Posts Tagged ‘Frelsi’

Höfundalög til umræðu á Alþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þremur frumvörpum um breytingar á höfundalögum í dag. Líflegar umræður sköpuðust um málið og óhætt er að segja að Píratar hafi verið leiðandi í þeirri umræðu. Sá tónn var sleginn í umræðunni að æskilegt væri að frumvörpin þrjú fari í umsagnarferli og ‘liggi í bleyti’ í sumar og verði tekin […]

Nánar »

Helgi Hrafn um þjóðkirkjuna og 20. október 2012

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ og gerði þjóðarviljann í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 að séstöku umtalsefni. Einkum þó viðhorf manna til ákvæðis um þjóðkirkju í stjórnarskrá. Ræða Helga Hrafns var svohljóðandi:   Virðulegi forseti, Í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þann 20. október 2012 var sex spurninga spurt. Sú […]

Nánar »

“I told you so”

Helgi Hrafn Gunnarsson fór á kostum í störfum þingsins og kenndi þingheimi að fara framhjá lögbanni á deildu.net og thepiratebay.se Farið á Google, stimplið inn „access piratebay“ og smellið á enter. Veljið fyrsta tengilinn. Hér má hlusta á hina stórskemmtilegu tveggja mínútna ræðu þingmannsins: Virðulegi forseti. Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem lögbann […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Sérstakar umræður um TISA

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum í þinginu um TISA viðræðurnar. Í ræðu Birgittu kom meðal annars fram að: Með TISA-samkomulaginu, og öðrum slíkum yfirþjóðlegum viðskiptasáttmálum, sé verið að festa í sessi rétt fjárfesta og koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á fjölmörgum sviðum sem tengist viðskiptum. Á meðal þess sem […]

Nánar »

Hvað hefur áunnist varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum?

Samkvæmt  3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga skal [forsætis]ráðherra gefa Alþingi reglulega skýrslu  um framkvæmd laganna, þar á meðal um hvað áunnist hafi varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum. Þá skal ráðherra hafa forgöngu um mörkun upplýsingastefnu til fimm ára í senn sem unnin skal í samráði við almenning, Blaðamannafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, skjalaverði opinberra […]

Nánar »

Píratar standa með verkfallsréttinum

Það er skylda þingmanna Pírata að standa vörð um, efla og vernda borgararéttindi. Verkfallsrétturinn á stoð í ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi og í dag (og fram í nóttina) standa Píratar sína plikt í þinginu, til verndar mannréttinum. Þingmennirnir munu standa vaktina fram eftir kvöldi, því ræða á frumvarp innanríkisráðherra um lög á […]

Nánar »

Helgi Hrafn um almannarétt og gjaldtöku á ferðamannastöðum

Helgi Hrafn tók þátt í sérstökum umræðum um almannarétt og gjaldtöku á ferðamannastöðum í dag og lagði áherslu á frelsið.   Virðulegi forseti. Náttúru Íslands fylgir ákveðin frelsistilfinning. Stór hluti þeirrar frelsistilfinningar er sú staðreynd að við höfum greiðan aðgang að náttúrunni. Það er ekki það sama að sjá dýr í náttúrunni annars vegar og dýr […]

Nánar »

Birgitta í vikulokunum

Birgitta var í vikulokunum á laugardag og ræddi meðal annars um fíkniefnastefnu Pírata. Þáttinn er hér að finna.

Nánar »