Píratar standa með verkfallsréttinum

Þingflokkur PírataÞað er skylda þingmanna Pírata að standa vörð um, efla og vernda borgararéttindi. Verkfallsrétturinn á stoð í ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi og í dag (og fram í nóttina) standa Píratar sína plikt í þinginu, til verndar mannréttinum. Þingmennirnir munu standa vaktina fram eftir kvöldi, því ræða á frumvarp innanríkisráðherra um lög á verkfall starfsmanna Herjólfs og fá það samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld eða nótt.

Í dag háttaði svo til að þingmenn Pírata fluttu ræður sínar í fyrstu umræðu um frumvarpið hvert á eftir öðru og horfa má á þær allar í þessu myndskeiði: