Posts Tagged ‘Fangar’

Fyrsta þingmál Pírata á 145. þingi – OPCAT

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögu um fullgildingu OPCAT sem er viðbótarsamningur við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Í samningi þessum er kveðið á um eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipta einstaklinga s.s. fangelsi, geðsjúkrahús o.fl. Íslenska ríkið undirritaði samninginn árið 2003 en hefur enn ekki fullgilt hann og komið honum til framkvæmda. Verði tillaga þessi […]

Nánar »

Lítið að gerast í betrunarmálum á Íslandi

Helgi Hrafn Gunnarsson átti samræðu við innanríkisráðherra í gær um betrun í fangeslum, endurkomutíðni í fangelsi og lífið eftir að afplánun líkur. Gagnrýndi Helgi Hrafn meðal annars að þrátt fyrir að ýmislegt væri að gerast í fangelsismálum virðist lítið þokast í betrunarmálum hér á landi. Nýtt fangelsi er í smíðum og frumvarp til nýrra laga […]

Nánar »

Námsráðgjafa stolið af föngum

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í morgun til að vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Þegar staðan var skorin úr 100% niður í 50% gafst námsráðgjafinn upp og lét af […]

Nánar »

Mælt fyrir tilllögu um fullgildingu viðbótarsamnings við pyndingasamning SÞ

Helgi Hrafn Gunnarsson mælti í kvöld fyrir tillögu um fullgildinu OPCAT (Optional Protocol to the Convention Against Torture). Í ræðu Helga Hrafns segir meðal annars: Efni bókunarinnar lýtur fyrst og fremst að stofnun og starfsemi innlendra og erlendra eftirlitsaðila og skuldbindingum aðildarríkja þar að lútandi. Samkvæmt bókuninni er hinni alþjóðlegu nefnd falið að heimsækja með […]

Nánar »

Fullgilding OPCAT

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT). Í tillögunni er einnig lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að hefja án tafar undirbúning að setningu laga um […]

Nánar »