Fréttatilkynningar

Forgangsmál Pírata á nýju þingi

Við þingmenn Pírata erum klár í slaginn við upphaf þings. Þar sem Píratar hafa flatan strúktúr skiptumst við á að gegna formennsku flokks og þingflokks, en nauðsynlegt er að hafa báðar þessar stöður skipaðar vegna starfa þingsins. Helgi Hrafn Gunnarsson tekur nú við þingflokkformennsku af Birgittu Jónsdóttur og Jón Þór Ólafsson verður varaformaður þingflokks. Birgitta […]

Nánar »

Viljum við að öllu sé lekið?

Að gefnu tilefni þykir þingmönnum Pírata mikilvægt að árétta að vantrauststillaga þingflokksins snýst um annað og meira en leka minnisblaðs úr ráðuneyti innanríkisráðherra. Ef svo væri hefði tillagan verið borin upp miklu fyrr. Eins og þegar hefur komið fram er vantraustið fyrst og fremst tilkomið vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem undið hefur upp á sig jafnt […]

Nánar »

Loksins komst fíkniefnastefnan á dagskrá

Birgitta Jónsdóttir mælti nú í kvöld fyrir þingsályktunartillögu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Um er að ræða eitt af stóru stefnumálum Pírata og því mikið gleðiefni að málið sé loksins komið til nefndar. Málið verður til umfjöllunar í velferðarnefnd og þingflokkur Pirata hvetur áhugamenn um stefnumótun í vímuefnamálum til að […]

Nánar »

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar þess efnis að Alþingi álykti að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010. Sjá nánar fréttatilkynningu þingflokks vegna stjórnartillögu um að aðildarviðræðum skuli slitið.   Eftirfarandi spurning […]

Nánar »

Málþóf – Málskot – Mótmæli

Í umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum, eru nokkur atriði sem þingflokkur Pírata vill vekja athygli á. Um þingsályktunartillögu er að ræða og þess vegna er ekki hægt að beita málþófi eins og ef um lagafrumvarp væri að ræða. Sjá reglur um ræðutíma. Forseti Íslands, hr Ólafur Ragnar Grímsson, getur ekki skotið […]

Nánar »

Ísland verði leiðandi í hagnýtingu internetsins

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er formaður nýskipaðs starfshóps um hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem skipar starfshópinn, en honum er ætlað að leggja fram tillögur um leiðir til að auka afrakstur af hagnýtingu internetsins í þágu efnahagslegra og samfélagslegra framfara. Starfshópnum er ætlað að meta þau […]

Nánar »

Stefnumótun í vímuefnamálum

Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um mótun heildstæðrar stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Ásamt þingmönnum Pírata eru þingmenn úr öllum flokkum skráðir flutningsmenn tillögunnar. Þingsályktunartillagan: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að innleiða nýja stefnu í vímuefnamálum þar sem horfið verði […]

Nánar »

Málflutningur Birgittu Jónsdóttur í umræðu um ESB

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar í dag, um umræður á Alþingi um stöðu aðildarviðræðna við ESB, er rétt vekja athygli á því um hvað málflutningur Birgittu Jónsdóttur snérist í raun. Birgitta vék sérstaklega að tvennu og hvorttveggja varðar vinnubrögð þingsins og ríkisstjórnarinnar. Annars vegar um þjóðar-atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Þar vék Birgitta sérstaklega að því að henni þætti eðlilegt […]

Nánar »

Sérstakar umræður um stefnumótun í vímuefnamálum

  Á morgun, miðvikudag, fara fram sérstakar umræður á Alþingi um stefnumótun í vímuefnamálum. Þingflokkur Pírata átti frumkvæði að umræðunni og verður Helgi Hrafn Gunnarsson frummælandi og beinir máli sínu til heilbrigðisráðherra. Helstu áherslur í umræðunni á morgun verða árangur og afleiðingar refsinga fyrir neyslu ólöglegra vímuefna, mannréttindavernd og þjónusta fyrir vímu-efnaneytendur; og framtíðarstefnumótun í vímu- og fíkniefnamálum. Þingmenn […]

Nánar »

Afnám fangelsis fyrir tjáningu skoðana

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp til breytinga á almennum hengingarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra hegningalega, sem setja tjáningarfrelsinu skorður, verði breytt á þann á þann veg að ekki verði heimilt að dæma menn til fangelsisvistar fyrir að tjá skoðanir sínar. Um er að ræða breytingar á eftirfarandi ákvæðum:   95. gr. […]

Nánar »