Höfundalög til umræðu á Alþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þremur frumvörpum um breytingar á höfundalögum í dag. Líflegar umræður sköpuðust um málið og óhætt er að segja að Píratar hafi verið leiðandi í þeirri umræðu. Sá tónn var sleginn í umræðunni að æskilegt væri að frumvörpin þrjú fari í umsagnarferli og ‘liggi í bleyti’ í sumar og verði tekin til betri skoðunar í haust. Hér fyrir neðan má horfa á umræðuna í heild.

 

Hér geta menn kynnt sér frumvörpin þrjú betur:

Stjórnarfumvarp, höfundalög 700. mál (EES-reglur, munaðarlaus verk). — Þskj. 1174.

Stjórnarfumvarp, höfundalög 701. mál (EES-reglur, lengri verndartími hljóðrita). — Þskj. 1175.

Stjórnarfumvarp, höfundalög, 702. mál (einkaréttindi höfunda, samningskvaðir o.fl.). — Þskj. 1176.