Ábendingar óskast: Sparisjóðaskýrslan komin í hús

Skýrsla rannsóknarnefndar um Sparisjóðina verður birt á morgun fimmtudag kl. 13.

Þingmenn hafa sólarhring til að kynna sér efni skýrslunnar en umræða verður um hana í þingnefndum á föstudagsmorgun og á þingfundi eftir hádegi. Skýrslan er um 2000 síður og því varla á þingmenn lagt að ætla þeim að vera vel inn í málinu þegar skýrslan kemur til umræðu í þinginu. Þingflokkur Pírata biður alla áhugasama nörda á þessu sviði að senda starfsmönnum þingflokks, áhugaverða punkta eða hugleiðingar um efni skýrslunnar og hjálpa þannig þingflokknum við að ná utan um efnið áður umræða um skýrsluna hefst. Skýsrsluna er að finna hér.

Ábendingarnar má senda á Adalheiði adalheidura@althingi.is og Svavar svavarkjarrval@althingi.is

 

Ást og friður

Alþingisnördar Pírata