Posts Tagged ‘Efnahagsmál’

Skjaldborg um hátekjufólkið

Birgitta Jónsdóttir hóf ræðu sína um tekjuöflunarfrumvörp stjórnarinnar á eftirfarandi ljóði: Þú varst bæði auralaus og illa klæddur maður, með afar stóra fætur og raunalegar hendur. Þú hafðir enga þýðingu í þjóðmálum sem slíkur, og það veit enginn til hvers þú varst í heiminn sendur. Og sjaldan heyrðist talað um sálargáfur þínar, og sennilegt þær […]

Nánar »

Birgitta Jónsdóttir spyr forsætisráðherra um matarskattinn

Birgitta Jónsdóttir beindi í dag óundirbúinni fyrirspurn til forsætisráðherra um afstöðu hans og hans flokks til hækkunar á matarskatti. Fyrirspurn Birgittu var svohljóðandi: Forseti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með að stjórnarflokkarnir eru ekki alveg samstiga þegar kemur að útfærslu á sköttum eða breytingum á sköttum og þá sér í lagi […]

Nánar »

Jón Þór óskar upplýsinga fyrir vinnslu fjárlaga o.fl.

Jón Þór Ólafsson beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgang að  ópersónugreinanlegum upplýsingum og gögnum sem liggja til grundvallar  skuldaleiðréttingunni; aðgengi almennings að skilmálum Landsbankabréfsins og i þriðja lagi spurði Jón Þór um aðgengi þingmanna að upplýsingum til að geta unnið breytingartillögu við tekju- og útgjaldafrumvörpin sem ráðherra hefur lagt fram. Fyrirspurn Jóns Þórs var svohljóðandi: […]

Nánar »

Frumvarp um styttri vinnutíma

Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um 40 stunda vinnuviku sem mælir fyrir um að vinnudagur styttist um eina klukkustund á dag. Vinnuvikan verði þannig 35 vinnustundir í stað 40 stunda. Hér má lesa frumvarpið og kynna sér framvindu þess á þingi.   Í greinargerð með frumvarpinu segir:  Frumvarpið felur […]

Nánar »

Borgaralaun

Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti: að fela félags- og húsnæðismálaráðherra í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp til að kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg […]

Nánar »

Hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda

Jón Þór Ólafsson mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Um er að ræða eitt af forgangsmálum Pírata á yfirstandandi þingi. Málið er orðið þverpólitískt enda flutt af þingmönnum úr öllum flokkum. Ágætar umræður urðu í þinginu um málið í þessari fyrstu umræðu og fór hún vítt og breytt, allt frá […]

Nánar »

Netvænt land

Jón Þór Ólafsson hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Um er að ræða efnahagsáherslur sem Píratar hafa haldið á lofti. Með tillögunni er lagt til að á Íslandi verði skapað vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annari upplýsingatækni ásamt vernd á […]

Nánar »