Posts Tagged ‘Höfundaréttur’

Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu í dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði […]

Nánar »

Höfundalög til umræðu á Alþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þremur frumvörpum um breytingar á höfundalögum í dag. Líflegar umræður sköpuðust um málið og óhætt er að segja að Píratar hafi verið leiðandi í þeirri umræðu. Sá tónn var sleginn í umræðunni að æskilegt væri að frumvörpin þrjú fari í umsagnarferli og ‘liggi í bleyti’ í sumar og verði tekin […]

Nánar »

“I told you so”

Helgi Hrafn Gunnarsson fór á kostum í störfum þingsins og kenndi þingheimi að fara framhjá lögbanni á deildu.net og thepiratebay.se Farið á Google, stimplið inn „access piratebay“ og smellið á enter. Veljið fyrsta tengilinn. Hér má hlusta á hina stórskemmtilegu tveggja mínútna ræðu þingmannsins: Virðulegi forseti. Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem lögbann […]

Nánar »

Birgitta á Copy Camp í Póllandi

Birgitta Jónsdóttir skrapp á Copy Camp í Póllandi og kemur vonandi hlaðin góðum hugmyndum til baka. Birgitta er sérstakur gestur og keynote speaker á ráðstefnunni ásamt Cory Doctorow. Hér eru nánari upplýsingar. https://copycamp.pl/en/ Meira síðar 🙂

Nánar »