Posts Tagged ‘Friðhelgi einkalífs’

Ísland leiðir stefnumótunarvinnu um stafræna friðhelgi

Í vikunni sem leið sat Birgitta Jónsdóttir haustþing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), ásamt tveimur öðrum íslenskum þingmönnum, Valgerði Gunnarsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni. Tillaga Birgittu Jónsdóttur um að vinna að ályktun undir yfirskriftinni Lýðræði á stafrænum tímum, ógnir gegn friðhelgi einkalífsins og persónufrelsi var valin sem aðalmál fastanefndar sambandsins um Lýðræði og mannréttindi. Í tillögu Birgittu er meðal […]

Nánar »

Viljum við að öllu sé lekið?

Að gefnu tilefni þykir þingmönnum Pírata mikilvægt að árétta að vantrauststillaga þingflokksins snýst um annað og meira en leka minnisblaðs úr ráðuneyti innanríkisráðherra. Ef svo væri hefði tillagan verið borin upp miklu fyrr. Eins og þegar hefur komið fram er vantraustið fyrst og fremst tilkomið vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem undið hefur upp á sig jafnt […]

Nánar »

Hafa yfirvöld seilst í netþjóna?

Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um haldlagningu netþjóna. Fyrirspurnin er svohljóðandi Hve oft hefur verið lagt hald á netþjóna, þ.m.t. sýndarvélar, hér á landi eða þeir gerðir upptækir? Svar óskast sundurliðað eftir þeim sem framkvæmdu haldlagningu eða upptöku og þeim sem óskuðu eftir henni. Hve oft hafa gögn af slíkum netþjónum verið […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um upplýsingaöflun stjórnmálaflokka

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til innanríkisráðherra, sem varða upplýsingasöfnun stjórnmálaflokka um kjósendur. Önnur fyrirspurnin varðar afhendingu Þjóðskrár á kjörskrárstofnum til stjórnmálaflokka og er svohljóðandi: Af hversu miklum tekjum hefur Þjóðskrá Íslands orðið á seinustu 15 árum vegna fyrirmæla ráðuneytisins um að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofna, límmiða og önnur gögn endurgjaldslaust í stað […]

Nánar »

Fyrirspurn um opnun sendibréfa

Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fyrirspurn fyrir innanríkisráðherra í 8. liðum um opnun sendibréfa. Fyrirspurnin er svohljóðandi: 1. Hversu oft á árunum 2005–2013 hafa íslensk stjórnvöld, eða einhver í þeirra umboði, opnað sendibréf til og frá Íslandi án þess að það hafi verið hluti af rannsókn tiltekins sakamáls? Í hversu mörgum af þeim tilfellum var beðið […]

Nánar »

Sáttmáli um vernd friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um að Alþingi feli utanríkisráðherra að beita sér fyrir gerð sáttmála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um vernd friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum. Birgitta Jónsdóttir vann töluvert að undirbúningi málsins ásamt Pétri H. Blöndal og formanni nefndarinnar Ögmundi Jónassyni. Tillöguna og greinargerð með […]

Nánar »

Fréttir af þingflokki

Fréttir af þingmönnum hér á síðunni hafa verið stopullar að undanförnu, og er þar meðal annars um að kenna löngu páskafríi þingsins seinnipart aprílmánaðar. Það er helst að frétta af okkur hér í þinginu er að tillaga um nýja stefnu í vímuefnamálum er til umfjöllunar í velferðarnefnd og leggja þingmenn Pírata allt kapp á að […]

Nánar »

Fyrirspurnir um ástæður hlerana og sendingu sönnunargagna með tölvupósti

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til innanríkisráðherra. Fyrri fyrirspurnin varðar ástæður hleranna frá árinu 2008 og er svohljóðandi. 1. Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2008, flokkað eftir mánuðum og tegund brota sem til rannsóknar voru? 2. Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar […]

Nánar »

Af hverju eykst fylgi Pírata?

Birgitta Jónsdóttir var á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun og sagði frá störfum sínum, meðal annars í Alþjóðaþingmanna-sambandinu. Hún ræddi friðhelgismálin og sagði frá þeim áhrifum sem twittermálið hennar hefur haft, ályktun Sameinuðu þjóðana um friðhelgi einkalífs í hinum stafræna heimi og lýsti áhyggjum af fyrirhuguðum netsíum á Íslandi. Birgitta ræddi einnig um […]

Nánar »

Birgitta Jónsdóttir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins

Birgitta er stödd í Genf um þessar mundir á þingi Alþjóða-þingmannasambandsins (IPU). Þar vinnur hún að ýmsum málum, sérstaklega mannréttindamálum. Í gær voru almennar umræður meðal þingmanna og flutti Birgitta þessa ræðu við það tækifæri:     Dear fellow MP’s of the IPU If we don’t have freedom of information, expression and speech, we can’t claim […]

Nánar »