Posts Tagged ‘Mannréttindi’

Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu í dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði […]

Nánar »

Fyrsta þingmál Pírata á 145. þingi – OPCAT

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögu um fullgildingu OPCAT sem er viðbótarsamningur við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Í samningi þessum er kveðið á um eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipta einstaklinga s.s. fangelsi, geðsjúkrahús o.fl. Íslenska ríkið undirritaði samninginn árið 2003 en hefur enn ekki fullgilt hann og komið honum til framkvæmda. Verði tillaga þessi […]

Nánar »

Lítið að gerast í betrunarmálum á Íslandi

Helgi Hrafn Gunnarsson átti samræðu við innanríkisráðherra í gær um betrun í fangeslum, endurkomutíðni í fangelsi og lífið eftir að afplánun líkur. Gagnrýndi Helgi Hrafn meðal annars að þrátt fyrir að ýmislegt væri að gerast í fangelsismálum virðist lítið þokast í betrunarmálum hér á landi. Nýtt fangelsi er í smíðum og frumvarp til nýrra laga […]

Nánar »

Afnám gagnageymdar

Píratar hafa lagt fram frumvarp um afnám gagnageymdar. Samkvæmt 3. mgr. 42. gr. laga um fjarskipti er fjarskiptafyrirtækjum gert skylt að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu sakamálarannsókna. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, jafnframt því að upplýsa um […]

Nánar »

Hert skilyrði við símhlerunum

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp um hert skilyrði við símhlerunnum. Breytingarnar sem lagðar eru til eru til komnar til að mæta gagnrýni um að íslenskir dómstólar veiti nánast undantekningarlaust heimild til hlustunar og skoðunar á fjarskiptagögnum þegar óskað er eftir því. Af svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar (þskj. 547 í 116. máli) […]

Nánar »

Aðhaldsfrumvarp fyrir hleranir

Í gær lögðu Píratar fram frumvarp sem ætlað er að auka aðhald á dómstóla þegar lögregla óskar úrskurðar um hlerunnarheimild. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og mælst er til þess að ný grein verði til 84. gr. a. svohljóðandi: Áður en dómari tekur ákvörðun um heimild til aðgerða […]

Nánar »

Um hræðsluáróður Ríkislögreglustjóra

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í dag og gerði alvarlegar athugasemdir við mat Ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn. Birgitta gagnrýndi harkalega málflutninginn í skýrslunni og meðal annars tillögur um félagsleg úrræði fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni. Það er ekki síst skilgreining lögreglunnar á róttækum öflum sem Birgitta lýsti furðu sinni á, […]

Nánar »

Sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp þess efnis að sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt. Um tvennskonar breytingu er að ræða. Annars vegar er lagt til að börn geti tekið ákvörðun varðandi aðild sína að skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sjálf á fjórtánda aldursári eða þegar þau eru orðin 13 ára í stað 16 ára aldurs. […]

Nánar »

Alþingi fordæmi pyndingar CIA

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður  tillögu til eftirfarandi þingsályktunnar: Alþingi ályktar að fordæma harðlega pyndingar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur staðið fyrir og bandarísk stjórnvöld látið viðgangast frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Tillöguna flytur Birgitta ásamt öðrum þingmönnum Pírata og nokkrum þingmönnum Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Öldungadeild Bandaríkjaþings birti nýverið skýrslu sem lýsir hrottalegum pyndingum […]

Nánar »

Námsráðgjafa stolið af föngum

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í morgun til að vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Þegar staðan var skorin úr 100% niður í 50% gafst námsráðgjafinn upp og lét af […]

Nánar »