Posts Tagged ‘Friðhelgi einkalífs’

Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu í dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði […]

Nánar »

Sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður ítarlegs þingmáls sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu. Með tillögunni er lagt til að unnið verði lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Við undirbúning frumvarpsins beri líta til eftirfarandi verkefna slíkrar […]

Nánar »

Sérstök umræða um stafræna skuggann og símhleranir

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum á Alþingi í gær um gagnageymd og heimildir lögreglu til símhlerana. Til andsvara var innanríkisráðherra, Ólöf Nordal. Helstu áherslur umræðunnar voru: Úrskurðir dómstóla um heimildir til hlerana, forvirkar rannsóknir lögreglu og leiðir til aukins réttaröryggis. Þátttakendur í umræðunni auk Birgittu og Ólafar voru Guðbjartur Hannesson, Ögmundur Jónasson, Elsa Lára […]

Nánar »

Afnám gagnageymdar

Píratar hafa lagt fram frumvarp um afnám gagnageymdar. Samkvæmt 3. mgr. 42. gr. laga um fjarskipti er fjarskiptafyrirtækjum gert skylt að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu sakamálarannsókna. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, jafnframt því að upplýsa um […]

Nánar »

Hert skilyrði við símhlerunum

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp um hert skilyrði við símhlerunnum. Breytingarnar sem lagðar eru til eru til komnar til að mæta gagnrýni um að íslenskir dómstólar veiti nánast undantekningarlaust heimild til hlustunar og skoðunar á fjarskiptagögnum þegar óskað er eftir því. Af svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar (þskj. 547 í 116. máli) […]

Nánar »

Helgi Hrafn setti ofan í við forsætisráðherra

Helgi Hrafn Gunnarsson tók til máls í störfum þingsins í gær og hrakti ræðu forsætisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Hér má hlusta á ræðu Helga Hrafns: Virðulegi forseti. Í fyrirspurnatíma í gær var hæstv. forsætisráðherra spurður um viðhorf sitt til forvirkra rannsóknarheimilda. Þótt ræða hans hafi byrjað ágætlega með orðum um að það þyrfti að stíga […]

Nánar »

Aðhaldsfrumvarp fyrir hleranir

Í gær lögðu Píratar fram frumvarp sem ætlað er að auka aðhald á dómstóla þegar lögregla óskar úrskurðar um hlerunnarheimild. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og mælst er til þess að ný grein verði til 84. gr. a. svohljóðandi: Áður en dómari tekur ákvörðun um heimild til aðgerða […]

Nánar »

Birgitta óskaði upplýsinga um málaskrá lögreglu

Birgitta Jónsdóttir átti orðastað við innanríkisráðherra í dag um málaskrá lögreglu (Löke).  Spurði Birgitta meðal annars hvort gerð hafi verið gangskör að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu væru hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar hafi verið skráðir hjá lögreglu, […]

Nánar »

Um hræðsluáróður Ríkislögreglustjóra

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í dag og gerði alvarlegar athugasemdir við mat Ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn. Birgitta gagnrýndi harkalega málflutninginn í skýrslunni og meðal annars tillögur um félagsleg úrræði fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni. Það er ekki síst skilgreining lögreglunnar á róttækum öflum sem Birgitta lýsti furðu sinni á, […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »