Posts Tagged ‘Lögreglan’

Sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður ítarlegs þingmáls sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu. Með tillögunni er lagt til að unnið verði lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Við undirbúning frumvarpsins beri líta til eftirfarandi verkefna slíkrar […]

Nánar »

Tillaga um sjálfstætt eftirlit með starfsemi lögreglu

Í gær mælti Helgi Hrafn Gunnarsson fyrir tillögu til þingsályktunar um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu og er tillagan nú komin til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Í tillögunni er lagt til að forsætisnefnd undirbúi lagafrumvarp um sérstaka eftirlitsstofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með lögreglu með höndum. Hugmyndin er sú að […]

Nánar »

Vopnakaup lögreglu rædd við innanríkisráðherra

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær spurði Helgi Hrafn Gunnarsson  innanríkisráðherra hvernig hún sjái fyrir sér ákvörðunarferlið um vopnakaup lögreglunnar til framtíðar, sérstaklega með tilliti til þess lýðræðislega umboðs sem við hljótum að gera kröfu um að stofnanir hafi sem fara með banvænt vald. Horfa má á umræðuna hér fyrir neðan. Ráðherra lýsti því viðhorfi að […]

Nánar »

Þingsályktunartillaga um sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram ítarlegt þingmál um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu. Með tillögunni er lagt til að unnið verði lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Við undirbúning frumvarpsins beri líta til eftirfarandi verkefna slíkrar stofnunar: a. að hefja athugun að eigin frumkvæði, b. […]

Nánar »

Aðhaldsfrumvarp fyrir hleranir

Í gær lögðu Píratar fram frumvarp sem ætlað er að auka aðhald á dómstóla þegar lögregla óskar úrskurðar um hlerunnarheimild. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og mælst er til þess að ný grein verði til 84. gr. a. svohljóðandi: Áður en dómari tekur ákvörðun um heimild til aðgerða […]

Nánar »

Birgitta óskaði upplýsinga um málaskrá lögreglu

Birgitta Jónsdóttir átti orðastað við innanríkisráðherra í dag um málaskrá lögreglu (Löke).  Spurði Birgitta meðal annars hvort gerð hafi verið gangskör að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu væru hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar hafi verið skráðir hjá lögreglu, […]

Nánar »

Málefni lögreglu rædd á þingi í dag; byssur, drónar og eftirlit

Þingflokkur Pírata verður áberandi í störfum þingsins í dag. Sérstök umræða um vopnaburð og valdbeitingarheimildir lögreglu verður í þinginu kl. 15.30 . Umræðurnar taka 30 mínútur og taka fulltrúar allra flokka þátt í umræðunni. Helstu áherslur í umræðunni eru þarfir lögreglunnar fyrir búnað og samráð og eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Frummælandi er Helgi Hrafn Gunnarsson og […]

Nánar »

Helgi Hrafn ræddi við ráðherra um eftirlit með lögreglunni

Helgi Hrafn Gunnarsson spurði dómsmálaráðherra um eftirlit með störfum lögreglu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í ræðu Helga Hrafns segir meðal annars: Lögreglan er sérstök stofnun að mörgu leyti. Hún getur safnað upplýsingum um fólk og gerir það vitaskuld. Hún getur unnið úr þeim upplýsingum eins og frægt er orðið. Hún getur hlerað […]

Nánar »

Helgi Hrafn um byssumálið í ræðustól Alþingis

Helgi Hrafn hefur í nokkrum tilvikum kvatt sér hljóðs í ræðustól Alþingis um stóra byssumálið. Síðasta ræða Helga Hrafns um málið, undir liðnum ‘störf þingsins’ hefst á þessum orðum: Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég á stundum svolítið erfitt með að túlka yfirlýsingar frá innanríkisráðuneytinu. Þegar þar er talað um „engin sambærileg gögn“ gæti […]

Nánar »

Hafa yfirvöld seilst í netþjóna?

Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um haldlagningu netþjóna. Fyrirspurnin er svohljóðandi Hve oft hefur verið lagt hald á netþjóna, þ.m.t. sýndarvélar, hér á landi eða þeir gerðir upptækir? Svar óskast sundurliðað eftir þeim sem framkvæmdu haldlagningu eða upptöku og þeim sem óskuðu eftir henni. Hve oft hafa gögn af slíkum netþjónum verið […]

Nánar »