Framkvæmd upplýsingalaga og upplýsingastefnu

Birgitta JónsdóttirBirgitta Jónsdóttir ræddi framkvæmd upplýsingalaga við forsætisráðherra á fyrirspurnafundi á Alþingi í gær. Birgitta spurði meðal annars hvers vegna ráðherra hafi ekki enn gefið Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga í samræmi við 3. mgr. 13. gr. laganna og hvenær hann hygðist gefa umrædda skýrslu. Þá spurði Birgitta hvort mörkuð hefði verið upplýsingastefna til fimm ára eins og ráðherra er skylt að hafa forgöngu um skv. 3. mgr. 13. gr. laganna. Að lokum spurði Birgitta forsætisráðherra hvernig hann mæti  árangurinn af nýju upplýsingalögunum og hvort hann teldi að eitthvað mætti betur fara í lögunum eða framkvæmd þeirra.

Áhugaverð umræða spratt milli allra þingmanna Pírata og forsætisráðherra um efnið og hana má horfa á hér að neðan.