Hert skilyrði við símhlerunum

Þingmenn PírataÞingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp um hert skilyrði við símhlerunnum. Breytingarnar sem lagðar eru til eru til komnar til að mæta gagnrýni um að íslenskir dómstólar veiti nánast undantekningarlaust heimild til hlustunar og skoðunar á fjarskiptagögnum þegar óskað er eftir því. Af svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar (þskj. 547 í 116. máli) má ljóst vera að dómstólar veita heimild til hlustunar í 99,31% tilvika. Í núgildandi lagaákvæðum eru skilyrði fyrir því að veita megi heimild til símhlustunar að brotið sem til rannsóknar er varði allt að 8 ára fangelsi ellegar ríkir almanna- eða einkahagsmunir liggi við. Í frumvarpinu er lagt til að einungis megi veita heimild til hlerunnar ef brot varðar allt að átta ára fangelsi en ekki megi lengur vísa til almannahagsmuna ef brot varði minna en átta ára fangelsi. Raunin er sú að að úrræði þetta hefur ítrekað verið notað við rannsóknir á vægari brotum með tilvísunar til almannahagsmuna og dómstólar hafa látið lögreglunni alfarið eftir að meta almannahagsmunina. Af því leiðir að beiðni um símhlustun er samþykkt af dómstólum nánast undantekninarlaust. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt sambærilega venju í Moldovíu í Iordachi o.fl. gegn Moldavíu nr. 25198/02, frá 10. febrúar 2009, og lýst því yfir að hún standist ekki ákvæði 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs.

Þá er í frumvarpinu einnig lagt til að umrædd skilyrði fyrir heimild til að beita símhlerunum nái einnig til heimildar lögreglu til aðgangs að fjarskiptaupplýsinga á grundvelli svokallaðarar gagnageymdar. Samhliða þessu frumvarpi er lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fjarskipti þar sem lagt er til að hætt verði að skylda fjarskiptafyrirtæki til að varðveita fjarskiptagögn í sex mánuði í þágu sakamálarannsókna.

Hér er hægt að lesa frumvarpið og fylgjast með ferli málsins á Alþingis.

Hér er hið tengda frumvarp um afnám gagnageymdar.