Posts Tagged ‘Fjölmiðlar’

Afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta var lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki rætt. Er það nú lagt fram að nýju óbreytt. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr um framgang IMMI

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag beindi Helgi Hrafn Gunnarsson fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um framgang IMMI verkefnisins í ráðuneytinu. Fyrirspurn Helga var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga um að Íslandi markaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hugmyndin var góð og var samþykkt einróma. Hún fjallaði […]

Nánar »

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […]

Nánar »

Gagnasafn RÚV

Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag átti Birgitta Jónsdóttir samræðu við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um gagnasafn Rúv og varðveislu þess. Hér að neðan má lesa ræðu Birgittu við upphaf umræðunnar og myndskeið af umræðunni allri. Forseti, Fyrir nokkrum árum náðist að bjarga fyrsta viðtalinu sem tekið var upp hjá útvarpinu árið 1935. Þetta […]

Nánar »

Píratar óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Píratar hafa óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um meintar ástæður brotthvarfs Stefáns Eiríkssonar úr starfi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Svohljóðandi bréf var sent til nefndarinnar fyrir stundu. Á málefnasviði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru m.a. málefni stjórnarráðsins í heild sbr. 8. tl. 1. mgr. 13. gr. þingskaparlaga. Þá hefur nefndin skv. sama ákvæði, […]

Nánar »

Hvað hefur áunnist varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum?

Samkvæmt  3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga skal [forsætis]ráðherra gefa Alþingi reglulega skýrslu  um framkvæmd laganna, þar á meðal um hvað áunnist hafi varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum. Þá skal ráðherra hafa forgöngu um mörkun upplýsingastefnu til fimm ára í senn sem unnin skal í samráði við almenning, Blaðamannafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, skjalaverði opinberra […]

Nánar »

Jón Þór í Minni skoðun

Jón Þór Ólafsson var í minni skoðun í dag og fór yfir fréttir vikunnar ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Rætt var um ríkisútvarpið, stöðu mála í þinginu, skuldaniðurfellingu, stöðu mála á Krímskaga, utanríkispólitik forseta Íslands og utanríkisráðherra og stöðu og framtíð íbúðalánasjóðs. Hjá Jóni Þór voru áhrif og réttindi almennra borgara efst á […]

Nánar »

Helgi Hrafn á Sprengisandi

Helgi Hrafn Gunnarsson var á Sprengisandi í morgun og ræddi frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir ólögmæta tjáningu. Hægt er að hlusta á viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við Helga Hrafn hér og það hefst á 5.50 mínútu.   

Nánar »

Jafnréttisstefna Pírata rædd í Harmageddon

Birgitta Jónsdóttir ræddi viðhorf sín til jafnréttisstefnu Pírata í Harmageddon í morgun og lýsti óskum sínum um að stefnan verði tekin til endurskoðunar.  Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Nánar »

Birgitta í vikulokunum

Birgitta var í vikulokunum á laugardag og ræddi meðal annars um fíkniefnastefnu Pírata. Þáttinn er hér að finna.

Nánar »