Mannréttindi eiga að gilda eins allstaðar

IPU mynd 3Íslandsdeild alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) tók þátt í eftirminnilegu og árangursríku haustþingi sambandsins í Genf í lok október. Á meðal umræðuefna þingsins var ályktun sem lögð var fram af Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata. Ályktun Birgittu ber yfirskriftina, Lýðræði í stafrænum heimi, ógnir við friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsi, og var ályktunin samþykkt einróma á lokafundi þingsins 21. október. Fjöldi þjóða tók þátt í að móta ályktunina með breytingatillögum en hvorki meira né minna en 113 slíkar tillögur voru lagðar fram. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskum þingmanni er falið að skrifa og leggja fram ályktun á vettvangi þessa alþjóðlega samstarfsvettvangs þingmanna, en Alþjóðaþingmannasambandið, sem stofnað var 1889 og samanstendur af þingmönnum frá 166 löndum sem vinna þvert á flokka.

Í kjölfar afhjúpana bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens um persónunjósnir vestrænna ríkja, sem stunda yfirgripsmikið og altækt stafrænt eftirlit á bæði sínum eigin borgurum sem og almennum borgurum annarra þjóðríkja, hafa fjölmörg fjölþjóðleg félagasamtök sem og alþjóðastofnanir kallað eftir eflingu borgararéttinda í hinum stafræna heimi. Það er stórt skref í rétta átt til að efla mannréttindi í hinum stafrænu heimum að Alþjóðaþingmannasambandið; vettvangur þingmanna hvaðan æva að úr heiminum hafi átti kost á ítarlegar umræður bæði á vettvangi IPU sem og í sínum eigin þjóðþingum. IPU er einmitt vettvangur þar sem þingmenn geta lært hverjir af öðrum óháð landamærum og staðsetningu í hinu pólitíska litrófi.

Í ályktunni eru margar tillögur að lausnum settar fram til eflingar borgararéttinda í anda 21st aldar lýðræðisþróunar með tilstuðlan tækniframfara og aðgengis. Ályktunin leggur til í 25 liðum tillögur að úrbótum og lausnum þar sem skorað er á þjóðþing heimsins að framkvæma m.a;

  • Endurskoða og/eða innleiða betri löggjöf er lítur að eftirliti, þar sem áhersla er lögð á lögmæti, gegnsæi og regluna um nauðsyn og meðalhóf;

  • Endurskoða og/eða innleiða heildarlöggjöf á sviði gagnaverndar, bæði fyrir opinbera geirann og einkageirann;

  • Mótun heildstæðrar stefnu um hvernig njóta megi sem bestra ávaxta af frjálsu Interneti frá sjónarhóli efnahagslegra, félagslegra, menningarlegra og umhverfislegra þátta;

  • Hvernig auka megi þátttöku almennra borgara og frjálst flæði upplýsinga á grundvelli meginreglunnar um net-hlutleysi;

  • Öflugri vernd fyrir blaðamenn og afhjúpendur;

  • Innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga á sviði mannréttinda og öflug framfylgni slíkra réttinda í landsrétti ríkja;

  • Öflugra aðhald þjóðinga með hverskyns söfnun hins opinbera á persónuupplýsingum og annarskonar eftirliti með borgurunum;

  • Öflugri réttar- og dómstólavernd með lögmætum takmörkunum á friðhelgi einkalífs, t.d. við framkvæmd sakamálarannsókna;

Þá eru þjóðþing einnig hvött sérstaklega til að leita ráða og efna til reglubundins samráðs við almenning, fræðasamfélagið þegar endurskoðun laga og reglna stefndur yfir og viðurkenna sérstakt eftirlitshlutverk þessarra aðila með stjórnvöldum,

22112388438_d172f28842_bAð lokum fól þingið sjálfu þingmannasambandinu að efna til sérstaks samráðs við sérstaka erindreka Sameinuðu þjóðana, sem skipaðir hafa verið á þeim sviðum sem ályktunin tekur til, um að tekin verði saman árangursríki löggjöf víða um heim (e. best practices)

Það verður að teljast nokkuð afrek að fá álytkun samþykkta á Alþjóðavettvangi sem þessum og þess má geta að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Íslandsdeildar IPU þakkaði Birgittu Jónsdóttur sérstaklega fyrir hennar framlag og gat þess sérstaklega í ræðustól Alþingis í gær að þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur þingmaður nær þeim árangri að fá ályktun samþykkta á þessum vettvangi.

 

Hér má lesa ályktunina eins og hún var samþykkt á ensku eða í íslenskri þýðinguíslenskri þýðingu.