Posts Tagged ‘Grasrót’

Óskað eftir tilnefningum í nefndir

Þingflokkur Pírata óskar eftir áhugasömu fólki til þátttöku í nefndarstörfum. Um fjölgun líffæragjafa Þingflokkurinn hefur fengið beiðni frá velferðarráðuneytinu um að tilnefna einn karl og eina konu í starfshóp um fjölgun líffæragjafa. Allar nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi. Þar kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að greidd verði þóknun fyrir […]

Nánar »

Hvernig er gagnamagnið mælt?

Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um mælingu á gagnamagni í internetþjónustu. Fyrirspurnin er tilkomin vegna umræðu á grasrótarfundi sl. mánudag. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Hvernig eru mælingar á gagnamagni í fjarskipta-þjónustu og hraða á nettengingum gerðar? Hvaða mælitæki eru notuð og eru þau viðurkennd og vottuð? Telur ráðherra að mælingar á gagnamagni og […]

Nánar »

Þingmenn Pírata vilja hitta grasrót að máli

Þingmenn Pírata hitta grasrót alla jafna annan mánudag í hverjum mánuði og nú er væntanlega um að ræða síðasta hitting fyrir þinglokin. Það er mikið í gangi í þinginu og unnið er að því að ná ákveðnum Píratamálum í gegn fyrir þinglok ásamt því að veita stjórninni aðhald. Þingmenn vilja hitta grasrótina sína og ræða […]

Nánar »

Fréttir af þingflokki

Fréttir af þingmönnum hér á síðunni hafa verið stopullar að undanförnu, og er þar meðal annars um að kenna löngu páskafríi þingsins seinnipart aprílmánaðar. Það er helst að frétta af okkur hér í þinginu er að tillaga um nýja stefnu í vímuefnamálum er til umfjöllunar í velferðarnefnd og leggja þingmenn Pírata allt kapp á að […]

Nánar »

Fulltrúi í samráðsnefnd um Seðlabankann

Þingflokkurinn hefur fengið erindi frá fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að þingflokkurinn tilnefni fulltrúa í samráðsnefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Þingflokkurinn hefur lagt höfuðið í bleyti til að reyna að finna hæfa manneskju með sérþekkingu á þessu sviði. Þingflokkur leitar  nú til grasrótar og óskar eftir ábendingum um einstaklinga, og / eða erindum […]

Nánar »

Tilnefning í nefnd um vinnumarkaðsstefnu

Þingflokkur Pírata leitar að fólki með áhuga/þekkingu á vinnumarkaðsmálum. Óskað hefur verið eftir tilnefningu þingflokksins á fulltrúa í nefnd um mótun tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála. Þeir sem hafa áhuga á að sitja í nefndinni fh. þingflokks Pírata sendið póst á adalheidura@althingi.is og gerið grein fyrir áhuga / þekkingu ykkar á málefninu.   Vakin er […]

Nánar »

Þingmenn funda með grasrót á mánudag

Þingmenn Pírata hitta grasrót sína að jafnaði annan mánudag í mánuði og fara yfir þau mál sem eru efst á baugi í þinginu og fá að heyra sjónarmið grasrótar. Þingmenn mæla sér nú mót við grasrót mánudaginn 14. april klukkan 20, í húsnæði MÍR, Hverfisgötu 105. Mikið hefur verið að gera hjá þingmönnum Pírata að […]

Nánar »

Ábendingar óskast: Sparisjóðaskýrslan komin í hús

Skýrsla rannsóknarnefndar um Sparisjóðina verður birt á morgun fimmtudag kl. 13. Þingmenn hafa sólarhring til að kynna sér efni skýrslunnar en umræða verður um hana í þingnefndum á föstudagsmorgun og á þingfundi eftir hádegi. Skýrslan er um 2000 síður og því varla á þingmenn lagt að ætla þeim að vera vel inn í málinu þegar […]

Nánar »

Svavar Kjarrval í tilraunaskyni

Erkipíratinn Svavar Kjarrval hefur hafið störf hjá þingflokki og verður hjá okkur um mánaðartíma. Um ólaunaða lærlingsstöðu er að ræða og er tilraunaverkefni þingflokks. Gangi verkefnið vel kann vel að vera að öðrum áhugasömum og duglegum Pírötum verði boðið að koma til starfa hjá þingflokki og taki þátt í starfi þingflokksins, afli upplýsinga, rýni í […]

Nánar »

Fyrir áhugasama grasrótara

Reykjavíkurborg  hefur óskað eftir tilnefningu frá þingflokki Pírata í viðræðuhóp um hvernig brúa skuli bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Sendið okkur póst á piratar@althingi.is ef þið hafið áhuga. Píratar tilnefna einn fulltrúa í viðræðuhópinn. Í bréfi frá Reykjavíkurborg segir: Á fundi borgarstjórnar 6. nóvember 2012 var samþykkt að óska eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið […]

Nánar »