Birgitta óskaði upplýsinga um málaskrá lögreglu

Birgitta Jónsdóttir

Birgitta Jónsdóttir átti orðastað við innanríkisráðherra í dag um málaskrá lögreglu (Löke).  Spurði Birgitta meðal annars hvort gerð hafi verið gangskör að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu væru hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar hafi verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. Birgitta nefndi einnig að brýnt væri að skýra nánar hverjir hefðu aðgang að málaskránni og hvernig upplýsingar úr henni væru veittar til þriðja aðila. Kallaði Birgitta eftir nákvæmari reglum um skráningu og umgengni um málaskránna.

 

Hér má horfa á samræðu Birgittu og innanríkisráðherra um málið: