Posts Tagged ‘Gegnsæi’

Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu í dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði […]

Nánar »

Píratar og Björt framtíð vilja öfluga uppljóstraravernd

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir mæltu í kvöld fyrir frumvarpi Bjartar framtíðar og Pírata um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Flokkarnir tveir hafa átt ánægjulegt og gott samstarf um þetta frumvarp sem sem flokkarnir leggja nú fram í sameiningu eftir að hafa endurbætt það töluvert frá því það var lagt fram á síðasta kjörtímabili. […]

Nánar »

Framkvæmd upplýsingalaga og upplýsingastefnu

Birgitta Jónsdóttir ræddi framkvæmd upplýsingalaga við forsætisráðherra á fyrirspurnafundi á Alþingi í gær. Birgitta spurði meðal annars hvers vegna ráðherra hafi ekki enn gefið Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga í samræmi við 3. mgr. 13. gr. laganna og hvenær hann hygðist gefa umrædda skýrslu. Þá spurði Birgitta hvort mörkuð hefði verið upplýsingastefna til fimm ára eins og […]

Nánar »

Frumvarp um sannleiksskyldu ráðherra

Jón Þór Ólafsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingflokks Pírata um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð sem gerir ráð fyrir að refsivert verði fyrir ráðherra að gefa Alþingi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum í máli sem Alþingi hefur til meðferðar […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Jón Þór óskar upplýsinga fyrir vinnslu fjárlaga o.fl.

Jón Þór Ólafsson beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgang að  ópersónugreinanlegum upplýsingum og gögnum sem liggja til grundvallar  skuldaleiðréttingunni; aðgengi almennings að skilmálum Landsbankabréfsins og i þriðja lagi spurði Jón Þór um aðgengi þingmanna að upplýsingum til að geta unnið breytingartillögu við tekju- og útgjaldafrumvörpin sem ráðherra hefur lagt fram. Fyrirspurn Jóns Þórs var svohljóðandi: […]

Nánar »

Helgi Hrafn um byssumálið í ræðustól Alþingis

Helgi Hrafn hefur í nokkrum tilvikum kvatt sér hljóðs í ræðustól Alþingis um stóra byssumálið. Síðasta ræða Helga Hrafns um málið, undir liðnum ‘störf þingsins’ hefst á þessum orðum: Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég á stundum svolítið erfitt með að túlka yfirlýsingar frá innanríkisráðuneytinu. Þegar þar er talað um „engin sambærileg gögn“ gæti […]

Nánar »

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […]

Nánar »

Ráðstefna í Finnlandi um opin gögn

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fór til Finnlands nýverið til þátttöku í Ráðstefnu með yfirskriftinni Opið Finnland 2014. Til umræðu á ráðstefnunni voru gögn og notkun þeirra, með það að markmiði að svara spurningum um hvers vegna er mikilvægt að hafa gögn opin og hvernig við getum notað opin gögn. Ráðstefnan leiddi saman fyrirtækjarekendur, félagasamtök og stofnanir; […]

Nánar »

Sérstakar umræður um TISA

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum í þinginu um TISA viðræðurnar. Í ræðu Birgittu kom meðal annars fram að: Með TISA-samkomulaginu, og öðrum slíkum yfirþjóðlegum viðskiptasáttmálum, sé verið að festa í sessi rétt fjárfesta og koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á fjölmörgum sviðum sem tengist viðskiptum. Á meðal þess sem […]

Nánar »