Hvað hefur áunnist varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum?

Samkvæmt  3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga skal [forsætis]ráðherra gefa Alþingi reglulega skýrslu  um framkvæmd laganna, þar á meðal um hvað áunnist hafi varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum. Þá skal ráðherra hafa forgöngu um mörkun upplýsingastefnu til fimm ára í senn sem unnin skal í samráði við almenning, Blaðamannafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, skjalaverði opinberra skjalasafna og háskóla- og vísindasamfélagið. Þar skal m.a. haft að leiðarljósi að mæta þörfum lýðræðislegs samfélags fyrir vandaðar og áreiðanlegar upplýsingar.

Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. laganna skal ráðherra kveða nánar á um í reglugerð hvernig birtingu upplýsinga skv. 1. og 2. mgr. skuli hagað, þar á meðal um áfanga og tímafresti sem stjórnvöldum eru gefnir til að uppfylla tiltekin markmið og hvernig og hvar upplýsingar skuli birtar.

Helgi HrafnHelgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram fyrirspurn um þetta efni til forsætisráðherra. Fyrirspurnin er svohljóðandi:

1.     Hvenær hyggst ráðherra gefa Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga og hvað hafi áunnist varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum sem hann skal gera reglulega skv. 3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga?
2.     Hvenær er von á reglugerð ráðherra skv. 4. mgr. 13. gr. laganna, m.a. um hvernig birtingu upplýsinga til almennings um starfsemi stjórnvalda skuli hagað og hvernig unnið skuli að því að gera málaskrár, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf aðgengileg á vef?

Skriflegt svar óskast

 

Og nú er að bíða svars, skýrslu og reglugerðar.