Fyrsta þingmál Pírata á 145. þingi – OPCAT

Birgitta JónsdóttirBirgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögu um fullgildingu OPCAT sem er viðbótarsamningur við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Í samningi þessum er kveðið á um eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipta einstaklinga s.s. fangelsi, geðsjúkrahús o.fl. Íslenska ríkið undirritaði samninginn árið 2003 en hefur enn ekki fullgilt hann og komið honum til framkvæmda.

Verði tillaga þessi samþykkt þarf annars vegar að tryggja að sérstök alþjóðleg nefnd geti sinnt sínu hlutverki hér á landi, sem er m.a. að heimsækja með reglubundnum hætti þær stofnanir í aðildarríkjum sem vista frelsissvipta einstaklinga og gefa ríkjum tilmæli og ábendingar varðandi vernd gegn  reglulega könnun á meðferð á frelsissviptum einstaklingum með það fyrir augum að styrkja, ef nauðsyn krefur, vernd þeirra gegn pyndingum og annarri grimmilegri og vanvirðandi meðferð og tilmæli og ábendingar til stjórnvalda um það sem betur má fara, bæði hvað varðar framkvæmd og lagasetningu. stofnanir sem undir málaflokkinn heyra. Einnig þarf þá að setja á fót innlent eftirlitskerfi innan árs frá fullgildingu bókunarinnar. einu eða fleirum sjálfstæðum eftirlitskerfum um varnir gegn pyndingum. Þau lágmarksúrræði sem innlenda eftirlitið þarf að geta beitt eru, regluleg könnun á meðferð á frelsissviptum einstaklingum með það fyrir augum að styrkja, ef nauðsyn krefur, vernd þeirra gegn pyndingum og annarri grimmilegri og vanvirðandi meðferð og tilmæli og ábendingar til stjórnvalda um það sem betur má fara, bæði hvað varðar framkvæmd og lagasetningu.

Í samningnum er sérstaklega kveðið á um ýmsar skuldbindingar aðildarríkja, m.a. til að veita eftirlitsaðilum, bæði innlendum og alþjóðlegum, aðgang að frelsissviptum einstaklingum og stofnunum, ótakmarkaðan aðgang að upplýsingum um fjölda frelsissviptra einstaklinga á hverri stofnun, fjölda slíkra stofnana og staðsetningu þeirra, allar upplýsingar um meðferð þeirra og aðbúnað, ótakmarkaðan aðgang að stofnunum sjálfum og möguleika á einkaviðtölum við frelsissvipta einstaklinga.

Tillaga þessi var flutt á síðasta þingi og henni var almennt mjög vel tekið í þinginu og innanríkisráðherra var einnig mjög jákvæður gagnvart henni. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun fanga, ítrekað hvatt til þess að viðaukinn verði fullgiltur til að tryggja megi gott og sjálfstætt eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipta einstaklinga.

Við erum vongóð um að tillagan verði samþykkt áður en langt um líður og gott eftirlit með því að vel sé búið að frelsissviptu fólki geti hafist, innan árs.