Loksins komst fíkniefnastefnan á dagskrá

Birgitta Jónsdóttir mælti nú í kvöld fyrir þingsályktunartillögu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.

Þingflokkur PírataUm er að ræða eitt af stóru stefnumálum Pírata og því mikið gleðiefni að málið sé loksins komið til nefndar. Málið verður til umfjöllunar í velferðarnefnd og þingflokkur Pirata hvetur áhugamenn um stefnumótun í vímuefnamálum til að senda nefndinni umsögn um tillöguna, þegar kallað verður eftir umsögnum um málið.

 

Hér má hlusta og horfa á Birgittu mæla fyrir málinu á Alþingi fyrr í kvöld.