Jón Þór spurði Bjarna Ben um hagsmunaskráningu þingmanna o.fl.

Jón Þór ÓlafssonJón Þór Ólafsson kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnatíma í gær og ræddi við Bjarna Benediktsson um siðareglur fyrir alþingismenn og ráðherra, frumvarp um hagsmunaskráningu þingmanna og sannleiksskyldu ráðherra. Jón Þór ræddi um kosti og galla siðareglna og spurði ráðherra meðal annars um viðhorf hans til þess hvort ákvæði siðareglna ættu e.t.v. frekar heima í lögum.

Umræðan varð mjög áhugaverð og mikilvægt að halda svörum Bjarna til haga. Hann vísaði meðal annars til siðareglna blaðamanna og kvað þær vera stuttar, hnitmiðaðar og skýrar. Þá taldi Bjarni að siðareglur fyrir stjórnmálamenn væru í raun háðar góðri samstöðu um framfylgd þeirra. Bjarni benti m.a. á þann möguleika að þingmenn væru oftar áminntir um hagsmunaskráninguna og minntir reglulega á að uppfæra hagsmunaskráningu sína. Þá tók Bjarni undir það með Jóni Þór að líklega væri rétt að eitthvað af ákvæðum í siðareglum ættu frekar heima í lögum.

Horfa má á umræðuna hér: