Lítið að gerast í betrunarmálum á Íslandi

Helgi HrafnHelgi Hrafn Gunnarsson átti samræðu við innanríkisráðherra í gær um betrun í fangeslum, endurkomutíðni í fangelsi og lífið eftir að afplánun líkur. Gagnrýndi Helgi Hrafn meðal annars að þrátt fyrir að ýmislegt væri að gerast í fangelsismálum virðist lítið þokast í betrunarmálum hér á landi.

Nýtt fangelsi er í smíðum og frumvarp til nýrra laga um fullnustu refsinga. Það veldur hins vegar vonbrigðum að lítið virðist vera að gerast hér á landi í betrunarmálum. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er ekki til þess fallið að tryggja aukna betrun enda um öryggisfangelsi að ræða en ekki fangelsi af þeirri gerð þar sem unnið er eftir leiðum sem ætlaðar eru að tryggja betrun fanga. Að auki er ljóst miðað við þá fjármuni sem fara í byggingu nýs öryggisfangelsis að ætla má að ekki verði um fjárveitingar að ræða til uppbyggingar fyrir betrunarvist.

Í frumvarpi að nýjum lögum um fullnustu refsinga er heldur ekki mikið rætt um betrunarúrræði eða stefnubreytingu í þeim málum. Fyrst farið hefur verið í þá vegferð að smíða ný lög um fullnustu refsinga hefði þá ekki verið lag að gera skurk að því að setja upp hér almennilega stefnu í betrunarmálum í þá átt sem nágrannaríki okkar hafi gert, og þá tala ég ekki síst um Noreg.

Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingkona VG tóku einnig þátt í umræðunni. Hér fyrir neðan má horfa á umræðuna í heild en hún tók 15 mínútur.