Fréttatilkynningar

Sérstakar umræður um áhrif málshraða við lagasetningu

Á morgun klukkan 11:00 verða sérstakar umræður um áhrif málshraða við lagasetningu. Málshefjandi er Birgitta Jónsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Í kjölfar skýrslu Umboðsmanns Alþingis kom Umboðsmaður á opinn fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að fara yfir efni skýrslunnar. Í nefndaráliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í framhaldi fundarins segir meðal annars: […]

Nánar »

Lára Hanna Einarsdóttir kosin í stjórn RÚV

Kosið hefur verið í nýja stjórn RÚV á Alþingi.  Málefni stjórnar RÚV hafa verið með eindæmum furðuleg allt þetta kjörtímabil. Við upphaf kjörtímabils var stjórnarmönnum fjölgað úr 7 í 9 og var það gert til að auka þverpólitíska breidd í stjórninni. Eins og frægt varð, stóð til að svíkja Pírata um fulltrúa í stjórninni en […]

Nánar »

Betrun eða Niðurrif? – Málþing um fangelsismál

Knut Storberget, þingmaður norska Verkamanna-flokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, verður frummælandi á fundi Samfylkingar og Pírata, um betrunarmál, föstudaginn 29. janúar, kl. 13-15 í Norræna húsinu. Norsk stjórnvöld fóru í gagngera endurskoðun á fangelsiskerfi sínu á árunum 2007-2008, í dómsmálaráðherratíð Knut Storberget og hefur betrunarkerfi Norðmanna vakið heimsathygli á undanförnum árum. Fjallað hefur verið um […]

Nánar »

Þjóðin treystir ekki stjórninni til að einkavæða banka

Þann 19. nóvember sl. voru sérstakar umræður á Alþingi um hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans. Málshefjandi var Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata en til andsvara var fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Í kjölfar umræðunnar ákvað Þingflokkur Pírata að fela Gallup að kanna hversu vel fólk treystir núverandi ríkisstjórn fyrir sölu á hlut ríkisins í bönkum. Könnunin var gerð á […]

Nánar »

Mannréttindi eiga að gilda eins allstaðar

Íslandsdeild alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) tók þátt í eftirminnilegu og árangursríku haustþingi sambandsins í Genf í lok október. Á meðal umræðuefna þingsins var ályktun sem lögð var fram af Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata. Ályktun Birgittu ber yfirskriftina, Lýðræði í stafrænum heimi, ógnir við friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsi, og var ályktunin samþykkt einróma á lokafundi þingsins 21. október. […]

Nánar »

Hvað segir almenningur um forgangsröðun í fjárlögum?

Yfir 90% landsmanna vilja enn að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Þetta kemur skýrt fram í skoðanakönnun sem Capcent Gallup gerði fyrir Pírata rétt fyrir þingsetningu. Heilbrigðismál eru í afgerandi forgangi hjá landsmönnum óháð aldri, menntun, efnahag, búsetu, kyni og hvaða flokk fólk kýs. Þrátt fyrir mikinn niðurskruð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag […]

Nánar »

Fréttir af þingflokki Pírata við upphaf 145. þings

Þingflokkur Pírata er klár í slaginn fyrir nýtt þing sem hefst á morgun. Nokkrar breytingar verða við upphaf þings. Helst er sú breyting að Jón Þór Ólafsson 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður yfirgefur þingið og Ásta Guðrún Helgadóttir kemur til fullra starfa í hans stað. Ásta er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands en […]

Nánar »

Yfirlýsing vegna álits Umboðsmanns Alþingis

Álit Umboðsmanns Alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfestir fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í […]

Nánar »

Mál er ekki að linni

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur loksins beðist lausnar sem ráðherra innanríkismála. Yfirlýsing ráðherrans til fjölmiðla í dag veldur þingmönnum Pírata hins vegar vonbrigðum. Forherðing Hönnu Birnu er slík að hún krefst þess að “nú sé mál að linni” og reynir að ala á tortryggni gagnvart þeim aðilum sem hafa sýnt henni nauðsynlegt aðhald. Enn hefur hún hvorki […]

Nánar »

Helgi Hrafn bendir á ábyrgð forsætisráðherra

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi sérstakrar umræðu, í þinginu í dag, um Stjórnarráð Íslands með Bjarna Benediktsson til andsvara. Áherslur Árna Páls voru; Forsendur þess að brjóta upp innanríkisráðuneytið og afleiðingar þess fyrir stjórnfestu; ábyrgð formanns flokks á að tryggja að ráðherrar axli pólitíska ábyrgð. Helgi Hrafn tók þátt í umræðunni af hálfu Pírata. […]

Nánar »