Beðið um afstöðu forsætisráðherra til stjórnarskrárbreytinga

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra í tilefni af þeim orðum sem menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lét falla í þinginu í fyrradag. Hér má horfa á umræðurnar í heild, en þær tóku u.þ.b. 6 mínútur.

Í lok ræðu sinnar bar Birgitta upp eftirfarandi spurningar:

Birgitta JónsdóttirÍ fyrsta lagi: Var hæstvirtur menntamálaráðherra að lýsa afstöðu ríkistjórnarinnar og forsætisráðherra hér í gær? Eða með öðrum orðum, telur forsætisráðherra endurskoðunarferlið hafa verið tóm vitleysa sem engu skilaði?

Í öðru lagi: Er hæstvirtur forsætisráðherra (og framsóknarflokkurinn) þeirrar skoðunar að stjórnarskrá lýðveldisins þarfnist heildarendurskoðunar?

Í þriðja lagi: Hvaða væntingar hefur forsætisráðherra til starfs þeirrar stjórnarskrárnefndar sem hann skipaði fyrir ári síðan?

 

Forsætisráðherra svaraði spurningum Birgittu í stuttu máli með þeim hætti að hann teldi ekki að endurskoðunarferlið hafi verið tóm vitleysa sem engu skilaði. Í öðru lagi væri hann þeirrar skoðunar að stjórnarskráin þarfnist heildarendurskoðunar og hefði oft rætt þau mál bæði á vettvangi Alþingis og víðar enda stæði sú vinna nú yfir. Forsætisráðherra sagíst hafa heilmiklar væntingar til þeirrar stjórnarskrárnefndar sem hann hefur skipað og teldi að hún muni skila góðum tillögum meða annars varðandi eignarhald á auðlindum og beint lýðræði.

Birgitta innti ráðherra einnig eftir því hvort hann legði áherslu á heildarendurskoðun en ekki bara skoðun á afmörkuðum þáttum. Forsætisráðherra svaraði því til að nefndinni væri falin heildarendurskoðun og það væri verkefni nefndarinnar.