareglna ættu e.t.v. frekar heima í lögum. […]

Nánar »

Sigmundur og meintar leyniskýrslur

Birgitta Jónsdóttir beindi fyrirspurn til forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Gerði Birgitta meintar leyniskýrslur kröfuhafa bankana að umtalsefni. Forseti. Ég ætla bjóða hæstv. forsætisráðherra velkominn í húsið og óska honum til hamingju með góða kosningu á landsfundi Framsóknarflokksins. Mig langaði að vísa í grein sem var birt á Stundinni, með leyfi […]

Nánar »

Frumvarp um sannleiksskyldu ráðherra

Jón Þór Ólafsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingflokks Pírata um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð sem gerir ráð fyrir að refsivert verði fyrir ráðherra að gefa Alþingi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum í máli sem Alþingi hefur til meðferðar […]

Nánar »

Sérstakar umræður um TISA

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum í þinginu um TISA viðræðurnar. Í ræðu Birgittu kom meðal annars fram að: Með TISA-samkomulaginu, og öðrum slíkum yfirþjóðlegum viðskiptasáttmálum, sé verið að festa í sessi rétt fjárfesta og koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á fjölmörgum sviðum sem tengist viðskiptum. Á meðal þess sem […]

Nánar »

Viljum við að öllu sé lekið?

Að gefnu tilefni þykir þingmönnum Pírata mikilvægt að árétta að vantrauststillaga þingflokksins snýst um annað og meira en leka minnisblaðs úr ráðuneyti innanríkisráðherra. Ef svo væri hefði tillagan verið borin upp miklu fyrr. Eins og þegar hefur komið fram er vantraustið fyrst og fremst tilkomið vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem undið hefur upp á sig jafnt […]

Nánar »

Píratar óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Píratar hafa óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um meintar ástæður brotthvarfs Stefáns Eiríkssonar úr starfi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Svohljóðandi bréf var sent til nefndarinnar fyrir stundu. Á málefnasviði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru m.a. málefni stjórnarráðsins í heild sbr. 8. tl. 1. mgr. 13. gr. þingskaparlaga. Þá hefur nefndin skv. sama ákvæði, […]

Nánar »

Ábendingar óskast: Sparisjóðaskýrslan komin í hús

Skýrsla rannsóknarnefndar um Sparisjóðina verður birt á morgun fimmtudag kl. 13. Þingmenn hafa sólarhring til að kynna sér efni skýrslunnar en umræða verður um hana í þingnefndum á föstudagsmorgun og á þingfundi eftir hádegi. Skýrslan er um 2000 síður og því varla á þingmenn lagt að ætla þeim að vera vel inn í málinu þegar […]

Nánar »

Fyrirspurnir um öryggissveitir í Írak og þátt rússa í hruninu

Útbýtt hefur verið í þinginu, fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, um fjármögnun öryggissveita í Írak. Þar spyr Birgitta utanríkisráðherra meðal annars hve miklum fjármunum íslenska ríkið hefur varið í þjálfunarverkefni Atlashafsbandalagsins, tengdum Írak; hvaða upplýsingar stjórnvöld fengu um nýtingu fjárframlaga í NTM-I verkefnið og í hverju þjálfun og störf öryggissveitana hafi falist; hvort ráðherra sé kunnugt […]

Nánar »