Posts Tagged ‘Öryggismál’

Vopnakaup lögreglu rædd við innanríkisráðherra

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær spurði Helgi Hrafn Gunnarsson  innanríkisráðherra hvernig hún sjái fyrir sér ákvörðunarferlið um vopnakaup lögreglunnar til framtíðar, sérstaklega með tilliti til þess lýðræðislega umboðs sem við hljótum að gera kröfu um að stofnanir hafi sem fara með banvænt vald. Horfa má á umræðuna hér fyrir neðan. Ráðherra lýsti því viðhorfi að […]

Nánar »

Um hræðsluáróður Ríkislögreglustjóra

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í dag og gerði alvarlegar athugasemdir við mat Ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn. Birgitta gagnrýndi harkalega málflutninginn í skýrslunni og meðal annars tillögur um félagsleg úrræði fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni. Það er ekki síst skilgreining lögreglunnar á róttækum öflum sem Birgitta lýsti furðu sinni á, […]

Nánar »

Málefni lögreglu rædd á þingi í dag; byssur, drónar og eftirlit

Þingflokkur Pírata verður áberandi í störfum þingsins í dag. Sérstök umræða um vopnaburð og valdbeitingarheimildir lögreglu verður í þinginu kl. 15.30 . Umræðurnar taka 30 mínútur og taka fulltrúar allra flokka þátt í umræðunni. Helstu áherslur í umræðunni eru þarfir lögreglunnar fyrir búnað og samráð og eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Frummælandi er Helgi Hrafn Gunnarsson og […]

Nánar »

Helgi Hrafn ræddi við ráðherra um eftirlit með lögreglunni

Helgi Hrafn Gunnarsson spurði dómsmálaráðherra um eftirlit með störfum lögreglu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í ræðu Helga Hrafns segir meðal annars: Lögreglan er sérstök stofnun að mörgu leyti. Hún getur safnað upplýsingum um fólk og gerir það vitaskuld. Hún getur unnið úr þeim upplýsingum eins og frægt er orðið. Hún getur hlerað […]

Nánar »

Helgi Hrafn um byssumálið í ræðustól Alþingis

Helgi Hrafn hefur í nokkrum tilvikum kvatt sér hljóðs í ræðustól Alþingis um stóra byssumálið. Síðasta ræða Helga Hrafns um málið, undir liðnum ‘störf þingsins’ hefst á þessum orðum: Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég á stundum svolítið erfitt með að túlka yfirlýsingar frá innanríkisráðuneytinu. Þegar þar er talað um „engin sambærileg gögn“ gæti […]

Nánar »

Fyrirspurn um úttekt á netöryggi almennings

Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn með beiðni um skriflegt svar frá Innanríkisráðherra. Tilefnið eru yfirlýsingar ráðherrans og fréttatilkynning frá því í desember síðastliðnum um að hún ætlaði að láta ráðast í  óháða úttekt á netöryggi almennings í kjölfar Vodafonelekans. Niðurstöður úttektarinnar voru boðaðar fyrir lok janúar sl. en síðan hefur ekkert heyrst af úttektinni. Ráðherra […]

Nánar »