Posts Tagged ‘Lýðræði’

Um hræðsluáróður Ríkislögreglustjóra

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í dag og gerði alvarlegar athugasemdir við mat Ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn. Birgitta gagnrýndi harkalega málflutninginn í skýrslunni og meðal annars tillögur um félagsleg úrræði fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni. Það er ekki síst skilgreining lögreglunnar á róttækum öflum sem Birgitta lýsti furðu sinni á, […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um upplýsingaöflun stjórnmálaflokka

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til innanríkisráðherra, sem varða upplýsingasöfnun stjórnmálaflokka um kjósendur. Önnur fyrirspurnin varðar afhendingu Þjóðskrár á kjörskrárstofnum til stjórnmálaflokka og er svohljóðandi: Af hversu miklum tekjum hefur Þjóðskrá Íslands orðið á seinustu 15 árum vegna fyrirmæla ráðuneytisins um að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofna, límmiða og önnur gögn endurgjaldslaust í stað […]

Nánar »

Píratar á Eldhúsdegi

Birgitta var fyrsti ræðumaður Pírata í eldhúsdagsumræðum í kvöld.  Birgitta setti vinnulag Alþingis í forgrunn og hrósaði þingheimi fyrir góðan árangur að á þessu þingi er verið að slá met í fullnaðarafgreiðslu þingmannamála. Elsku þjóðin mín. Stundum velti ég fyrir mér hverjir hlusta á eldhúsdagsumræður. Ætli fólkið sem þarf að lifa með afleiðingum gjörða okkar […]

Nánar »

Jómfrúarræða Björns Leví

Í dag flutti Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður Pírata, sína fyrstu ræðu á Alþingi, í sérstakri umræðu um stöðu framhalds-skólans. Hér má lesa ræðu Björns Leví og fyrir neðan hana er myndskeiðið.      Virðulegi Forseti, Ég var grunnskólanemandi í nokkrum verkföllum, ég var framhaldsskólanemandi í verkfalli, ég var grunnskólakennari í verkfalli. Frá 1977 hafa verið […]

Nánar »

Breyting á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar)

Ásta Helgadóttir, varaþingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á sveitarstjórnarlögum, sem útbýtt var í þinginu í gær.  Í 108. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, er kveðið á um að 20% kosningarbærra íbúa í sveitarfélagi geti óskað íbúakosninga og er þá skylt að verða við því eigi síðar en innan árs frá því að óskin berst. […]

Nánar »

Frumvarp um íbúakosningar

Tryggja þarf raunhæfar heimildir kjósenda í lögum til þess að grípa inn í ákvarðanir kjörna fulltrúa þess, sjái kjósendur tilefni til. Framboð Pírata á sveitastjórnarstigi hefur ályktað að “Óviðunandi er að í 108. gr. sveitarstjórnarlaga sé sett 20% ófrávíkjanlegt lágmark á fjölda íbúa sem þarf til að óska með bindandi hætti eftir íbúakosningu um tiltekin […]

Nánar »

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar þess efnis að Alþingi álykti að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010. Sjá nánar fréttatilkynningu þingflokks vegna stjórnartillögu um að aðildarviðræðum skuli slitið.   Eftirfarandi spurning […]

Nánar »

Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins

Þingmenn Pírata hafa lagt fram tillögu til þingsályktunnar um að fara beri að skýrum vilja meiri hluta kjósenda, eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Í tillögunni er mælst til þess að Alþingi skori á forsætisráðherra að hafa þessa ályktun að leiðarljósi við þá endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem fyrirhuguð er á yfirstandandi kjörtímabili. Í […]

Nánar »