Fréttir

Helgi Hrafn spyr innanríkisráðherra um viðbrögð við skýrslu um stefnu í vímuefnamálum

Helgi Hrafn tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu til að falast eftir viðbrögðum innanríkisráðherra við skýrslu starfshóps um stefnu í vímuefnamálum sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar. Hægt er að sjá og lesa alla umræðuna hér að neðan. Helgi Hrafn: Virðulegi forseti. Nýlega gaf heilbrigðisráðherra út skýrslu um mótun stefnu til að draga úr […]

Nánar »

Píratar standa vaktina: Verja borgararéttindi og friðhelgi einkalífs

Breytingar á lögum um meðferð sakamála voru til umræðu í þinginu á dögunum. Nánar til tekið var um að ræða skilyrði til símhlustunar og hlerana, sem verið er að þrengja. Helgi Hrafn tók til máls í umræðum um málið í þinginu og benti á að ekki mátti muna miklu til að illa færi vegna þess […]

Nánar »

Fjármálaráðherra ýjar að lengra þinghaldi til að koma lífeyrissjóðamálinu í gegn

Birgitta Jónsdóttir spurði fjármálaráðherra út í breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og lýsti áhyggjum sínum af því að verið væri að hraða svo stóru máli í gegnum þingið án gaumgæfilegrar skoðunar og þverpólitísksstuðnings rétt fyrir kosningar. Fjármálaráðherra sagðist vilja framlengja þingið ef ekki tækist að koma því í gegnum þing á áætluðum starfstíma þingsins. Hægt er að […]

Nánar »

Birgitta á Le Monde Festival

Birgitta Jónsdóttir var í Frakklandi um síðustu helgi þar sem hún var einn af aðalviðmælendum á Le Monde Festival en aðrir viðmælendur voru meðal annars Vandana Shiva og Garry Kasparov. Á viðburðinum ræddi Birgitta við blaðamann Le Monde, Martin Untersinger, um framtíðarsýn Pírata, lýðræði á stafrænum tímum, friðhelgi einkalífs, vernd uppljóstrara og afleiðingar Panamaskjalanna.  Áhugi […]

Nánar »

Helgi Hrafn um óheiðarleika stjórnmálamanna

Helgi Hrafn tók til máls í þinginu undir liðnum störf þingsins. Þar ræddi hann um óheiðarleika í stjórnmálum, þá tilhneigingu sumra til að fara með rangt mál til þess eins að koma höggi á andstæðinginn og þá eðlilegu afleiðingu af slíkum vinnubrögðum, að það rýri traust á Alþingi og stjórnmálum almennt. Virðulegi forseti. Það er […]

Nánar »

Birgitta um meinta skýrslu fjárlaganefndar

Birgitta Jónsdóttir tók til máls á þinginu undir liðnum störf þingsins til að ræða skýrslu sem formaður og varaformaður fjárlaganefndar unnu og kostuðu í sameiningu og kynntu sem afurð fjárlaganefndar. Forseti. Það verður að viðurkennast að ég er svolítið ringluð yfir vinnubrögðum við skýrsluna eða ritgerðina sem var unnin af „meiri hluta fjárlaganefndar“. Þetta er […]

Nánar »

,,Virðulegi forseti. Þetta er engin málamiðlun.”

Helgi Hrafn tók til máls í umræðum í þinginu um frumvarp forsætisráðherra um stjórnskipunarlög, en þar gagnrýndi hann hið lokaða ferli sem einkenndi vinnu stjórnarskrárnefndar og sagði það leiða af sér lögmæta, réttmæta og rökrétta tortryggni. Þá gagnrýndi Helgi synjunarþröskuldin sem finna má í frumvarpsinu sem hann telur andlýðræðislegan og gera heimasetu í þjóðaratkvæðagreiðslum að […]

Nánar »

Um mikilvægi þverpólitískrar samvinnu og langtímaáætlanir

Birgitta tók til máls á þinginu og lýsti áhyggjum sínum á óvönduðum vinnubrögðum í þinginu sem hún sagði hægt að breyta með betri samvinnu og vinnu við langtímaáætlanir. Þverpólitísk vinna tryggir betur framgang mála þrátt fyrir breytingar á því hver fari með völd hverju sinni. Píratar hafa lengi talað fyrir leiðum til að efla þingið, […]

Nánar »

Pólitík og gagnrýnin hugsun

Helgi Hrafn tók til máls á þinginu og ræddi um þann hvata sem viðgengst innan pólitísks vettvangs til að grugga sannleiksleit – að óheiðarleika í pólitík væri tekið sem sjálfsögðum hlut. Helgi Hrafn lagði áherslu á að fólk glöggvi sig á samhengi orðræðunnar: ,,Þess vegna langar mig að leggja það til við áheyrendur sem hlusta […]

Nánar »

Hvetur til samráðs og samstarfs um stór pólitísk mál

Ásta Guðrún tók til máls í þinginu í gær og hvatti til víðs samráðs þegar ráðist er í breytingar á stórum málum eins og fyrirkomulagi Lánasjóði íslenskra námsmanna, en Ásta vakti athygli á því að umsagnaraðilar um LÍN frumvarpið hafi kvartað yfir sýndarsamráði. Hægt er að sjá og lesa ræðuna hér að neðan.   Virðulegi […]

Nánar »