Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta JónsdóttirBirgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hafi dottið út af þingmálaskrá stjórnarinnar.

 

Hér má hlusta á stutta ræðu Birgittu um málið.