Posts Tagged ‘Leki’

Mál er ekki að linni

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur loksins beðist lausnar sem ráðherra innanríkismála. Yfirlýsing ráðherrans til fjölmiðla í dag veldur þingmönnum Pírata hins vegar vonbrigðum. Forherðing Hönnu Birnu er slík að hún krefst þess að “nú sé mál að linni” og reynir að ala á tortryggni gagnvart þeim aðilum sem hafa sýnt henni nauðsynlegt aðhald. Enn hefur hún hvorki […]

Nánar »

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […]

Nánar »

Sérstakar umræður um TISA

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum í þinginu um TISA viðræðurnar. Í ræðu Birgittu kom meðal annars fram að: Með TISA-samkomulaginu, og öðrum slíkum yfirþjóðlegum viðskiptasáttmálum, sé verið að festa í sessi rétt fjárfesta og koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á fjölmörgum sviðum sem tengist viðskiptum. Á meðal þess sem […]

Nánar »

Viljum við að öllu sé lekið?

Að gefnu tilefni þykir þingmönnum Pírata mikilvægt að árétta að vantrauststillaga þingflokksins snýst um annað og meira en leka minnisblaðs úr ráðuneyti innanríkisráðherra. Ef svo væri hefði tillagan verið borin upp miklu fyrr. Eins og þegar hefur komið fram er vantraustið fyrst og fremst tilkomið vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem undið hefur upp á sig jafnt […]

Nánar »

Píratar óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Píratar hafa óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um meintar ástæður brotthvarfs Stefáns Eiríkssonar úr starfi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Svohljóðandi bréf var sent til nefndarinnar fyrir stundu. Á málefnasviði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru m.a. málefni stjórnarráðsins í heild sbr. 8. tl. 1. mgr. 13. gr. þingskaparlaga. Þá hefur nefndin skv. sama ákvæði, […]

Nánar »

Vegna Vodafone lekans

Þingflokkur Pírata vill í kjölfar umfangsmestu netárásar hérlendis sem vitað er um benda á eftirfarandi staðreyndir. Fyrirtæki sem hýsa viðkvæm gögn þurfa að verja þá sem treysta þeim fyrir gögnunum með öllum tiltækum ráðum. Kerfin eru aldrei sterkari en veikasti hlekkur þeirra. Öryggi verður að vera í stöðugri þróun og verkferlar í hringum mælingu á […]

Nánar »

Veiting ríkisborgararéttar (Edward Snowden)

Þingmenn Pírata hafa lagt fram lagafrumvarp um að Edward Snowden verði veitt íslenskt ríkisfang. Frumvarp: Veiting ríkisborgararéttar (Edward Snowden) Umfjöllun um frumvarpið á vettvangi Alþingis er hér að finna.

Nánar »