Píratar og Björt framtíð vilja öfluga uppljóstraravernd

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir mæltu í kvöld fyrir frumvarpi Bjartar framtíðar og Pírata um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Flokkarnir tveir hafa átt ánægjulegt og gott samstarf um þetta frumvarp sem sem flokkarnir leggja nú fram í sameiningu eftir að hafa endurbætt það töluvert frá því það var lagt fram á síðasta kjörtímabili. Píratar vilja þakka Róbert Marshall og Bjartri framtíð fyrir góða samvinnu í þessu mikilvæga máli. Næsta skref er að sigla málinu alla leið í höfn þannig að frumvarpið verði að lögum.

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að uppljóstrarar njóti bæði efnahaglegrar og félagslegrar verndar sem og verndar gegn málsóknum, í kjölfar uppljóstrunar. Grundvallarmarkmið frumvarpsins eru í fyrsta lagi stuðla að uppljóstrun um og koma í veg fyrir spillingu og tengd lögbrot; í öðru lagi að tryggja vernd uppljóstrara og tengdra aðila, og í þriðja lagi að stuðla að aðgengi að upplýsingum sem varða almannahagsmuni og eiga erindi til almennings.

Ed_SnowdenÉg geri mér alveg grein fyrir því að mér verður refsað fyrir þetta og það að koma þessum afhjúpunum til almennings mun verða mitt síðasta verk. Ég verð fullkomlega sáttur takist með þessu að afhjúpa, þótt ekki væri í eitt augnablik, samkrull leynimakks, ósakhæfis og óseðjandi valdagræðgi sem stjórnar þessum heimi sem ég ann svo mikið. Ef ykkur langar til að hjálpa megið þið endilega styðja baráttuna gegn ritskoðun, fyrir frelsi fjölmiðla og frjálsu interneti. Ég hef séð inn í dimmustu skúmaskot valdsins og það sem þeir óttast mest er ljósið.

Edward Snowden

 

Hér má nálgast frumvarpið, greinargerð og nánari upplýsingar um málið og hér fyrir neðan má hlusta á flutningsræður Róberts og Birgittu.