Posts Tagged ‘Internetið’

Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu í dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði […]

Nánar »

Höfundalög til umræðu á Alþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þremur frumvörpum um breytingar á höfundalögum í dag. Líflegar umræður sköpuðust um málið og óhætt er að segja að Píratar hafi verið leiðandi í þeirri umræðu. Sá tónn var sleginn í umræðunni að æskilegt væri að frumvörpin þrjú fari í umsagnarferli og ‘liggi í bleyti’ í sumar og verði tekin […]

Nánar »

Helgi Hrafn setti ofan í við forsætisráðherra

Helgi Hrafn Gunnarsson tók til máls í störfum þingsins í gær og hrakti ræðu forsætisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Hér má hlusta á ræðu Helga Hrafns: Virðulegi forseti. Í fyrirspurnatíma í gær var hæstv. forsætisráðherra spurður um viðhorf sitt til forvirkra rannsóknarheimilda. Þótt ræða hans hafi byrjað ágætlega með orðum um að það þyrfti að stíga […]

Nánar »

“I told you so”

Helgi Hrafn Gunnarsson fór á kostum í störfum þingsins og kenndi þingheimi að fara framhjá lögbanni á deildu.net og thepiratebay.se Farið á Google, stimplið inn „access piratebay“ og smellið á enter. Veljið fyrsta tengilinn. Hér má hlusta á hina stórskemmtilegu tveggja mínútna ræðu þingmannsins: Virðulegi forseti. Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem lögbann […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu

Í dag mælti Birgitta Jónsdóttir fyrir tillögu til þingsályktunnar um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu. Málið er eitt af forgangsmálum Pírata á þessu þingi. Í ræðu sinni nefndi Birgitta meðal annars að: Unga fólkið yfirgefur heimahagana á landsbyggðinni til að elta drauma sína. – Ef við viljum takast á við fólksflótta af landsbyggðinni, þurfum […]

Nánar »

Hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda

Jón Þór Ólafsson mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Um er að ræða eitt af forgangsmálum Pírata á yfirstandandi þingi. Málið er orðið þverpólitískt enda flutt af þingmönnum úr öllum flokkum. Ágætar umræður urðu í þinginu um málið í þessari fyrstu umræðu og fór hún vítt og breytt, allt frá […]

Nánar »

Jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu

Birgitta Jónsdóttir hefur, ásamt Helga Hrafni og Jóni Þór, lagt fram þingsályktunnartillögu um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að vinna aðgerðaráætlun með hliðsjón af net-hlutleysis hugmyndafræðinni um hvernig tryggja skuli jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu óháð búsetu og fjárhag. Tímasetning þessarrar tillögu tekur nokkurt mið […]

Nánar »

Hafa yfirvöld seilst í netþjóna?

Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um haldlagningu netþjóna. Fyrirspurnin er svohljóðandi Hve oft hefur verið lagt hald á netþjóna, þ.m.t. sýndarvélar, hér á landi eða þeir gerðir upptækir? Svar óskast sundurliðað eftir þeim sem framkvæmdu haldlagningu eða upptöku og þeim sem óskuðu eftir henni. Hve oft hafa gögn af slíkum netþjónum verið […]

Nánar »

Hvernig er gagnamagnið mælt?

Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um mælingu á gagnamagni í internetþjónustu. Fyrirspurnin er tilkomin vegna umræðu á grasrótarfundi sl. mánudag. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Hvernig eru mælingar á gagnamagni í fjarskipta-þjónustu og hraða á nettengingum gerðar? Hvaða mælitæki eru notuð og eru þau viðurkennd og vottuð? Telur ráðherra að mælingar á gagnamagni og […]

Nánar »