Posts Tagged ‘Mannréttindi’

Áhugavert samtal um mörk tjáningarfrelsis

Helgi Hrafn Gunnarsson mælti í dag fyrir frumvarpi um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í umræðu um málið á Alþingi í dag áttu Helgi Hrafn og Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins áhugavert samtal um tjáningarfrelsið og mörk þess. Eftir ræðu Helga Hrafns, spurði Valgerður meðal annars um nafnlausar athugasemdir á netinu og um mörk móðganna og eineltis. […]

Nánar »

Afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta var lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki rætt. Er það nú lagt fram að nýju óbreytt. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Ísland ætlaði að vera til fyrirmyndar í tjáningarfrelsi en er til skammar

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í gær til að ræða tjáningarfrelsismál og meiðyrði. Ræða hans var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Ég vil gera að umtalsefni þá staðreynd að alþjóðleg samtök blaðamanna, International Press Institute, hafa fordæmt aðstoðarmann hæstv. innanríkisráðherra fyrir það að krefjast fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim háttvirta blaðamanni Jóni Bjarka Magnússyni […]

Nánar »

Mælt fyrir tilllögu um fullgildingu viðbótarsamnings við pyndingasamning SÞ

Helgi Hrafn Gunnarsson mælti í kvöld fyrir tillögu um fullgildinu OPCAT (Optional Protocol to the Convention Against Torture). Í ræðu Helga Hrafns segir meðal annars: Efni bókunarinnar lýtur fyrst og fremst að stofnun og starfsemi innlendra og erlendra eftirlitsaðila og skuldbindingum aðildarríkja þar að lútandi. Samkvæmt bókuninni er hinni alþjóðlegu nefnd falið að heimsækja með […]

Nánar »

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […]

Nánar »

Fullgilding OPCAT

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT). Í tillögunni er einnig lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að hefja án tafar undirbúning að setningu laga um […]

Nánar »

Jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu

Í dag mælti Birgitta Jónsdóttir fyrir tillögu til þingsályktunnar um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu. Málið er eitt af forgangsmálum Pírata á þessu þingi. Í ræðu sinni nefndi Birgitta meðal annars að: Unga fólkið yfirgefur heimahagana á landsbyggðinni til að elta drauma sína. – Ef við viljum takast á við fólksflótta af landsbyggðinni, þurfum […]

Nánar »

Hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda

Jón Þór Ólafsson mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Um er að ræða eitt af forgangsmálum Pírata á yfirstandandi þingi. Málið er orðið þverpólitískt enda flutt af þingmönnum úr öllum flokkum. Ágætar umræður urðu í þinginu um málið í þessari fyrstu umræðu og fór hún vítt og breytt, allt frá […]

Nánar »

Jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu

Birgitta Jónsdóttir hefur, ásamt Helga Hrafni og Jóni Þór, lagt fram þingsályktunnartillögu um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að vinna aðgerðaráætlun með hliðsjón af net-hlutleysis hugmyndafræðinni um hvernig tryggja skuli jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu óháð búsetu og fjárhag. Tímasetning þessarrar tillögu tekur nokkurt mið […]

Nánar »