Posts Tagged ‘ESB’

Birgitta bendir á lýðræðisvilja Vigdísar Hauks

Ræða Birgittu Jónsdóttur um Evrópumál í vikunni, vakti töluverða athygli í þinginu og urðu margir til að vísa til hennar. Í ræðunni rifjaði Birgitta upp lýðræðishugsjónir Vigísar Hauksdóttur og fleiri þingmanna frá síðasta kjörtímabili. Hér má hlusta á ræðu Birgittu. Forseti. Undanfarnir dagar hafa verið stórfurðulegir á allan hátt. Samkvæmt því sem komið hefur fram […]

Nánar »

Af hverju eykst fylgi Pírata?

Birgitta Jónsdóttir var á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun og sagði frá störfum sínum, meðal annars í Alþjóðaþingmanna-sambandinu. Hún ræddi friðhelgismálin og sagði frá þeim áhrifum sem twittermálið hennar hefur haft, ályktun Sameinuðu þjóðana um friðhelgi einkalífs í hinum stafræna heimi og lýsti áhyggjum af fyrirhuguðum netsíum á Íslandi. Birgitta ræddi einnig um […]

Nánar »

Fyrirspurn um friðhelgi einkalífs í stafrænum heimi

Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til innanríkisráðherra um friðhelgi einkalífs í hinum stafræna heimi. Fyrirspurnin er svohljóðandi:   Hefur ráðherra gripið til einhverrra eftirfarandi aðgerða í kjölfar ályktunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að réttur til friðhelgi einkalífs í hinum stafræna heimi séu alþjóðlega skilgreind mannréttindi sem ríki heims þurfi að […]

Nánar »

Jómfrúarræða Ástu Helgadóttur

Í gær flutti Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata sína fyrstu ræðu á Alþingi, þegar hún tók þátt í umræðu um tilllögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hér má lesa ræðuna hennar og fyrir neðan textann er myndskeiðið. “Virðulegi forseti, það er mér heiður að fá að ávarpa hið háa Alþingi, sem hér er saman […]

Nánar »

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar þess efnis að Alþingi álykti að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010. Sjá nánar fréttatilkynningu þingflokks vegna stjórnartillögu um að aðildarviðræðum skuli slitið.   Eftirfarandi spurning […]

Nánar »

Málþóf – Málskot – Mótmæli

Í umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum, eru nokkur atriði sem þingflokkur Pírata vill vekja athygli á. Um þingsályktunartillögu er að ræða og þess vegna er ekki hægt að beita málþófi eins og ef um lagafrumvarp væri að ræða. Sjá reglur um ræðutíma. Forseti Íslands, hr Ólafur Ragnar Grímsson, getur ekki skotið […]

Nánar »