Fréttatilkynningar

Þverpólitísk stjórn Rúv eða bara pólitísk?

Fréttatilkynning frá þingflokki Pírata Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að  fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem […]

Nánar »

Yfirlýsing vegna fríverslunarsamnings við Kína

Píratar eru almennt hlynntir frjálsari viðskiptum. Gagnrýni Pírata á samþykkt hins nýsamþykkta fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína er margþætt, en helst ber að vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal rétt í þessu: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og […]

Nánar »

Í fangelsi fyrir skoðanir á Íslandi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun nú seinnipartinn mæla fyrir breytingartillögum á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hatursáróður. Þingmenn Pírata taka undir markmið frumvarpsins sem er að draga úr hatursáróðri og hatri almennt. Píratar telja hins vegar að algjört bann við ákveðnum skoðunum og tjáningu þeirra sé í grundvallaratriðum röng aðferð. Ekki verður tekist á við hatur […]

Nánar »

Fyrirspurnir um öryggissveitir í Írak og þátt rússa í hruninu

Útbýtt hefur verið í þinginu, fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, um fjármögnun öryggissveita í Írak. Þar spyr Birgitta utanríkisráðherra meðal annars hve miklum fjármunum íslenska ríkið hefur varið í þjálfunarverkefni Atlashafsbandalagsins, tengdum Írak; hvaða upplýsingar stjórnvöld fengu um nýtingu fjárframlaga í NTM-I verkefnið og í hverju þjálfun og störf öryggissveitana hafi falist; hvort ráðherra sé kunnugt […]

Nánar »

Vegna Vodafone lekans

Þingflokkur Pírata vill í kjölfar umfangsmestu netárásar hérlendis sem vitað er um benda á eftirfarandi staðreyndir. Fyrirtæki sem hýsa viðkvæm gögn þurfa að verja þá sem treysta þeim fyrir gögnunum með öllum tiltækum ráðum. Kerfin eru aldrei sterkari en veikasti hlekkur þeirra. Öryggi verður að vera í stöðugri þróun og verkferlar í hringum mælingu á […]

Nánar »

Framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni

Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framferði kínverskra yfirvalda gangvart Tíbetsku þjóðinni. Tillagan er í nokkrum liðum og er mælst til þess að Alþingi lýsi yfir þungum áhyggjum af vaxandi ofbeldi og kúgun kínverskra yfirvalda gagnvart Tíbet, fordæmi vaxandi hörku gagnvart friðsamlegum mótmælum í Tíbet, hvetji kínversk stjórnvöld til að aflétta herkví í Tíbet og hleypa […]

Nánar »

Nauðungarsala (frestun nauðungarsölu)

Þingmenn Pírata hafa lagt fram lagafrumvarp þar sem lagt er til að Íbúðalánasjóði verði tímabundið óheimilt að krefjast nauðungarsölu á fasteign eða ráðstöfun hennar. Er hér um að ræða tímabundið ákvæði vegna þeirrar óvissu sem enn ríkir í fjármálum skuldugra heimila eftir efnahagshrunið. Lagafrumvarpið: Nauðungarsala (frestun nauðungarsölu). Umfjöllun um frumvarpið á vettvangi Alþingis er hér að finna.

Nánar »

Vegna árása á Láru Hönnu

Þingflokkur Pírata vill koma eftirfarandi á framfæri, í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum og ummæla sem fallið hafa í þjóðfélagsumræðunni, um gagnrýni Láru Hönnu Einarsdóttur, varamanns í stjórn RÚV, á sunnudagsþátt Gísla Marteins Baldurssonar. Þingflokkur Pírata stendur heilshugar með tjáningar- og málfrelsi allra landsmanna, þar á meðal og ekki síst þeirra sem skipaðir hafa verið sem […]

Nánar »

Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins

Þingmenn Pírata hafa lagt fram tillögu til þingsályktunnar um að fara beri að skýrum vilja meiri hluta kjósenda, eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Í tillögunni er mælst til þess að Alþingi skori á forsætisráðherra að hafa þessa ályktun að leiðarljósi við þá endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem fyrirhuguð er á yfirstandandi kjörtímabili. Í […]

Nánar »

Stjórnskipuleg léttúð í þinginu!

Í dag verður tekist á um grundvallarmál í þinginu. Stjórnin vill setja lög sem fara í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Málið var rætt í þinginu í gær og af þeim umræðum er nokkuð ljóst að stjórnarmeirihlutanum gegnur illa að færa rök fyrir stjórnskipulegu gildi frumvarps stjórnarinnar um Hagstofu Íslands.  Reikna má með snarpri umræðu í […]

Nánar »