Þingmál pírata

Sérstakar umræður um áhrif málshraða við lagasetningu

Á morgun klukkan 11:00 verða sérstakar umræður um áhrif málshraða við lagasetningu. Málshefjandi er Birgitta Jónsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Í kjölfar skýrslu Umboðsmanns Alþingis kom Umboðsmaður á opinn fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að fara yfir efni skýrslunnar. Í nefndaráliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í framhaldi fundarins segir meðal annars: […]

Nánar »

Helgi Hrafn spyr innanríkisráðherra um viðbrögð við skýrslu um stefnu í vímuefnamálum

Helgi Hrafn tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu til að falast eftir viðbrögðum innanríkisráðherra við skýrslu starfshóps um stefnu í vímuefnamálum sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar. Hægt er að sjá og lesa alla umræðuna hér að neðan. Helgi Hrafn: Virðulegi forseti. Nýlega gaf heilbrigðisráðherra út skýrslu um mótun stefnu til að draga úr […]

Nánar »

Helgi Hrafn mælir fyrir þingsályktunartillögu um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu

Helgi Hrafn er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), en tillagan kallar eftir því að Alþingi feli utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að stofnuninni. Fyrsta umræða fór fram í vikunni og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Meðflutningsmenn tillögunnar eru Katrín Jak­obs­dótt­ir, Páll Val­ur Björns­son, Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, […]

Nánar »

Tillaga Pírata um tölvutækt snið þingskjala var samþykkt á Alþingi

Þingsályktunartillaga Pírata sem Helgi Hrafn Gunnarsson flutti, um tölvutækt snið þingskjala var samþykkt á síðasta degi vorþingsins sl. fimmtudag. Í ályktuninni er lagt til að þingskjöl sem birta skal í Alþingistíðindum, sbr. 90. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, verði gefin út á tölvutæku sniði þannig að lög, kaflar í lögum, lagagreinar, málsgreinar, málsliðir, […]

Nánar »

Vilja segja upp samningi ríkis og kirkju um kirkjujarðir og laun presta

Þingmenn Pírata hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem kveður á um að ríkisstjórninni verði falið að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá árinu 1997. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir.  Hér fyrir neðan má lesa valda kafla úr greinargerð með tillögunni, en tillöguna sjálfa og greinargerð í heild […]

Nánar »

Helgi Hrafn vill aðild að geimvísindastofnun Evrópu

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur, ásamt 13 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum, lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu fyrir Íslands hönd. Geimvísindastofnunin (ESA) hefur það markmið að vera samstarfsvettvangur Evrópuríkja í geim- og tæknirannsóknum. ESA eru sjálfstæð samtök en eiga í nánu samstarfi við Evrópusambandið […]

Nánar »

Afnám sjálfkrafa skráningar barna í trúfélög

Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp um skráningu barna í trúfélög. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en auk Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Helga Hrafns Gunnarssonar eru meðflutningsmenn Brynhildur Pétursdóttir, Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir. Samkvæmt gildandi lögum eru börn við fæðingu sjálfkrafa skráð í það trúfélag eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru […]

Nánar »

Hagsmunaskráning þingmanna

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingar á þingsköpum og almennum hegningarlögum, þess efnis í fyrsta lagi að alþingismenn skuli gera opinberlega grein fyrir hvers kyns persónulegum hagsmunum eða hagsmunaárekstrum við meðferð máls á Alþingi, með yfirlýsingu á þingfundi, í nefndum þingsins eða á þeim vettvangi sem við á hverju sinni. Í öðru lagi […]

Nánar »

Píratar leggja fram lyklafrumvarp

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður að nýju svohljóðandi frumvarpi um breytingu á lögum um samningsveð: Lánveitandi, sem í atvinnuskyni veitir einstaklingi lán til kaupa á fasteign sem ætluð er til búsetu og tekur veð í eigninni til tryggingar endurgreiðslu lánsins, getur ekki leitað fullnustu kröfu sinnar í öðrum verðmætum veðsala en veðinu. Krafa lánveitanda á […]

Nánar »

Hættum að banna bingó á föstudaginn langa

Píratar hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lög um helgidagafrið verði afnumin og fyrir þrábeiðni Guðmundar Steingrímssonar fékk hann að vera með. Í greinargerð með frumvarpinu eru rök þess útskýrð og þar segir: Markmið þessarra löngu úreltu laga er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld og takmarka afþreyingu fólks á helgidögum þjóðkirkju-nnar. […]

Nánar »