Posts Tagged ‘Beint lýðræði’

Birgitta bendir á lýðræðisvilja Vigdísar Hauks

Ræða Birgittu Jónsdóttur um Evrópumál í vikunni, vakti töluverða athygli í þinginu og urðu margir til að vísa til hennar. Í ræðunni rifjaði Birgitta upp lýðræðishugsjónir Vigísar Hauksdóttur og fleiri þingmanna frá síðasta kjörtímabili. Hér má hlusta á ræðu Birgittu. Forseti. Undanfarnir dagar hafa verið stórfurðulegir á allan hátt. Samkvæmt því sem komið hefur fram […]

Nánar »

Beðið um afstöðu forsætisráðherra til stjórnarskrárbreytinga

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra í tilefni af þeim orðum sem menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lét falla í þinginu í fyrradag. Hér má horfa á umræðurnar í heild, en þær tóku u.þ.b. 6 mínútur. Í lok ræðu sinnar bar Birgitta upp eftirfarandi spurningar: Í fyrsta […]

Nánar »

Mælt fyrir tilllögu um að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012

Þann 20. október síðastliðinn lagði Birgitta Jónsdóttir, ásamt öðrum þingmönnum Pírata, fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi álykti að fara skuli að vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána 20. október 2012. Í dag mælti Jón Þór Ólafsson fyrir tillögunni á Alþingi. Í ræðu Jóns Þórs segir meðal annars: Þjóðin […]

Nánar »

Alþingi virði þjóðarviljann frá 20. október 2012

Í dag eru tvö ár frá því kjósendur lýstu afstöðu sinni til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkurra spurninga um stjórnarskrármál. Af þessu tilefni leggja þingmenn Pírata fram í dag, tilllögu til þings-ályktunar um að Alþingi álykti að fara beri að skýrum vilja meiri hluta kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 og skorar á forsætisráðherra […]

Nánar »

Jón Þór í Minni skoðun

Jón Þór Ólafsson var í minni skoðun í dag og fór yfir fréttir vikunnar ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Rætt var um ríkisútvarpið, stöðu mála í þinginu, skuldaniðurfellingu, stöðu mála á Krímskaga, utanríkispólitik forseta Íslands og utanríkisráðherra og stöðu og framtíð íbúðalánasjóðs. Hjá Jóni Þór voru áhrif og réttindi almennra borgara efst á […]

Nánar »

Jómfrúarræða Ástu Helgadóttur

Í gær flutti Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata sína fyrstu ræðu á Alþingi, þegar hún tók þátt í umræðu um tilllögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hér má lesa ræðuna hennar og fyrir neðan textann er myndskeiðið. “Virðulegi forseti, það er mér heiður að fá að ávarpa hið háa Alþingi, sem hér er saman […]

Nánar »

Breyting á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar)

Ásta Helgadóttir, varaþingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á sveitarstjórnarlögum, sem útbýtt var í þinginu í gær.  Í 108. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, er kveðið á um að 20% kosningarbærra íbúa í sveitarfélagi geti óskað íbúakosninga og er þá skylt að verða við því eigi síðar en innan árs frá því að óskin berst. […]

Nánar »

Jafnréttisstefna Pírata rædd í Harmageddon

Birgitta Jónsdóttir ræddi viðhorf sín til jafnréttisstefnu Pírata í Harmageddon í morgun og lýsti óskum sínum um að stefnan verði tekin til endurskoðunar.  Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Nánar »